Úr Fréttablaðinu s.l. föstudag:
"Það er allt fínt að frétta af mér," segir Gylfi Blöndal, skemmtanastjóri á tónleikastaðnum Organ.
"Ég er svolítið spenntur að komast í frí en ég er á leiðinni í tónleikarferðalag með Borko og Seabear um Evrópu um miðjan september." Gylfi segir það kærkomna tilbreytingu að komast aftur upp á svið. "Nú er ég búinn að vera í heilt ár á bak við tjöldin svo að þetta verður nýtt og skemmtilegt."
Gylfi segist annars vera mjög mjúkur þessa dagana. "Ég er svo ástfanginn af kærustunni minni. Ég vakna alltaf glaður með henni," segir Gylfi.
"Hins vegar er ég afskaplega leiður yfir því að kveðja Helga Alexander vin minn sem er að flytja til Lundúna um mánaðamótin. Það er mikill missir að svona góðum félaga."
Rekstur Organ er nú kominn á annað ár og gengur vel. "Við förum spennt inn í haustið með mikið af tónleikahaldi sem endranær. Við erum orðin mjög spennt fyrir landsmóti tónlistarmanna í október, Iceland Airwaves, og hlökkum til að taka þátt í því aftur," segir Gylfi og bætir við að þetta sé líka "skemmtilegasta tónlistarhelgi ársins."
Tónlistarspurningakeppnin Poppkviss hefst á ný í haust. "Keppnin gekk svo vel að við verðum að halda henni áfram."
Vinir og fjölskylda | 29.8.2008 | 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ólympíufararnir lentir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 27.8.2008 | 16:05 (breytt kl. 16:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gærkvöldi fórum við út að borða og hafði Bjarki Már þá á orði að þetta væri þegar orðin merkileg ferð fyrir þá þar sem engin pizza hefði enn verið borðuð. Í kvöld ætlum við að elda lambahrygg sem þeir feðgar komu með að heiman. Það verður mikil veisla fyrir mig og vonandi þá líka.
Vinir og fjölskylda | 26.8.2008 | 06:38 (breytt kl. 06:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ekið á vagni niður Laugaveg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 25.8.2008 | 14:09 (breytt kl. 14:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Íþróttir | 23.8.2008 | 20:58 (breytt 24.8.2008 kl. 04:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það var mikið að gerast hjá mér þessa viku sem Chloe var í heimsókn. Ég átti helgarfrí og við gátum því notað tímann vel og farið víða og skoðað auk þess sem við láum á ströndinni og syntum í sjónum. Við byrjuðum á siglingu frá Mandrakihöfn niður með austurströndinni til Stegna og fórum þar á land í hádegisverð og svo var siglt til baka. Það var oft stoppað á leiðinni til þess að snorkla og leika sér í sjónum. Þá fórum við til Lindos eins og ég hef sagt frá áður. Við fórum í Fiðrildadalinn og Seven Springs auk fjölda annarra staða.
Einn daginn tókum við á leigu þríhjól "TriBike" og hjóluðum um víðan völl þ.e.a.s. Chloe stjórnaði hjólinu af mikilli kunnáttusemi og ég sat eins og greifi aftaná. Þá skoðuðum við auðvitað gömlu borgina, fórum í Þjóðminjasafnið (Gamla spítalann) og margt, margt fleira. Þetta var því viðburðarrík vika þar sem við bæði skemmtum okkur konunglega.
Ég er að dunda við að setja inn myndir af og til, það tekur nokkuð langan tíma því sambandið mitt er ekkert of gott.
Ferðalög | 23.8.2008 | 07:55 (breytt kl. 07:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þið verðið að sjá þessa mynd. Rúmlega eitthundrað íslendingar sem eru í sólarfríi á Grísku eyjunni Rhodos komu saman til að fylgjast með leiknum við Spánverja þrátt fyrir að hægt væri að horfa á beina útsendingu á öllum hótelherbergjum. Spánverjar sáu aldrei til sólar í leiknum en það gerðum við í orðsins fyllstu merkingu. Franski eigandinn að Zorba´s bar var ákaft hylltur í leikslok þegar hann lyfti auglýsingaskilltinu sínu fyrir næsta leik. Þetta var geggja - þið verðið að sjá myndina - til hamingju Ísland
Íslendingar í úrslitaleikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | 22.8.2008 | 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hún hefur verið dugleg að auglýsa eftir hjólinu bæði á netinu og eins út um allt og ég vona svo innilega að það komi í leitirnar sem allra fyrst. Ef einhverjir, sem lesa þetta eru búsettir í Bretlandi eða hafa þar góð sambönd mega þeir gjarnan hjálpa Chloe að fá til baka "ástina sína"
Vinir og fjölskylda | 22.8.2008 | 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Chloe er búin að vera í heimsókn hjá mér síðan á miðvikudag og það er búinn að vera dásamlegur tími. Á föstudagsmorgun fórum við niður til Lindos og vorum þar yfir nótt og fram á laugardag. Við vorum svo heppin að finna litla stúdíóíbúð á besta stað í bænum og nutum þess alveg í botn. Láum á ströndinni, fórum upp á Akropolis, borðuðum frábæran kvöldverð og skoðuðum næturlífið. Undir hádegi á laugardag héldum við svo aftur norður til Rhodosborgar og komum við á ýmsum áhugaverðum stöðu sem gaman var að skoða. Myndina sem fylgir tók ég af Chloe í Aþenuhofinu upp á Akropolis við Lindos. Hina myndina tók Chloe af mér (asnanum) uppi á fjallinu við Tsabika
Spaugilegt | 17.8.2008 | 16:14 (breytt kl. 16:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vegna tæknilegra vandamála getum við ekki boðið upp á hinn venjulega dagskrárvef. Viðgerð stendur yfir. |
Ömurlegt
Ísland fór hamförum gegn Þjóðverjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 12.8.2008 | 14:04 (breytt kl. 14:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Gísli Blöndal
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Ía Jóhannsdóttir
- .
- Einar Bragi Bragason.
- Grétar Örvarsson
- Gísli Tryggvason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Magnús Ragnar Einarsson
- Morgunblaðið
- Sigurður Þorsteinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- TómasHa
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hörður Hilmarsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Krummi
- Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
- Óttar Felix Hauksson
- Seyðfirðingar
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Skuld bókabúð
- Þórir S. Þórisson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar