Góðir vinir í heimsókn

Góðir vinir á góðri stundÓli Már og synir hans tveir Bjarki Már og Ólafur Ægir eru í heimsókn hjá mér þessa vikuna. Komu s.l. laugardag. Ungu mennirnir fórnuðu menningarnótt fyrir Rhodos og hafa í staðinn verið að taka inn Gríska menningu. Í gær komu þeir með mér í ferð um Rhodosborg og tóku sögu borgarinnar og ekki síst riddarana beint í æð. Í lok ferðarinnar snæddum við hefðbundna gríska smárétti á einni af bestu Tavernum gömlu borgarinnar.
Í gærkvöldi fórum við út að borða og hafði Bjarki Már þá á orði að þetta væri þegar orðin merkileg ferð fyrir þá þar sem engin pizza hefði enn verið borðuð. Í kvöld ætlum við að elda lambahrygg sem þeir feðgar komu með að heiman. Það verður mikil veisla fyrir mig og vonandi þá líka.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Flott mynd af glæsilegum Austfirðingum.

Jón Halldór Guðmundsson, 26.8.2008 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband