Gleðilegt nýtt ár í Karabískahafinu

Sendi öllum ættingjum mínum og vinum góðar áramótaóskir héðan frá Dóminíska lýðveldinu.

Það er heldur að lengjast í mér hérna niðurfrá. Chloe fór til englands þann 29. des. og Erla fór heim til Íslands þann 30. des. og lenti heima á gamlársdag.  Árið byrjaði ekki mjög vel hjá okkur þar sem á nýjársnótt kviknaði í bílageymslunni okkar. Mér skilst að bíllinn hennar hafi sloppið en við vitum ekki enn hvort einhverjar skemmdir hafi orðið á dóti sem við erum með þar í geymslu.

Núna er áætlað að ég komi heim þann 19. jan. en reynslan hefur kennt mér að það getur breyst á síðustu stundu en þetta er alla vega áætlunin nú um stundir.

Góðar kveðjur til allra sem þetta lesa 


Jól í Karabískahafinu - Gleðileg jól

Kæru vinir og ættingja. Við Erla og Chloe sendum ykkur öllum okkar allra bestu jóla og nýjárskveðjur héðan frá Dóminíska lýðveldinu.  Við unum hag okkar ágætlega hér um slóðir. Í staðinn fyrir jólasnjó fengum við smá rigningu í morgun (aðfangadag) en þegar þetta er skrifað stefnir allt í sól, sjó og sand og síðan verðu glæsilegur jólakvöldverður hér á hótelinu. Enn og aftur. Gleðileg jól til allra

Aðventan á Kúbu og jólin í Dóminíska lýðveldinu

 

cubaSkjótt skipast veður í lofti sagði veðurfræðingurinn.  Á miðvikudag held ég til Kúbu og ætla að vera þar við störf næstu tvær vikurnar. Ekki svo að skilja að ég ætli að aðstoða Kastró við að fresta jólunum öðru sinni, heldur ætla ég að aðstoða fararstjóra Heimsferða við að þjóna íslenskum ferðamönnum, sem þar dvelja og ætla trúlega að halda jólin á réttum tíma á Íslandi.  Á Kúbu verð ég til 18. desember og held þá til eyjunnar Hispaniola, þar sem ríkin tvö Haiti og Dóminíska lýðveldið deila landi. Dóminíska 2/3 hluti eyjunnar og Haiti 1/3.  Þangað koma fyrstu farþegar Heimsferða þann dag og reiknað er með að um 400 íslendingar dvelji þar um jólin.

Dominican RepÞað var Kristófer Kólumbus, sem kom fyrstur Evrópumanna  til eyjunnar þann 5. desember árið 1492 og þegar hann koma þangað ári síðar gerði hann hana að spánskri nýlendu.  Höfuðborg Dóminíska lýðveldisins er á suður strönd inni og heitir Santo Domingo eftir heilögum Dominik (Saint Dominic). Íbúar landsins eru rétt innan við 10 milljónir, tala spænsku og eru flestir kaþólskir.

Hótelin okkar eru á norður hluta eyjunnar, á Playa Dorada ströndinni skammt frá Puerto Plata. Nafnið þýðir "silfurhöfn" og sagan segir að Kristófer Kólumbus hafi gefið bænum nafnið er hann sá pálmablöðin í hlíðinni glitra sem silfur í sólskininu er hann sigldi inn í höfnina.

Jól á ströndinniÍ Dóminíska lýðveldinu verða sem sagt jólum og áramótum fagnað að þessu sinni. Engar rjúpur, ekkert hangikjöt, ekkert malt og appelsín og örugglega ekki hvít jól.  En vafalítið kemur eitthvað annað gott í staðinn "en hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá. En eitt er víst að alltaf verðu ákaglega gaman þá".   


Nýjar myndir á blogginu

Ljódmyndarinn í FeneyjumÉg hef verið að dunda við það að setja inn nýjar myndir á bloggið mitt. Vonandi verð ég enn duglegri á næstunni því nóg er plássið.

Elsa lögð af stað í næsta verkefni

 

S laga skurðurElsa hafði samband við mig í gærkvöldi og sagði mér að hún hefði byrjað fyrstu lyfjatörnina á mánudagskvöld.  Hún bar sig skrambi vel og sagði að ef þetta yrði ekki verra þá þakkaði hún sínu sæla.  Að sjálfsögðu fylgja þessu ógleði og vanlíðan.  Fyrst eftir lyfjatöku sagði hún að maginn hefði verði eins og sinueldur og hún hefði töluverðan brjóstsviða en hún er með lyf sem eiga að slá á þetta og vonandi virka þau.  Eins má búast við að hún finni fyrir mikilli þreytu þegar líður á. En Elsa er hetja eins og ég sagði líka um Birnu mína um daginn þegar hún bað mig að lýsa sér í einu orði; hetja sagði ég og það á við um þær báðar.  Þess má til gamans geta, þó það sé auðvitað ekkert gamanmál að lyfjaskammturinn hennar fyrir eina viku kostar um 3.500 $ og sem betur fer eru tryggingamálin þeirra í góðu lagi.  Afi með börnunumGylfi er núna úti hjá þeim systrum og segir Elsa að það sé mikil hjálp í að hafa hann. Gylfi ætlar að vera fram undir Thanksgiving og svo sjáum við til með framhaldið.
Fjölskyldan gaf mér þessa líka fínu myndavél áður en ég fór heim og myndirnar sem fylgja hér voru teknar á hana. Ástar þakkir elskurnar mínar.


Ein af 50 bestu heimasíðunum að mati Times

i2y_myspacefriend

 

http://www.imtooyoungforthis.org/


Takk fyrir ómetanlegan stuðning

jitcrunchÉg held heim til Íslands í dag með sömu vél og Gylfi kemur með. Okkur finnst að áfangasigri sé náð og full ástæða til að þakka fyrir allan stuðninginn sem við höfum fengið bæði að heiman frá Íslandi og eins öðrum.  Margir hafa sent tölvupóst og aðrir hringt.  Sérstaklega viljum við þakka fjölskyldunni okkar heima fyrir alveg ómetanlegan stuðning og bænir.  Mig langar líka að nefna Fríðu Valdimars á Seyðisfirði, Þóru Katrínu á Ítalíu, Íu og Þóri í Prag, Óla Már, Ingimar,  Magga Einars, Pétur Pétursson, Þröst og Klöru og blogg-vini.  Orð fá því ekki lýst hve mikilvægur stuðningur ykkar hefur verið okkur öllum. Hjartans þakkir.


Lyfjameðferð er niðurstaðan

Viðtalinu við læknana á Thomas Jefferson Hospital var að ljúka rétt í þessu.  Elsa var að hringja og er afar sátt við niðurstöðurnar og það erum við líka.  Ákveðið er að hún fari í lyfjameðferð, sem okkur hefur fundist mun betri kostur en geislameðferð svo ég tali nú ekki um ef hún hefi þurft hvoru tveggja.  Lyfjameðferðin þýðir að hún tekur inn lyf 5 daga í mánuði og gæti það tímabil í versta falli P4281139varað í tvö ár.  Mér heyrðist á henni að hún hugsaði sér að byrja sem allra fyrst því þá ætti hún t.d. ekki að vera á lyfjum um jólin. Búast má við einhverjum aukaverkunum en hverjar þær verða veit ég ekki enn.  Hún sagði mér í morgun að hún væri fyllilega tilbúin að takast á við þetta verkefni og við erum öll full bjartsýni á að með þessu takist henni að ljúka þessu. Nú er bara að koma lífinu á Stauffer Road 218 í takt við þessa niðurstöðu og ef það tekst með góðri hjálp þá erum við í góðum málum.  Meira seinna þegar Elsa og Mike eru komin heim og við búin að fá frekari upplýsingar.

Niðurstöðurnar komnar

fr1751Ágætur dagur að baki.  Mike og Birna í vinnunni, Raquel, Victor og Michael í skólanum og við Elsa heima með Sonju.  Um hádegið keyrðum við til Everson til þess að versla smávegis og ég var að vonast til að sjá eitthvað af Amish fólkinu sem býr þar í grenndinni en var ekki að ósk minni í þetta skiptið.  Skömmu eftir að við komum heim var hring frá sjúkrahúsinu í Philadelphia og Elsu sagt að loka niðurstöður úr rannsókninni væru komnar og tíminn hjá læknunum kl. 10:30 stæði.  Þetta þótti okkur góðar fréttir því þá er biðin á enda. Hún ætlar að hringja í okkur um leið og viðtalinu er lokið og segja okkur í grófum dráttum um hvað framhaldið snýst og þá set ég þær upplýsingar strax inn á síðuna. Góðar kveðjur til allra heima og út um allt.

Ekki frekari fréttir fyrr en á fimmtudag eða föstudag

Biðin í dag hefur verið okkur dálítið erfið. En nú er loksins komið svar sem er í rauninni ekkert svar.  Endanlegar niðurstöður úr rannsókninni eru ekki komnar enn. Samt sem áður er búið að setja upp tíma fyrir Elsu á sjúkrahúsinu í Philadelphia á föstudaginn kl. 10:30. Þá á hún að hitta krabbameinslækninn og ef niðurstöðurnar verða ekki komna á fimmtudag verður þessum tíma frestað.  Við stöndum samt enn öll í þeirri meiningu að þessi fundur snúist fyrst og fremst um framhaldsmeðferð. Hvaða leiðir verði farnar og hvernig. Við erum líka sannfærð um að læknarnir fari vel yfir alla hluti og ráðleggi henni aðeins það besta. Tímann þangað til notum við eingöngu til að byggja okkur upp og gerum okkar besta í þeim efnum.  Á morgun fara Victor, Michael og Raquel aftur í skólann en Sonja á frí frá skólanum sínum alla þessa viku.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband