Vonandi koma niðurstöður í dag

 

Við bíðum enn eftir hringingu frá læknunum á Thomas Jefferson University Hospital. Í dag er þriðjudagur og við áttum alveg eins von á að þeir mundu hringja í gær en ekkert gerðist.  Þeir hljót því að hafa samband í dag.  Okkur skildist að um leið og  loka niðurstöður mundu liggja fyrir yrði tekin ákvörðun um hvað gerðist næst en þetta virðist ætla að dragast eitthvað. Af hverju vitum við ekki.  Þessi bið tekur töluvert á en við reynum að bera okkur vel.  Krakkarnir eru í skólafríi í gær og í dag þannig að það er heldur erilsamara yfir daginn en venjulega.

Við höfum verið að lesa okkur til eins og við getum og það er af nógu að taka ef maður leitar á netinu. Hér er krækja á mjög góðan upplýsingavef http://206.71.171.170/TreatmentFAQ/ og þessi pdf. bæklingur The Essential Guide to Brain Tumors   er mjög góður.

Planið hjá mér er að taka flugvélina heim á laugardag eða sömu vél og Gylfi kemur með og ég vona að það gangi eftir en þá verðum við að vera búin að fá að vita allt um framhaldið. Meira vonandi seinna í dag en athugið að nú er búið að breyta klukkunni þannig að nú munar 5 klukkustundum á okkur og tímanum heima.


Öfgar í Ameríku

 

usa-flag-photojpgFjölskyldan okkar tengist með margvíslegum hætti Bandaríkjunum.  Erla flutti þangað ung að árum og bjó í New York nánast óslitið í um 18 ár.  Chloe er fædd á Manhattan í desember 1981 en fluttist til Íslands tæplega 4 ára gömul. Elsa, Birna og Gylfi fóru öll vestur til Ameríku á unglingsárunum til árs dvalar og Birna var sú eina sem ekki kom aftur enda kynntist hún indælum strák David Albert og þau giftu sig í desember árið 1997.  Elsa og Mike Rosenwald kynntust á Íslandi, giftu sig þar og byrjuðu sinn búskap en fluttu þaðan til Spánar og bjuggu þar í þrjú ár og þar er Victor Axel fæddur. Þaðan fluttu þau til Íslands og loks til Bandaríkjanna í nóvember árið 2000.

Birnu og Dave eignuðust son, Michael Gísli, 30. mars 1998 og þau voru að byrja að koma sér fyrir í lífinu þegar mikið áfall dundi yfir.  Dave var að aka heim að kvöldlagi ásamt félögum sínum af hljómsveitaræfingu þegar ráðist var á þá og þeim viðskiptum lauk með því að Dave lét lífið. Í frétt Morgunblaðsins frá 1. maí 1999 segir:
 "Ódæðismaðurinn laus gegn tryggingu.  BANDARÍKJAMAÐURINN sem lést í Bristol í Pennsylvanínu á þriðjudag af völdum áverka eftir hamarshögg hét David Albert og var tuttugu og sex ára gamall. David starfaði sem tónlistarmaður og var meðlimur í rokkhljómsveitinni Plug Ugly. Eiginkona hans er íslensk, Birna Blöndal Albert, og eignuðust þau einn son, Michael Gísla."

Það fyrsta sem vakti athygli mína þegar ég kom til Birnu eftir þennan hroðalega atburð var að húsið var allt fullt af mat. Fullt af mat sem nágrannar hennar höfðu útbúið og komið til hennar með þeim skilaboðum að hún hefði um allt annað að hugsa.  Ótrúlega mikill annar stuðningur kom frá allskonar fólki sem bæði þekti mikið og lítið til þeirra Birnu og Dave.  Ég man vel að þá kom þessi hugsun upp í huga mínum "ÖFGAR Í AMERÍKU".  Mér var samt fullljóst að allur sá mikli stuðningur sem við fundum var afar vel meintur og hann var þegin með þökkum.

Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta núna er að aftur er ég staddur í Bandaríkjunum og nú vegna veikinda dóttur minnar Elsu, sem gekkst undir heilaskurðaðgerð s.l. föstudag þar sem fjarlægt var óvelkomið krabbameinsæxlis. Hún kom heim af spítalanum á sunnudag fyrir viku og síðan þá hafa nágrannarnir verið að fylgjast með líðan hennar og framvindu mála og án afláts boðið fram aðstoð af öllu tagi.  Síðan þá hefur ekki verið eldað í húsinu númer 218 við Stauffer Road því nágrannarnir sjá um það.  Milli klukkan fjögur og fimm á hverjum degi kemur einhver þeirra færandi hendi. "Þið hafið um allt annað að hugsa en elda mat". Og þetta eru sannkallaðar veislur með öllu tilheyrandi.  Nú rétt í þessu kom kvöldveislan fyrir daginn í dag.  Það sem ég kalla "öfgar í Ameríku" eru auðvitað engir öfgar heldur ótrúleg samhjálp, samstaða, ástríki og náungakærleikur, sem er ekki venjulega það sem maður hugsar þegar Ameríka er nefnd á nafn heima á Íslandi árið 2007. "Maður líttu þér nær".  Við erum líka afar þakklát fyrir allan þann mikla stuðning sem við njótum frá fjölskyldum okkar ogvinum. Allt þetta góða fólk hefur verið óþreytandi í að vera í sambandi við okkur, fylgjast með og styðja okkur og styrkja og fyrir það er þakkað.


Verkefni til að takast á við framundan

Elsa og Mike áttu langan og góðan fund með læknunum á Thomas Jefferson spítalanum í Philadelphia í dag. Endanleg niðurstaða er ekki komin en kemur á þriðjudaginn.  Samt er ljóst að um krabbameinsæxli var að ræða og aðgerðin við að fjarlægja það tókst vel.  Samt sem áður þarf hún á áframhaldandi meðferð að halda en hvernig vitum við ekki fyrr en á þriðjudaginn.  Þrír möguleikar eru í stöðunni:  Lyfjameðferð eða geislameðferð og hugsanlega hvoru tveggja.  Verði um lyfjameðferð að ræða þarf hún að taka lyf inn fimm daga í hverjum mánuði (kimo theraphi) og nákvæmlega hvað hliðaráhrif lyfin muna hafa vitum við ekki fyrr en lyfjataka er hafin.  Gera má ráð fyrir að þetta taki a.m.k. eitt ár.  Geislameðferð verður erfiðari þar sem hún þarf þá að fara í hana á Jefferson spítalanum í Philadelphia og þangað er meira en klukkustundar akstur.  Geislameðferðina þarf hún að fara í daglega í sex vikur og tekur hún þrjár klukkustundir á dag.  Hliðaráhrifin eru líklega töluvert meiri og hver þau verða vitum við ekki fyrr en meðferðin er hafin.  Þriðji kosturinn er að hún þurfi að fara bæði í lyfja- og geislameðferð en auðvitað vonum við öll að til þess komi ekki. Læknarnir sögðu að um leið og endanleg niðurstaða liggur fyrir á þriðjudaginn hefjist næsti kafli í þessu verkefni okkar hver svo sem hann verður.

Birna hefur ákveði að hætta allri vinnu a.m.k. næstu mánuðina og flytja alfarið til Elsu og Mike og vera þeim til aðstoðar þangað til við sjáum hver framvindan veður.  Gylfi er væntanlegur hingað laugardaginn 10. nóvember og ætlar að hjálpa til eins og hann getur og vera hér fram að Thanksgiving.

Thomas Jefferson University Hospital 2Við erum öll sannfærð um að framundan séu verkefni sem við þurfum að takast á við með jákvæðu hugarfari og bjartsýni og þá muni okkur ganga allt í haginn. Við megum heldur ekki gleyma því að hún er í eins góðum höndum og mögulegt er og sennilega með bestu lækna í heimi.

Þrátt fyrir þetta átti Elsa sinn besta dag í dag frá því í New York sunnudaginn 21. október.  Fyrstu lotu er lokið með áfangasigri og við ætlum okkur sigur í öllum næstu verkefnum hver svo sem þau verða.


Bandríkjamenn hafna allri efnahagsaðstoð frá mér

 

Þegar ég kom til Bandaríkjanna fyrir um viku síðan átti ég í veskinu mínu nokkrar evrur, smá afgang frá því í sumar, sem ég hugðist skipta í dollara til að kaupa mér bækur eins og ég geri vanalega þegar ég kem hingað vestur.

eurosEitt það fyrsta sem ég gerði þegar ég var í Philadelphia var að fara inn í banka og bað gjaldkerann um að skipta evrunum yfir í dollarar. "Ertu með reikning hjá okkur" spurði gjaldkerinn. "Því miður ekki hægt nema þú hafir reikning". Prufaði annan banka og sama svarið. Þetta gat ég ekki skilið á annan veg en "við höfum ekki áhuga á evrunum þínum".  Birna dóttir mín bauðst til að taka evrurnar mínar með sér í sinn banka í Bristol þar sem hún er með reikning.

Þar var svarið svolítið flóknara. "Jú við getum skipt þessu en fyrst verðum við að senda evrurnar í höfuðstöðvar bankans og þú gætir búist við að fá þetta inn á reikninginn þinn eftir viku tíma. Auk þess þá þarft þú að greiða kostnað upp á ca. 50 dollara"

Enn eina fyrirspurn gerðum við hjá fólki sem hefur vit á efnahagsmálum. "Þú getur fengið þessu skipt á flugvellinum í Philadelphia en hver kostnaðurinn er veit ég ekki". Frá okkur á flugvöllinn í Philadelphia er um eins og hálftíma akstur hvora leið.  Ég tel hæpið að við förum að aka í þrjár klukkustundir til að skipta örfáum evrum og svo er olíufatið komið langt yfir 90 dollara.

4698355r59Niðurstaðan er sem sagt sú að mér er ómögulegt að styrkja efnahagskerfi Bandaríkjanna með að því að eiga við þá viðskipti.  Ég ætlaði að kaupa bækur eftir Jeffrey Gitomer, hann verður af einhverjum höfundarlaunum. Ég ætlaði að kaupa nýju bókina hans Eric Clapton og hann verður líka af höfundarlaunum og bóksalinn fær minna í kassann og trúlega verður tap hjá honum af rekstrinum í október.

Héðan í frá ætla ég ekki að hafa neina samúð með lélegu efnahagsástandi Bandaríkjamanna og slæmri stöðu dollarans gagnvart evrunni. Þeir hafa sem sagt hafnað allir efnahagsaðstoð frá mér og Bush segir ekki orð.


Frábært val

Gott hjá Ólafi að leita til Péturs.  Pétur er drengur góður og hefur staðið sig afar vel sem þjalfari og hann kann sitt fag. Óska okkur öllum til hamingju í þeirri von að Pétur taki starfið að sér.
mbl.is Pétur verður aðstoðarmaður Ólafs landsliðsþjálfara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í dag hafa börnin forgang

Þegar börnin höfðu lokið heimanáminu í gær fórum við út til að koma fyrir öllu Halloween skrautinu. Þetta var töluverð vinna því þau vildu nota allt tiltækt skraut sem til var og geymt er niðri í kjallara.  Graskerin voru tilbúin inni í bílskúr og nú var  þeim var líka komið fyrir utandyra.  Michael, Victor og Raquel taka búningana með sér í skólann en þar verður heilmikil skrúðganga síðar í dag.  Sonja fer líka með sinn búning því það er leikskóladagur hjá henni í dag.  Samkvæmt könnun sem ég sá á netinu er vinsælasti búningurinn í ár prinsessubúningur en hjá strákunum er það Spider-Man.  Michael verður Bobo Fett (úr Star Wars), Victor verður Zombie (draugur), Raquel verður Mime (látbragðsleikari) og Sonja verður Eagles-klappstýra.

Á leið í skólann á HalloweenEftir að þau koma heim úr skólanum í dag og hafa klárað heimanámið fara þau aftur í búningana og þá förum við að undirbúa að "tric-or-treat" en þá er farið hús úr húsi og snapað sælgæti.  Samkvæmt könnunni sem ég vitnaði í áðan er reiknað með að 93% barna í Ameríku taki þátt í þessum leik og ekki nóg með það heldur taka hundarnir þátt líka. Könnunin segir að vinsælasti hundabúningurinn í ár sé "Devil"  Hundurinn á þessu heimili mun ekki taka þátt að þessu sinni en fékk í staðinn að fara á snyrtistofu í gær og er harla ánægður með sinn hlut.

Elsa fer síðdegis á morgun að hitta Dr. Andrew´s, lækninn sem framkvæmdi aðgerðina og þá ætti hún líka að fá endanlegar niðurstöður um framhaldið. Annars allt gott hjá henni.

Til gamans læt ég könnunina sem ég hef vitnað í að fylgja hér með: 

"Nearly 60 percent of consumers plan to celebrate Halloween in some way, and 11% will include their pets in the fun, as 7.4 million households will dress their pet up for Halloween.
The most popular costume for Fido or Fluffy? Devil ranks No. 1 with 12%, followed by pumpkin (9.2%), witch (4.5%), princess (3.8%) and angel (3.3%).
This year's most popular children's costumes are princess (10.7%) and Spider-Man (4.8%), while adults will likely be donning a witch (16.9%) or pirate costume (3.8%).
According to the National Confectioner's Association (NCA), 93% of children will be trick-or-treating tonight, and there's a pretty good chance some candy corn will end up in their bags - more than 35 million pounds of candy corn will be produced in 2007, which is enough to circle the moon nearly 4 times"


Nú styttist í Halloween

Elsa a leid heimHéðan eru bara góðar fréttir. Hægur bati en bati engu að síður. Elsa er á mjög sterkum lyfjum, sem gera hana mjög slappa og henni finnst heilinn stundum ekki finna það sem hann á að finna en við erum sannfærð um að það sé lyfjunum að kenna (eða þakka). Að öðru leiti gengur lífið sinn vana gang, börnin í skólanum og hundurinn í snyrtingu í dag.

Nú erum við kominn í fullan gang með að undirbúa Halloween, sem er á morgun (miðvikudag). Í gær vorum við að skera út grasker og í kvöld ætlum við að klára verkið. Börnin eru búin að fá búningana sína og reiknað er með að afi labbi með þeim í hús til að sníkja sælgætið.

Halloween-afiMyndirnar sem hér fylgja með eru af Elsu um það leiti sem hún var að fara af spítalanum í Philadelphia og hina af afa með Halloween-grímuna sína. Ég er ekki frá því að hann líti betur út en venjulega.  Góðar kveðjur til allra frá okkur öllum


Enn betri fréttir frá Ameríku - Elsa komin heim

Þetta er ótrúlegt. Um kl. 12 í dag hringdi Elsa og bað okkur að koma og sækja sig á spítalann, hún mætti fara heim ! Þá voru aðeins liðnir 44 klukkustundir frá því að aðgerðin var gerð.  Það er hreint ótrúlegt að jafn mikil og flókin aðgerð skuli ekki taka meiri tíma og taki meiri ekki meiri toll af Ameríkudeildinsjúklingnum en raun ber vitni.  Elsa var líka heppin. Sjúkrahúsið í Philadelphia, sem heitir Jefferson Hospital for Neurosciens og er hluti af Thomas Jefferson University Hospital, er eitt hið besta í heimi og læknirinn hennar, Dr. David Andrews er talinn vera ein albesti heilaskurðlæknir í heimi.  Hvorki meira né minna. Betra getur þetta ekki verið.

Þegar þetta er skrifað erum við öll komin heim á Stauffer Road og allir himin sælir. Elsa er auðvitað þreytt og á að hafa hægt um sig næstu vikuna en síðan tekur við daglegt líf með uppeldi fjögurra barna og öllu sem tilheyrir. Birna ætlar að vera hjá henni næstu vikur og það verður örugglega mikil hjálp í því.


Góðar fréttir frá Ameríku

 

Við Mike vorum á spítalanum hjá Elsu í allan gærdag (laugardag). Hún liggur á gjörgæsludeild og heimsóknartímarnir eftir ákveðnu kerfi. Við fengum að vera hjá henni í hálftíma í senn, frá kl. 12 til 12:30 og svo aftur kl. 14 til 14:30 o.s.frv. Henni leið eftir atvikum en var mjög þreytt þar sem hún hafði ekkert sofið um nóttina, hafði stöðugan höfuðverk og eins fannst henni rúmið ekki mjög þægilegt.  Hún er á tveggja manna stofu og með ótal tengingar við ótal tæki og tól og tölvur.  Síðdegis var konan við hliðina á henni flutt í burtu og þá fékk hún að skipta um rúm, fékk 2007 módelið og leið mikið betur á eftir.  Við Mike fórum heim um kl. sjö og öll vorum við harla ánægð með batann því nú voru aðeins 24 stundir liðnar frá því að aðgerðinni lauk.

Elsa skökku fyrir aðgerðÉg var vaknaður snemma í morgun og Elsa hringdi um kl. átta.  Hún sagðist hafa náð að sofa dálítið í nótt og var hljóðið í henni töluvert betra en þegar við Mike fórum af spítalanum í gærkvöldi.  Höfuðverkurinn hefur minnkað og eins hefur dofinn í tungunni einnig minnkað en hún sagðist finna meira fyrir bólgum í andliti og í kring um skurðinn.  Þetta er sagt mjög eðlilegt og bólgurnar ættu síðan að fara að minnka eftir að liðnar eru 48 stundir frá aðgerðinni.  Hún á von á að hitta lækninn sem framkvæmdi aðgerðina síðar í dag og þá fær hún vonandi nákvæmari upplýsingar um framvindu næstu daga.  Sjálfur reikna ég ekki með henni heim fyrr en á mánudag eða þriðjudag en auðvitað ráðum við engu um þetta.  Birna og Mike eru að búa sig í að fara til Philadelphia og ver hjá henni í dag.  Sjálfur ætla ég að vera með krökkunum og við ætlum að reyna að eiga góðan dag saman.

Álagið á símunum okkar allra var mikið í gær (sem betur fer).  Ótrúlegur fjöldi fólks hefur verið að fylgjast með og senda góða strauma og óskir og fyrir það erum við öll ákaflega þakklát.  Elsa biður mig að skila kveðjum og þakklæti til fjölskyldu sinnar og vina okkar á Íslandi sérstaklega til afa og systra minna fyrir góðar bænir og heita strauma.  Við erum sannfærð um að nú sé þetta verkefni sem á hana var lagt að baki og bjartir tímar framundan. Alla síðustu viku er búið að rigna mikið en í dag er ekki skýhnoðri á himni og dagurinn eins fallegur og hann frekast getur orðið.


Súrir og sætir tímar í Ameríku

Það var lítið gaman að koma til Ameríku s.l. þriðjudag.  Elsa dóttir mín hafði verið lögð inn á sjúkrahús í Philadelphia þar sem fjarlægja átti nýuppgötvað heilaæxli.  Hún hafði verið í stuttri heimsókn í New York með Millu systur minni, dóttir hennar og vinkonum og þær staddar inni á veitingastað þegar hún fær skyndilega flogakast. Kallað var á sjúkrabíl en þegar hann var kominn á staðinn var bráð af henni og hún ákvað að fara ekki með honum heldur hringja í Mike manninn sinn og láta hann sækja sig til New York.

ElsaÞegar þau komu heim til Pottstawn ákváðu þau að koma við á sjúkrahúsinu þar og láta skoða málið því aldrei áður hafði hún fengið slíkt kast.  Elsa hringdi í mig eld snemma á mánudagsmorgninum og sagði mér á við rannsókn á sjúkrahúsinu hefði greinst æxli við heilann, töluverðar bólgur og eins hefði eitthvað blætt.  Fljótlega var ákveðið á flytja hana á stærra og betra sjúkrahús í Philadelphia þar sem gera þyrfti aðgerð til að fjarlægja æxlið.  Ég flaug til Baltimor á þriðjudaginn og var kominn á spítalann til hennar um kl. 10 um kvöldið. 

Á miðvikudeginum var loks ákveðið að aðgerðin yrði gerð á föstudegi og ætti að byrja kl. 10 um morguninn.  Ég var hjá henni allan fimmtudaginn því Mike maðurinn hennar var sendur heim til að reyna að sofa eitthvað en hann hafði þá nánast ekkert sofið frá því aðfararnótt sunnudags.  Við vorum öll mætt eldsnemma á sjúkrahúsið, ég, Birna dóttir mín og tengdaforeldrar Elsu, sem komið höfðu frá Buffalo til þess að aðstoða með börnin fjögur.  Það dróst síðan til kl. þrjú um daginn að aðgerðin hæfist og sú bið var okkur öllum mjög erfið. Biðin eftir að fá fréttir af skurðstofunni tók einnig mikið á og var einn súrasti tími í lífi mínu.  Um klukkan fimm fáum við loks fréttir: "It all went well". Við Mike fengum að vera hjá henni þegar hún vaknaði og það var í senn bæði súr og sætur tími.  Henni leið mjög illa og kvartaði undan miklum verkjum í höfðinu.  Læknarnir upplýstu okkur betur um aðgerðina og talið er fullvíst að aðgerðin hafi heppnast eins vel og bestu óskir okkar höfðu staðið til.  Við vorum síðan öll rekin heim um kl. tíu um kvöldið og fáum ekki að sjá hana aftur fyrr en kl. tólf á hádegi í dag, laugardag. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband