Hjólinu hennar Chloe var stolið !

Chloe á GXS 250Á meðan Chloe var í heimsókn hjá mér hér á Rhodos fékk hún þær leiðinlegu fréttir að hjólinu hennar hefði verið stolið. Þetta gerðist að nóttu til en hjólið var læst á báðum hjólum þar sem það var fyrir framan húsið hennar í Newcastle - einfaldlega klippt með stórum klippum á báða lásana. Þetta er mikil sorg sem ég skil vel því þetta er fyrsta mótorhjólið sem hún eignast og hún hafði tekið miklu ástfóstri við. Hjólið er árgerð 1980 og því orðið hálfgerður safngripur og það eina eintakið af þessari gerð sem til er í Bretlandi.
Hún hefur verið dugleg að auglýsa eftir hjólinu bæði á netinu og eins út um allt og ég vona svo innilega að það komi í leitirnar sem allra fyrst. Ef einhverjir, sem lesa þetta eru búsettir í Bretlandi eða hafa þar góð sambönd mega þeir gjarnan hjálpa Chloe að fá til baka "ástina sína"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband