Seyðfirðingamessa - Seyðfirðingakaffi

Kæru vinir. Nú er komið endanlegt skipulag á seyðfirðingamessuna í Grafarvogskirkju. Þetta verður í stórum dráttum svona:  
698-2153~Blue-Lutheran-Church-Seydisfjordur-Ferry-Terminal-Village-North-East-Area-Iceland-Polar-Regions-PostersSeyðfirðingarmessa í Grafarvogskirkju sunnudaginn 17. maí kl 11.00 Prestar: Sr. Vigfús Þór Árnason, sr. Cesil Haraldsson (ef hann kemur með kórnum) sr. Adda Steinunn Björnsdóttir Predikun: Adda Steinunn Björnsdóttir (Iðunnardóttir Steins Stefánssonar í Tungu) Kórar: Grafarvogskirkju og Seyðisfjarðarkirkju. Stólvers: Seyðisfjörður, lag Steins Stefánssonar við ljóð Karls Finnbogasonar, flutt af kirkjukór Seyðisfjarðar  
Eftir messu verður "kirkjukaffi" súpa og brauð, kaffi og með því. Þar flytur Kirkjukór Seyðisfjarðar lög eftir Stein Stefánsson Þorvaldur Jóhannsson fyrrverandi kennari, skólastjóri og bæjarstjóri flytur erindi um Stein Stefánsson og Valgeir Sigurson Félagar úr Einsdæmi og Þokkabót, Gylfi, Ingólfur, Maggi, Dóri, Óli Már og Gísli, flytja nokkur gömul og góð seyðisfjarðarlög.   Vinsamlegast látið þennan póst fara á alla sem þið þekkið og sérstaklega á þá sem eru á Facebook  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband