Ekki frekari fréttir fyrr en á fimmtudag eða föstudag

Biðin í dag hefur verið okkur dálítið erfið. En nú er loksins komið svar sem er í rauninni ekkert svar.  Endanlegar niðurstöður úr rannsókninni eru ekki komnar enn. Samt sem áður er búið að setja upp tíma fyrir Elsu á sjúkrahúsinu í Philadelphia á föstudaginn kl. 10:30. Þá á hún að hitta krabbameinslækninn og ef niðurstöðurnar verða ekki komna á fimmtudag verður þessum tíma frestað.  Við stöndum samt enn öll í þeirri meiningu að þessi fundur snúist fyrst og fremst um framhaldsmeðferð. Hvaða leiðir verði farnar og hvernig. Við erum líka sannfærð um að læknarnir fari vel yfir alla hluti og ráðleggi henni aðeins það besta. Tímann þangað til notum við eingöngu til að byggja okkur upp og gerum okkar besta í þeim efnum.  Á morgun fara Victor, Michael og Raquel aftur í skólann en Sonja á frí frá skólanum sínum alla þessa viku.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Elsku Gísli minn

Við Þórir sendum ykkur öllum góðar kveðjur og hugsum hlýtt til ykkar í þessari stóru baráttu.  Ía

Ía Jóhannsdóttir, 7.11.2007 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband