Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

"Do the hardest thing on earth for you. Act for yourself.

Þessi orð eru höfð eftir Ný sjálensk smásagnarhöfindinum Katherine Mansfield (1888 - 1923). Hvernig væri að gera þau að sínum?

Yndislegt á Krít - fallegt á Symi

 

P8251724Þetta hafa verið góðir dagar að undanförnu.  Var sem sagt á Krít um síðustu helgi og það var ekki amalegt.  Marios vinur minn hafið reddað mer gistingu á stað austarlega á eyjunni sem heitir Agios Nikolaos eða Nikulásarflói, undra fallegur staður, rólegur og með vandaða þjónustu.  Hótelið sem ég bjó á heitir St. Nicolas Bay Resort Hotel and Villas http://www.stnicolasbay.gr/home/index.htm  (þið verðið að skoða þessa síðu til að skilja hvað ég er að tala um).  Þarna dvaldi ég sem sagt á einhverju því besta hóteli sem ég hef nokkru sinni komið á.  Ég borðaði mikið, las bók Braga Ólafssonar, Sendiherrann, mér til mikillar ánægju, svaf, synti (í einkasundlauginni) og naut þess að hvíla mig eftir annasamt sumar. Þetta gat ekki verið betra.  Þarna fékk ég að kynnast einverju því besta og kunnáttu mesta hótelstarfsfólki sem ég hef hitt.  Ég gef Agio Nicolaos og St. Nicols Bay Hotel hiklaust 10 af 10 mögulegum.  Á leiðinni á flugvöllinn þegar ég fór heim aftur kom ég við í bænum Heraklion, þar sem flugvöllurinn er og skoðaði miðbæinn með ég beið eftir flugi heim. 

SymiÍ gær fór ég svo í fyrsta skipti til Symi, lítillar eyju hér í norðri.  Symi er svo sannarlega öðruvísi og byggingarnar allar yfir eitthundrað ára gamlar í nýklassískum stíl.  Höfuðstaðurinn Symi er talinn eitt fallegasta þorp á gjörvöllu Grikklandi. 

Þegar þetta er skrifað er rétt rúmur hálfur mánuður þangað til ég held heim til Íslands og þar sem dagarnir eru svo fljótir að líða þá er það nánast á morgun eða hinn.  Hér er enn yfir 30 stiga hiti (sennilega nær 35), og sem betur fer er búið að ná tökum á skógareldunum á meginlandinu en grikkir syrgja fallna.


Grikkland logar - fnykur í lofti

Ég er staddur á Grísku eyjunni Krít um helgina og hér er fólk felmtri slegið yfir þeim miklu náttúruhamförum sem nú geisa á Peloponnisos skaga. Ég er sem betur fer í góðri fjarlægð frá þessum ósköpum en í morgun mátti vel greina reykinn og smá fnykur var í loftinu.  Eyjaskeggjar hér eru miður sín og sumir mjög reiðir.  Vitað er að flestir eldarnir eru af manna völdum og sumir hér taka svo sterkt til orða að þeir vildu sjálfir sjá um að refsa þeim. 

Fyrir fáum árum var ég staðsettur í Portúgal þegar þar geisuðu einhverjir mestu skógareldar þar í sögu landsins og að vera í námunda við þær gríðarlegu náttúruhamfari var mikil lífsreynsla.  Hér vona allir að það náist sem fyrst að ráða niðurlögum eldanna en vita jafnframt að það verður erfitt þar sem veðurspáin fyrir næstu daga er mjög óhagstæð - áfram mikill hiti og vindasamt.  Ég fer aftur Rhodos eftir helgina.


Jákvætt viðhorf er ekki lausn við öllum vanda.......

 

 

 

 .......... en jákvætt viðhorf gerir lausnina bæði auðveldari og skemmtilegri

JG-Larger-6


Hundruðir íslendinga á söguslóðum riddaranna á Rhodos

Ég rakst á þessa skemmtilegu frétt á mbl.is en hef ekki séð greinina sjálfa í Morgunblaðinu.  Það er gaman að segja frá því að hér á Rhods hafa hundruðir íslendinga skoða mannvirki og söguslóðir riddaranna í sumar. Á hverjum mánudegi förum við í skoðunarferð um Rhodosborg og förum þá inn í gamla borgarvirkið, sem riddararnir reistu og göngum um riddarahverfið.

Riddararegla heilags Jóhannesar er sögð hafa keypt eyjuna Rhodos árið 1309 og réðu hér ríkjum í yfir 200 ár eða allt til ársins 1522 þegar 100.000 manna her Tyrkja vinnur loks sigur á 650 riddurum.  Þetta segir ekkert til um herkænsku riddarana sem höfðu náð að verjast alllengi heldur um varnarmátt virkisins sem þeir höfðu reist umhverfis borgina.  Riddararnir flúðu héðan fyrst til Kýpur og síðan til Möltu og hafa eftir það verið kallaðir Mölturiddarar.  Hér á Rhodos reistu riddararnir mikið af köstulum og virkjum en aðalhlutverk þeirra var að annast sjúka og þá sem minna máttu sín.  Rhodosbúar bera mikla virðingu fyrir sögu riddarana hér enda er hún bæði mikil og merkileg.


mbl.is Íslendingur sleginn til riddara í reglu Mölturiddaranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konstantin skýrður á fjallinu Filerimos

 

Bakgarður klaustursinsÞað var dálítill asi á okkur eftir komu Heimsferðavélarinnar í dag.  Eftir að allir farþegar voru komnir á sín hótel hentumst við heim til að skipta um föt.  Við fórum í okkar fínast púss og brunuðum upp fjallið Filerimos, alveg upp á topp að Church of Our Lady.  Þar voru prestarnir í óðaönn að koma fyrir altari í bakgarði klaustursins og gestirnir streymdu að.  Irini vinkona okkar og maðurinn hennar tóku okkur fagnandi og móðir hennar nældi í okkur lítið fallegt merki með krossi og bókstafnum K, sem stendur fyrir fyrsta staf í nafni barnsins - Konstantin, sem átti að fara að skíra.

Athöfnin byrjaði.  Prestarnir voru tveir og til hliðar höfðu Guðforeldrarnir sem voru þrír komið sér fyrir með barnið.  Prestarnir lásu þeim nokkrar bænir og það vakti athygli mína að foreldrar barnsins tóku ekki neinn þátt í þessari athöfn og heldur ekki síðar þegar sjálf skírnarathöfnin hófst.  Allt var í höndum prestanna og Guðforeldranna.  Drengurinn grenjaði þessi ósköp eins og við var að búast, var hreint ekkert með á öllu þessu tilstandi.

Við altarið hafði verið komið fyrir allstórum skírnarfonti.  Þegar athöfnin stóð sem hæst var barninu lyft upp yfir skírnarfontinum meðan prestarnir tónuðu eða sungu í gríð og erg og þá tók sá stutti sig til og sprændi beint ofan í vatnið heilaga áður en honum var dýft ofan í þrisvar sinnum.  Prestarnir og Guðforeldrarnir tónuðu enn meira, krossuðu barnið í bak og fyrir og loks tók amma við barninu og þurrkaði og færði í hvít klæði.  Að lokum var barnið blessað smá í viðbót og athöfnin búin. 

Nú tóku foreldrarnir barnið til sín og viðstaddir mynduðu röð til að óska aðstandendum til hamingju og hlutu að launum tvær litlar gjafi til að taka með sér til minja.  Konstantin hafi verið skírður og tekinn inn í Grísku orthodox kirkjuna í fallegri athöfn á fjallinu Filerimos.

Ég var myndavélar laus en Hildur Ýr tók helling af myndum sem ég set inn síðar en minningarnar frá þessari fallegu athöfn og vinarboði geymi ég í huga mínum um ókomna tíð.


Mátti til með að setja inn þessa mynd af Chloe og Erlu.......

Chloe og Erla

en hún var tekin fyrr í sumar þegar þær mæðgur mættu í Hús Nikulásar í bænum Pastida á Rhodos


Boðið í skírnarathöfn á fjallinu Filerimos

 

BoðslortÍ vikunni barst mér óvænt boðskort, frá Irini einni af inlendu leiðsögukonunum okkar, þar sem boðið í skírnarathöfn en hún er að skíra þriðja barnið sitt.  Athöfnin á að fara fram í Grísku Orthodox kirkjunni uppi á fjallinu Filerimos (fjallinu mínu hér ofan við bæinn Ialyssos) á laugardaginn kl. 18:30.  Ég hef ekki enn sem komið er haft tækifári á að fara í messu hér á Rhodos svo þetta verður örugglega mjög áhugavert.  Kirkjan sem skírt verðu í er hin fræga Church of Our Lady of Filerimos, Byzantine kirkja og er hluti af klaustrinu sem þarna er.

 

 

 

Ortaxox presturKirkjan á Filerimos

 

 Orthodoxa-prestur og mynd úr kirkjunni á Filerimos


Skilaboð fyrir verslunamannahelgina: Tíminn er verðmætari en peningar.

Þú getur fengið meira af peningum en ekki meiri tíma. 

I'm a great believer in luck.......

Fresh-Brew-for-your-Brain-2and I find the harder I work, the more I have of it


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband