Jæja, þá er sumarbúðunum lokið að þessu sinni og ég er kominn heim í heiðardalinn. Útivistin varaði í fjóra mánuði að þessu sinni og þeir voru auðvitað allt of fljótir að líða. Brottförinni frá Rhodos seinkaði töluvert og í staðinn fyrir að fara í loftið um kl. 16 á laugardeginum fórum við kl. 04 aðfararnótt sunnudagsins. Vélin lenti fyrst á Akureyri og þar var °0 eins og veðruspáin hafði gert ráð fyrir. Við lentum svo loksins í Keflavík um kl. 11 á sunnudeginum. Hef aðallega sofið síðan en náði þó að vakana í morgun til að far í klippingu til Sigrúnar á Hársögu.
Núna hefur sem sagt alvaran tekið völdin og ég er kominn til starfa á skrifstofuna mína og allt að fara í fullan gang. Töluvert bókað af námskeiðum næstu daga svo betra getur þetta ekki verið. Meira fljótlega.
Vinir og fjölskylda | 17.9.2007 | 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)


Vinir og fjölskylda | 14.9.2007 | 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og heimsbyggðinni er vafalaust kunnugt hefur Gylfi minn verið upptekinn að undanförnu viða að koma á laggirnar skemmti- hljómleikastaðnum ORGAN, sem mér skilst að hafi tekist með ágætum. Nú las ég það áðan á síðu Popplands að tónleikar með Kimono væri í uppsiglingu og sjálfsagt að benda vinum og ættingjum og raunar landsmönnum öllum á tónleikana því viðburður sem þessi hlýtur að teljast til meiriháttar menningarviðburðar og spurningin er, verður "Hvíta albúm" Bítlanna toppað að nýju? Ég er að sjálfsögðu mjög stoltur af syninum því sjálfur hafði ég aldrei erindi sem erfiði í tónlistinni þrátt fyrir tilraunir í marga áratugi.
Textann, sem hér er fyrir neðan, fékk ég að láni af Popplandssíðu RUV og ég þykist vita að Óli Palli og Palli Magg og allir aðrir Pallar munu fyrirgefa mér ritstuldinn:
Tónleikar: Kimono, Bertel! & Dj Hero´s Trial
Hvar: Organ, Hafnarstræti 1-3, bakhús - 101 Reykjavík
Hvenær: Miðvikudaginn 19. september kl 21:00
Hversu mikið: 1000 kr
Hér er kunngjörnt að hin "virta" rokkhljómsveit Kimono hefur ákveðið
að blása til tónleika á skemmti - og tónleikastaðnum Organ,
miðvikudaginn 19. september.
Kimono hefur ekki komið almennilega fram á Íslandi í háa herrans tíð,
nánar tiltekið í yfir heilt ár. Þess í stað hefur sveitin skriðið
undir yfirborðið, þar sem henni líður og hvað best, og stundað
lagasmíðar og eróbikkæfingar af mikilli ákefð í hljóðveri sínu í
kjallara bakarís, þar sem hún hefur verið að vinna í nýrri breiðskífu,
þeirri fjórðu á ferlinum. Hafa þeir verið að skapa sér nýjan hljóm
eftir hinar ýmsu tilraunir til að forðast það að líkjast sér sjálfum.
Þetta er, þrátt fyrir allt, það eina sem þeim hefur mistekist. Kimono
hafa enda fyrir löngu skapað sér sinn eigin hljóm, byggðan á grípandi
en dularfullum gítarvafning þeirra Alex MacNeil og Gylfa Blöndal, við
þéttan og útsmoginn hrynjanda Kjartans Braga Bjarnasonar og Halldórs
Arnar Ragnarssonar. Sá síðastnefndi yfirgaf herbúðir Kimono á
vordögum, með það fyrir huga að gera myndlist að aðalstarfi og í hans
stað hefur Árni Hjörvar Árnason mannað bassann. Árni þessi er hvað
þekktastur fyrir að vera liðsmaður hinnar ofurvirtu en vanvirku
Future Future.
Kimono var stofnuð upp úr síðrokkssveitinni Kaktus árið 2001 og það
sama ár gáfu þeir út fjögurra laga EP plötuna "Kimono Ep", sem vakti
vonir gagnrýnenda um komu nýrra strauma í íslensku rokki.
Árið 2003 gáfu þeir svo út sína fyrstu breiðskífu, "Mineur Aggressif"
við mikið lof og var sveitin í kjölfarið tilnefnd sem bjartasta vonin
á Íslensku Tónlistaverðlaununum árið 2003.
Ekki kom annað til greina hjá Kimono-liðum en að toppa sjálfa sig og
2005 kom út skífan Arctic Death Ship við óstöðvandi og nánast óþolandi
lof gagnrýnenda. Var sú plata tilnefnd sem rokkplata ársins á Íslensku
Tónlistarverðlaununum. Botninn tók úr þegar ónefndur gagnrýnandi líkti
plötunni við Hvíta Albúm Bítlanna. Hófst í kjölfarið ráðagerð um
flótta sveitarinnar á önnur mið, enda ljóst að starfi þeirra væri
lokið hér á eyjunni okkar smáu.
Stefnan var sett á Þýskaland, en þar kom sveitin sér upp bækistöðvum í
stærsta inniflytjendahverfi Berlínar og gerði þaðan út
tónleikaferðalög, milli þess sem þeir reyndu, með góðum árangri, að
brjóta á bak aftur málaferli út af ólöglegri notkun á nafninu Kimono.
Skemmst er frá því að segja að hinir íslensku Kimono unnu að lokum.
Í Þýskalandi stjórnuðu þeir útgáfu "Arctic Death Ship" í Evrópu, en
þar var hún gefin út af Rough Trade. Fengu þeir enn og aftur mikið lof
fyrir skífuna þar á slóðum og ferðuðust grimmt víða um Evrópu og
spiluðu. Meðal áfangastaða, fyrir utan Þýskaland, voru lönd eins og
Austurríki, Sviss, England og Írland.
Eftir vel heppnaða herferð í Þýskalandi snéru Kimono heim í þeim
erindagjörðum að finna sína skapandi hlið, enda Þýskalandsdvölin verið
annasöm og ekki gefið mörg tækifæri til lagasmíða. Eftir heimkomuna
gáfu þeir út hina tilraunakenndu "Curver+Kimono" og efndu til
heljarinnar útgáfuveislu, með ljósmyndasýningu og 3 tíma
spunatónleikum í reykmettuðu gallerí. Fengu þeir langþráða útrás
fyrir "experimental" hliðina og í kjölfarið var ákveðið að hefja
lagasmíðar á fjórðu breiðskífunni. Í þetta skiptið var lagt upp með
það að gera "aðgengilega" plötu, s.s. reyna að fara eins langt frá
"Curver+Kimono" og mögulegt var.
Sú plata er enn í smíðum og er markið sett á vorið 2008 með útgáfu í huga.
Fyrsti "tíserinn" af plötunni er þegar farinn að hljóma á einhverjum
útvarpsstöðvum en þar er á ferðinni lagið "Wire." Er það einnig
fáanlegt á Grapewire:
http://www.smekkleysa.net/en/album/189
Á tónleikunum þann 19. september ætla þeir að prufukeyra nokkur ný lög
af téðri væntanlegri plötu í bland við gömul.
Einnig mun hljómsveitin Bertel koma fram en þeir hafa verið að vekja á
sér athygli fyrir afar hresst hljóðgervlarokk í anda Devo, og gáfu
þeir nýlega út 7 laga plötu sem vert er að kynna sér.
DJ Hero´s Trial, sem þrátt fyrir nafnið, er ekki plötusnúður , mun
spila afar hressandi Drone tónlist með Math ívafi. Spáið í því.
Fyrir og eftir tónleika mun DJ Múskat, fyrrverandi bassasnúður Kimono,
þeyta skífum í hausa viðstaddra og lofar hann danskennslu fyrir þá sem
fá spor þekkja.
Tenglar:
kimono: www.myspace.com/kimono
http://www.kimono.is/
http://www.smekkleysa.net/
Vinir og fjölskylda | 12.9.2007 | 05:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú eru bara örfáir dagar eftir hér á Rhodos, heimflugið er næsta laugardag. Svolítið óvenjulegt heimflug að þessu sinni. Flogið frá Diagorasarflugvelli til Akureyrar og þaðan til Keflavíkur. Þetta er haft svona vegna þess að núna eru hjá okkur 170 menntaskólanemar frá Akureyri.
Veðrið í september hefur verið betra en gott, það hefur "kólnað" svolítið sem þýðir að betra getur þetta ekki verið. Ég var að skoða veðurspána heima fyrir æstu viku og það er allt útlit fyrir að þegar við lendum á Akureyri verði hitastigið 0° ! Hvað um það ég er fullur tilhlökkunar og mín bíður hellingur af verkefnum strax á mánudeginum eftir heimkomu.
Þessa dagana erum við að ganga frá og ég er byrjaður að pakka niður. Svo eru kveðjustundirnar öll næstu kvöld. Í kvöld með eigendum læknaþjónustunnar okkar hér á Rhodos, annað kvöld með innlendu leiðsögumönnunum sem hafa aðstoðað okkur í sumar og svo ætlum við að vera með kveðjuhóf hér í Diagorasar Strata fyrir Marios, umboðsmanninn okkar. Við fengum lambalæri að heiman og það verður eldað á íslenska vegu með brúnuðum kartöflum, brúnni sósu, rabbabarasult, Ora-baunum og allt. Svo þarf auðvitað að kasta kveðju á ótal fleiri því hér hafa allir sem við störfum með verið okkur einstaklega hjálplegir. Hér býr sennilega þolinmóðasta og geðprúðasta fólk í heimi. Ég kveð Rhodos með söknuði af þessum ástæðum og morgum öðrum.
Sem sagt, heimkoma laugardaginn 15. sept. kl. 22.
Vinir og fjölskylda | 11.9.2007 | 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi skemmtilega frétt er um norðmenn sem ætla til Rhodos en lenda í Rhodez í Frakklandi vegna z í stað s.
Í gærkvöldi fór ég á einn af uppáhalds veitingastöðunum mínum í Rhodosborg, RED. Við hliðina á RED er norski barinn "Orginale Norske Baren" og þar beint á móti er "Suomalainen Baari Demis" eða finnski barinn, sem ég var ákveðinn í að kíkja á eftir matinn til þess að fylgjast með Finnunum dansa tangó. Atvikin höguðu því þannig til að ég lenti fyrst inn á norska barnum vegna þess að þjónninn kallaði í mig. Ég stoppaði ekki lengi þar vegna þess að gestir staðarins, trúlega Norðmenn, voru svo niðurdregnir að það var engu líkt. Aumingja fólkið sem villtist til Frakklands í stað Rhodos hefur því ekki misst af miklu ef allir Norðmenn sem hér dvelja eru svona sorgmæddir.
Á finnska barnum var staðan allt önnur, svo sem ekki mikil gleði en þarna er karaoke sem Finnarnir notuðu óspart jafnvel þó hæfileikarnir væru mis miklir og hvert einasta lag var í tangótakti og dansgólfið troðfullt af tangódönsurum með fullt af hæfileikum. Ég fylgdist með þessari skemmtun í dágóða stund og eftir að hafa hlustað á og fylgst með "Ó Jósep, Jósep hvar er karlmannslundin" stóð ég loks upp og hélt heim á leið.
![]() |
Afdrifarík stafsetningarvilla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | 6.9.2007 | 06:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinir og fjölskylda | 30.8.2007 | 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta hafa verið góðir dagar að undanförnu. Var sem sagt á Krít um síðustu helgi og það var ekki amalegt. Marios vinur minn hafið reddað mer gistingu á stað austarlega á eyjunni sem heitir Agios Nikolaos eða Nikulásarflói, undra fallegur staður, rólegur og með vandaða þjónustu. Hótelið sem ég bjó á heitir St. Nicolas Bay Resort Hotel and Villas http://www.stnicolasbay.gr/home/index.htm (þið verðið að skoða þessa síðu til að skilja hvað ég er að tala um). Þarna dvaldi ég sem sagt á einhverju því besta hóteli sem ég hef nokkru sinni komið á. Ég borðaði mikið, las bók Braga Ólafssonar, Sendiherrann, mér til mikillar ánægju, svaf, synti (í einkasundlauginni) og naut þess að hvíla mig eftir annasamt sumar. Þetta gat ekki verið betra. Þarna fékk ég að kynnast einverju því besta og kunnáttu mesta hótelstarfsfólki sem ég hef hitt. Ég gef Agio Nicolaos og St. Nicols Bay Hotel hiklaust 10 af 10 mögulegum. Á leiðinni á flugvöllinn þegar ég fór heim aftur kom ég við í bænum Heraklion, þar sem flugvöllurinn er og skoðaði miðbæinn með ég beið eftir flugi heim.
Í gær fór ég svo í fyrsta skipti til Symi, lítillar eyju hér í norðri. Symi er svo sannarlega öðruvísi og byggingarnar allar yfir eitthundrað ára gamlar í nýklassískum stíl. Höfuðstaðurinn Symi er talinn eitt fallegasta þorp á gjörvöllu Grikklandi.
Þegar þetta er skrifað er rétt rúmur hálfur mánuður þangað til ég held heim til Íslands og þar sem dagarnir eru svo fljótir að líða þá er það nánast á morgun eða hinn. Hér er enn yfir 30 stiga hiti (sennilega nær 35), og sem betur fer er búið að ná tökum á skógareldunum á meginlandinu en grikkir syrgja fallna.
Vinir og fjölskylda | 30.8.2007 | 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er staddur á Grísku eyjunni Krít um helgina og hér er fólk felmtri slegið yfir þeim miklu náttúruhamförum sem nú geisa á Peloponnisos skaga. Ég er sem betur fer í góðri fjarlægð frá þessum ósköpum en í morgun mátti vel greina reykinn og smá fnykur var í loftinu. Eyjaskeggjar hér eru miður sín og sumir mjög reiðir. Vitað er að flestir eldarnir eru af manna völdum og sumir hér taka svo sterkt til orða að þeir vildu sjálfir sjá um að refsa þeim.
Fyrir fáum árum var ég staðsettur í Portúgal þegar þar geisuðu einhverjir mestu skógareldar þar í sögu landsins og að vera í námunda við þær gríðarlegu náttúruhamfari var mikil lífsreynsla. Hér vona allir að það náist sem fyrst að ráða niðurlögum eldanna en vita jafnframt að það verður erfitt þar sem veðurspáin fyrir næstu daga er mjög óhagstæð - áfram mikill hiti og vindasamt. Ég fer aftur Rhodos eftir helgina.
Vinir og fjölskylda | 26.8.2007 | 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinir og fjölskylda | 21.8.2007 | 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég rakst á þessa skemmtilegu frétt á mbl.is en hef ekki séð greinina sjálfa í Morgunblaðinu. Það er gaman að segja frá því að hér á Rhods hafa hundruðir íslendinga skoða mannvirki og söguslóðir riddaranna í sumar. Á hverjum mánudegi förum við í skoðunarferð um Rhodosborg og förum þá inn í gamla borgarvirkið, sem riddararnir reistu og göngum um riddarahverfið.
Riddararegla heilags Jóhannesar er sögð hafa keypt eyjuna Rhodos árið 1309 og réðu hér ríkjum í yfir 200 ár eða allt til ársins 1522 þegar 100.000 manna her Tyrkja vinnur loks sigur á 650 riddurum. Þetta segir ekkert til um herkænsku riddarana sem höfðu náð að verjast alllengi heldur um varnarmátt virkisins sem þeir höfðu reist umhverfis borgina. Riddararnir flúðu héðan fyrst til Kýpur og síðan til Möltu og hafa eftir það verið kallaðir Mölturiddarar. Hér á Rhodos reistu riddararnir mikið af köstulum og virkjum en aðalhlutverk þeirra var að annast sjúka og þá sem minna máttu sín. Rhodosbúar bera mikla virðingu fyrir sögu riddarana hér enda er hún bæði mikil og merkileg.
![]() |
Íslendingur sleginn til riddara í reglu Mölturiddaranna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | 12.8.2007 | 06:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Gísli Blöndal
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
Ía Jóhannsdóttir
-
.
-
Einar Bragi Bragason.
-
Grétar Örvarsson
-
Gísli Tryggvason
-
Ingólfur H Þorleifsson
-
Jón Axel Ólafsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Magnús Ragnar Einarsson
-
Morgunblaðið
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
TómasHa
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Guðrún Katrín Árnadóttir
-
Hörður Hilmarsson
-
Jón Gerald Sullenberger
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Krummi
-
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
-
Óttar Felix Hauksson
-
Seyðfirðingar
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Skuld bókabúð
-
Þórir S. Þórisson
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar