Grikkland logar - fnykur í lofti

Ég er staddur á Grísku eyjunni Krít um helgina og hér er fólk felmtri slegið yfir þeim miklu náttúruhamförum sem nú geisa á Peloponnisos skaga. Ég er sem betur fer í góðri fjarlægð frá þessum ósköpum en í morgun mátti vel greina reykinn og smá fnykur var í loftinu.  Eyjaskeggjar hér eru miður sín og sumir mjög reiðir.  Vitað er að flestir eldarnir eru af manna völdum og sumir hér taka svo sterkt til orða að þeir vildu sjálfir sjá um að refsa þeim. 

Fyrir fáum árum var ég staðsettur í Portúgal þegar þar geisuðu einhverjir mestu skógareldar þar í sögu landsins og að vera í námunda við þær gríðarlegu náttúruhamfari var mikil lífsreynsla.  Hér vona allir að það náist sem fyrst að ráða niðurlögum eldanna en vita jafnframt að það verður erfitt þar sem veðurspáin fyrir næstu daga er mjög óhagstæð - áfram mikill hiti og vindasamt.  Ég fer aftur Rhodos eftir helgina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband