Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Réttur maður á réttum stað á réttum tíma

SF-ALP 2008Það er sannarlega rétt að óska Adolf og raunar allri þjóðinni með til hamingju með að hann skuli taka að sér að stýra þessum samtökum á erfiðum tíma. Adolf er mikill öðrlingur, fylginn sér og dugnaðar forkur. Hann hefur sýnt það og sannað með störfum sínum og framgömgu.
Adolf, ég hef grun um að gáski okkar og húmor eigi eftir að öðlast þyngra vægi síðar í vetur. Til hamingju.


mbl.is Adolf Guðmundsson formaður LÍÚ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórir dagar framundan. Heimsmeistarakeppni, Race For Hope og forsetakosningar

Phillies náðu ekki því markmiði sínu að verða "heimsmeistarar"´í hafnarbolta í gærkvöldi þar sem leikurinn var stöðvaður um miðbik hann vegna rigningar og roks. Honum verður haldið áfram í kvöld ef veður leyfir og því er annað spennandi kvöld framundan.
1290_1977821812_customGestir eru væntanlegir frá Buffalo. Á föstudaginn kemur systir hans Mike og hans fjölskylda og á laugardaginn koma foreldrar hans. Öll koma þau til að taka þátt í "Vonargöngunni" RACE FOR HOPE á sunnudaginn. Búist er við mörg þúsund þátttakendum og liðið okkar "Elsa´s Vikings" verður örugglega ekki minnst áberandi.
Á þriðjudag eru svo kosningarnar miklu. Þá verður kosið til fulltrúadeildarinnar og fjölda annarra embætta auk þess að kjósa næsta forseta Bandaríkjanna. Án nokkurs efa verða þetta einhverjar sögulegustu kosningar sem hér hafa farið fram og margt bendir til þess að í fyrsta skipti verði blökkumaður kosinn forseti voldugasta ríkis heims (sumir mundu efalaust segja fyrrum voldugasta). Það er mikil spenna í loftinu út af þessum kosningum og um fátt annað talað á vinnustöðum og kaffihúsum.
NOBAMAHér í Philadelphia truflar að vísu "heimsmeistarakeppnin" í hafnarbolta þessa umræðu en frambjóðendurnir og þeirra fólk halda áfram vinnu sinni þrátt fyrir það. Hér um slóðir er mikið um það að húseigendur setji skilti með nafni síns frambjóðanda á lóðir sínar og settu þær sterkan svip á umhverfið hér fyrir nokkrum dögum. En þá bar svo við að eina nóttina hurfu öll skilti með nöfnum McCain og Palin! Hér hafa sjálfsagt verið að verki stuðningsmenn Obama eða NObama eins og andstæðingar hans kalla hann.
Eitt er víst að allt verða þetta sögulegir dagar og ekki alveg ónýtt að vera staddur hér á miðju leiksviði atburðanna

Það verður allt vitlaust í kvöld ef.....

Michael GísliLoft er læviblandið hér í Philadelphia í kvöld. Það er ekki bara vegna þess að nú eru aðeins 8 dagar í forsetakosningar heldur líka vegna þess að í kvöld leika Phillies sinn 5. leik gegn Pampa Bay. Phillies hafa þegar unnið 3 leiki og Pampa Bay 1. Þetta eru úrslitaleikirnir í svo kallaðri World Series leikjaröð og er Phillies vinna í kvöld er sigurinn þeirra. Þeir verða "heimsmeistarar". Það er alveg víst að ef svo fer þá verður allt vitlaust hér í Philadelphia og sennilega um allt fylkið. Eitt er víst að dóttursonur minn Michael Gísli kætist mjög því hann er einn af allra heitustu aðdáendum liðsins. En við bíðum og sjáum til.

 


Gangið með okkur til góðs – RACE FOR HOPE

Kæru vinir og fjölskylda.

1wJSunnudaginn 2. nóvember ætlar Elsa og fjölskylda hennar og vinir að taka þátt í "vonargöngu" í Philadelphia sen nefnist The Brain Tumor Society's Race for Hope - Philadelphia. Ég ætla að sjálfsögðu að slást í hópinn, þó svo ég sé nú ekki mikill göngugarpur, eða þannig. Gengnir verða fimm kílómetrar og hefst gangan við "Rocky-tröppurnar" frægu við Philadelphia Art Museum.

Ég skrifa þessar línur í þeirri vona að þið takið þátt í þessu með okkur og styðjið þannig við baráttu Elsu og tilgang þessarar göngu sem er "Race for Hope". Þetta getið þið gert með því að vera með okkur í anda þennan sunnudag og eins með því að fara inn á linkinn hér fyrir neðan og styðja þannig fjárhagslega við samtökin Brain Tomor Society, sem vinna ötulega að rannsóknum á þessum sjúkdómi og eins styðja þau á alla lund við bakið á þeim sem greins hafa með heilaæxli.

Hópurinn hennar Eslu nefnist ELSA´S VIKINGS og telur nú þetar um 30 manns og ætla þeir flesti að koma með okkur í gönguna. Í þessum hópi er m.a. tengdaforeldrar hennar sem koma akandi alla leið frá Buffalo. Elsa og Mike eru búin að útvega víkingahúfur sem við verðum með í göngunni.

Við gerum okkur fulla grein fyrir að fjárhagslegur stuðningur er ekki auðveldur frá Íslandi þessa dagana en t.d. 10$ ættu ekki að setja landið á hliðina þrátt fyrir erfiða stöðu. Þátttaka ykkar og stuðningur er mikils metinn.

http://www.braintumorsociety.org/site/TR/Events/08_PARaceforHope?px=1588126&pg=personal&fr_id=1290&et=iCRcFzld5i_E2qAzWR6wLg..&s_tafId=20880


Eitt ár að baki - ekkert annað en fullur bati kemur til greina - engin önnur hugsun fær tíma eða rúm í hugum okkar

P9022073Í gær 21. október var eitt ár liðið síðan Elsa greindist með heilakrabbamein. Þennan dag í fyrra var hún á randi í New York með frænku sinni og fleirum, sem voru í heimsókn hjá henni, þegar hún fékk skyndilega flogakast. Hún hafði enga reynslu af slíku áður og þetta kom henni því í opna skjöldu. Mike maðurinn hennar kom strax akandi frá Philadelphia og náði í hana þar sem hún hafði neitað að fara á sjúkrahús í New York. Á leiðinni heim ákváðu þau til öryggis að koma við á sjúkrahúsi og láta kíkja á þetta. Eftir stutta rannsókn kom í ljós æxli við heilann sem hafði valdið flogakastinu og þremur dögum síðar var hún flutt á Jefferson University-sjúkrahúsið í Philadelphia til þess að gangast undir uppskurð til að fjarlægja æxlið.
Mér brá illilega þegar hún hringdi í mig og sagði mér frá þessu og auðvitað kom strax upp í huga minn spurningin; af hverju hún? Ung móðir í blóma lífsins með þrjú börn og alla ábyrgðina sem því fylgir.
Ég flaug strax út til þess að reyna að vera henni til halds og trausts og eins til að aðstoða Mike og Birnu systur hennar, sem býr ekki langt frá. Um leið og við hittumst tókum við sameiginlega ákvörðun: Ekkert annað en fullur bati kemur til greina - engin önnur hugsun fær tíma eða rúm í hugum okkar. Elsa er og hefur alltaf verið hraust, jákvæð og dugleg og það er einmitt á þeim kostum sem við byggjum. Hún á þrjú falleg og vel gefin börn, góðan eiginmann, yndislegt heimili og góða og hjálpsama nágranna.
Nú þegar eitt ár er að baki eru horfurnar í takt við væntingar okkar. Elsa seiglast áfram á duganaði og jákvæðni og þróun krabbameinsins eru góðar. Hún er í lyfjameðferð sem tekur um eina viku í mánuði og samkvæmt nýjustu MRI, (ómspeglun) sem hún fer í annan hvern mánuð er hún að virka eins og við var búist. Flogaköstin sem hófust fyrir réttu ári eru enn að þvælast fyrir og hún er sífelt að prófa sig áfram með lyf til að halda þeim í skefjum.  Lyfin hafa ýmsar aukaverkanir sem eru óhjákvæmilegar og af þeim sökum má hún t.d. ekki aka bíl.
Að vera þriggja barna húsmóðir í úthverfi Philadelphia og geta ekki ekið bíl er töluvert vandamál eins og gefur að skilja. Sonja Liv, sem er yngst þarf að fá akstur í skólann á hverjum degi kl. 12 og svo koma Raquel og Victor heim með henni í skólabílnum kl. 15:30 og þá þarf að aðstoða við heimanámið og keyra þau í íþróttir og annað sem fylgir unga fólkinu. Matvörubúðin er í 10 mínútna fjarlægð frá heimilinu og 15 mínútur tekur að keyra í apótekið svo dæmi sé tekið. Skólinn er í eina áttina og verslanirnar í hina. Það gefur því auga leið að það er hreinlega ekki hægt að lifa hér án þess að geta ekið eða hafa einkabílstjóra og það er einmitt aðalverkefnið mitt hér þessa dagana.
Eitt ár er að baki og allt hefur þetta einhvern vegin tekist. Nú tekur næsta við og vonandi sjáum við fram á áframhaldandi barta og bjartari tíma. Ekkert annað kemur til greina í okkar huga.

Tolvumal i olagi

n837859243_823748_1007Eg er i vandraedum med tolvuna mina og tad er astaedan fyrir tvi ad eg hef ekki bloggad sida eg kom hingad til Philadelphia. Mike er ad reyna ad laga hana fyrir mig en litid gengur enn sem komid er.  Um leid og tad tekst lofa eg ad segja ykkur fullt af frettum hedan. Sorry tangad til. I dag erum vid ad utbua Hrekkjarvoku skrautid, koma tvi fyrir utandyra og krakkarnir eru ad utbua storar brudur, mala andlit og fylla ut i skrokkana. Nanar seinna.

Ferfalt húrra.......

...... fyrir þeim sem þorðu að segja satt í Silfri Egils.
mbl.is Lífeyrissjóðir bíða eftir kalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband