Spennandi námskeið á vorönn

Nýjar hugmyndir í sölumennsku
Helstu efnisþættir eru: Nýjasta nýtt í sölumennsku byggt á hugmyndum Jeffrey Gitomer höfundi bókarinnar Sales Bible, listin að leika sér í vinnunni, 39 reglur sölumanna um velgengni,  að koma fólki í kaupstuð,  að skapa viðskiptatryggð, lokaðu sölu STRAX!, ,,slingan" og T-stikan, söluhringurinn, sölufundir, "ef þú getur fengið þá til að brosa þá getur þú fengið þá til að kaupa". Einnig er fjallað um viðhorf og viðmót, mótbárur og hvernig er tekist á við þær, að koma sér í "sölustuð" o.m.fl.

Nýjar hugmyndir í þjónustu
Helstu efnisþættir eru:  Nýir straumar í þjónustu, AHA formúlan (attitude, humor, action), gæði eru ekki nóg..., Fiskbúiðn (The Fish-philosophy), samskipti á vinnustaðnum (innri þjónusta og samstarf), að velja sér viðhorf og viðmót, símaþjónusta - símasamskipti, hvernig vilja viðskiptavinir láta koma fram við sig?, listin að elska kvartanir o.m.fl.

Nýjar hugmyndir í sölu og þjónustu

- besta leiðin til árangurs

Í breyttu efnahagsástandi og harðari samkeppni reynir meira á söluþekkingu og þjónustulund en áður. Viðskiptavinir vilja ekki láta selja sér en þeir vilja gjarnan kaupa. Framkoma, viðmót og afstaðan til viðskiptavinarins skiptir því sífellt meira máli.

Árangur í sölumennsku byggir á því að seljandinn sé virkur og geri sér grein fyrir því að árangur hans er undir honum sjálfum kominn. Kynntar verða nýjar hugmyndir í sölumennsku og þjónustu og kenndar einfaldar aðferðir til árangurs

 

Meðal efnisþátta:

  • Nýjar hugmyndir í sölumennsku
  • Það fyrsta sem þú selur ert þú sjálfur
  • Viðbótarsala - "viltu franska með?"
  • Viðbótarsala er einföld leið til að veita meiri og betri þjónustu
  • Hvernig vilja viðskiptavinir láta koma fram við sig?
  • Ef þú getur fengið þá til að brosa getur þú fengið þá til að kaupa
  • Mótbárur - hvernig tökum við á þeim?
  • Að gera sitt besta
  • Viðhorf, viðmót og framkoma sölufólks og aðrir árangursríkir þættir

Fyrir hverja?

Ætlað öllum þeim sem stunda sölumennsku og vilja veita góða þjónustu



Hver tók ostinn minn?
_cid_image001_jpg_01c9b77a.jpgHér er tekið á breytingum:  Hvernig sjáum við breytingar fyrir, hvernig
tökum við á breytingum og hvernig nýtum við breytingar okkur til
framdráttar?  
Farið í efni samnefndar bókar og þátttakendur látnir horfa ,,inná við" og skoða eigin stöðu - hver er ég og hvernig bregst ég við breytingum?  Notað er myndband með Bjarni Hauki Þórssyni þar sem hann segir söguna í grófum dráttum.

Listin að hafa áhrif  

(Winning Presentation)
- fyrir þá sem þurfa að standa frami fyrir hópi fólks og hafa áhrif

Fáir, sennilega engir eru fæddir ræðumenn en öll getum við tileinkað okkur það sem þarf til að geta með auðveldum hætti tjáð okkur á skýran og skilmerkilegan hátt. Markvissar leiðbeiningar um málflutning og framsagnartækni ásamt léttum æfingum og persónulegri leiðsögn. Gefin eru ráð um framkomu frammi fyrir hópi áheyrenda, hvernig halda má athyglinni, hvernig beita má húmor, notkun skjávarpa, hljóðkerfis og annarra hjálpartækja, framkomu í sjónvarpi og ýmislegt fleira. Frammistaða hvers og eins er metin og skoðað hvað vel er gert og hvað megi betur fara.

Listin að leika sér í vinnunni
- stuttur fyrirlestur fyrir fyrirtæki, stofnanir og starfsmannafélög

Öll íslensk fyrirtæki og stofnanir ganga nú í gegn um þrengingar,
niðurskurð og erfiða tíma. Starfsfólki þeirra eru fengin verkefni þar sem þeim er ætlað að takast á við breytt ástand og meiri kröfur eru gerðar til þess en áður hafa þekkst.
Þegar þannig árar er mikilvægt að starfsfólkið fái hvatningu og stuðning stjórnenda, sem gagnast því daglegum verkefnum. Þetta er m.a. hægt að gera með stuttum fyrirlestri í léttum tón þar sem fjallað er um það hvernig við getum haft meira ánægju af vinnunni og jákvæðara viðhorf til þess sem við
gerum (Yes! Attitude).
Aðalmarkmið fyrirlestrarins er að skapa léttleika, jákvæðni og skapandi kraft.
Fyrirlesturinn tekur eina klukkustund og hægt að hafa hann í byrjun
vinnudags, lok vinnudags eða í hádeginu

Öll þessi námskeið byggja á yfir 20 ára reynslu í námskeiðhaldi og 40 ára reynslu í sölu og þjónustu.

Örstutt um leiðbeinandann:  

g4yemkr.jpgEftir nám í Verslunarskóla Íslands og Cambridge í Englandi stundaði hann kaupmennsku á Seyðisfirði í um 10 ár. Starfaði síðan í fjögur ár sem aðstoðarmaður framkvæmdastjóra Hagkaupa. Þá stjórnaði

Auglýsingastofunni ÓSA - Ólafur Stephensen Auglýsingar og
hann í þrjú ár en hefur síðan starfað sjálfstætt sem ráðgjafi,
námskeiðshaldari og fyrirlesari jafnframt því að annast almenningstengsl og ýmis átaksverkefni. Hann hefur m.a. leiðbeint á námskeiðum hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands, Símennt, Leiðtogaskólanum og fjölda fyrirtækja og stofnana. Gísli er þekktur fyrir létta og hressilega framgöngu og hann talar gjarnan tæpitungulaust um menn og málefni.

Bestu fyrirlesarar, höfundar, þjálfarar og hugsuðir heims saman á einum stað á netinu

pngILearningGlobal er frábær gagnagrunnur námskeiða, fyrirlestra og bóka frá mörgum af mestu meisturum heims á sínu sviði. Þar á meðal eru; Brian Tracy, Bill Bartmann, Zig Zigler, John Gray, Patrecia Fripp, Tony Alessandra og fleiri og fleiri.

Með iLearningGlobal hefur þú aðgang allan sólarhringinn að óþrjótandi efni um hvernig á að ná árangri, hvernig á að klífa metorðastigann, fyrirlestrar um stjórnun, tímastjórnun, fjármál, sölumennsku, markaðssetningu, markmiðasetningu, konur í viðskiptum, samband karla og kvenna, uppeldi barna, unglinga og svo framvegis og svo framvegis og raunar miklu meira. Einnig er að finna á iLG bækur og greinar frá metsöluhöfundum í þessum fræðum, bækur sem þú getur ýmist lesið á skjánum eða prentað út.

link-img3Í iLG felst magnað tækifæri til að hagnast, ekki eingöngu á sviði þekkingar og aukinnar hæfni í harðnandi heimi, heldur einnig fjárhagslega. "The greatest success principle in history is ‘Learn from the experts', you'll never live long enough to learn it all yourself" Brian Tracy

 

Kynntu þér betur hvað felst í iLearningGlobal og ekki hika við að hafa samband og ég aðstoða þig við að komast í þennan glæsilegasta skóla heims á Internetinu chloe@islandia.is - sími 690 7100 og http://www.ilearningglobal.biz/gisliblondal


Seyðfirðingamessa - Seyðfirðingakaffi

Kæru vinir. Nú er komið endanlegt skipulag á seyðfirðingamessuna í Grafarvogskirkju. Þetta verður í stórum dráttum svona:  
698-2153~Blue-Lutheran-Church-Seydisfjordur-Ferry-Terminal-Village-North-East-Area-Iceland-Polar-Regions-PostersSeyðfirðingarmessa í Grafarvogskirkju sunnudaginn 17. maí kl 11.00 Prestar: Sr. Vigfús Þór Árnason, sr. Cesil Haraldsson (ef hann kemur með kórnum) sr. Adda Steinunn Björnsdóttir Predikun: Adda Steinunn Björnsdóttir (Iðunnardóttir Steins Stefánssonar í Tungu) Kórar: Grafarvogskirkju og Seyðisfjarðarkirkju. Stólvers: Seyðisfjörður, lag Steins Stefánssonar við ljóð Karls Finnbogasonar, flutt af kirkjukór Seyðisfjarðar  
Eftir messu verður "kirkjukaffi" súpa og brauð, kaffi og með því. Þar flytur Kirkjukór Seyðisfjarðar lög eftir Stein Stefánsson Þorvaldur Jóhannsson fyrrverandi kennari, skólastjóri og bæjarstjóri flytur erindi um Stein Stefánsson og Valgeir Sigurson Félagar úr Einsdæmi og Þokkabót, Gylfi, Ingólfur, Maggi, Dóri, Óli Már og Gísli, flytja nokkur gömul og góð seyðisfjarðarlög.   Vinsamlegast látið þennan póst fara á alla sem þið þekkið og sérstaklega á þá sem eru á Facebook  

Minningarathöfn - 10 ár frá láti David Albert

NOVA hosts Candlelight Tribute to Crime Victims at Core Creek Park

Posted in Community, News on Thursday, April 30th, 2009 at 8:56 pm by staff photographer Steve Gengler
The Network Of Victim Assistance, or NOVA, hosted its annual Candlelight Tribute to Crime Victims Memorial_Vigil_0430_SG_03on Thursday evening at Core Creek Park in Middletown. The Network Of Victim Assistance, or NOVA, hosts its annual Candlelight Tribute to Crime Victims at Core Creek Park in Middletown.  left brother-in-law of the late David Albert, Michael Rosenwald (back), embraces Albert's mother Peggy Bowker (front), after lighting candles to remember their fallen family member, who was murdered ten years ago. below The crowd listens as Bucks County Court of Common Pleas judge Rea Boylan speaks during the service.

 

 

Memorial_Vigil_0430_SG_02   memorial_0501

Á neðstu myndinni eru frá vinstri; Victor Rosenwald (sonur Eslu) Birna Blöndal Albert, Michael Albert (sonur Birnu) og Sonja Liv (dóttir Elsu)


Hvað er í gangi með Kaupþing?

spron-kaupthing1Örfá þúsund og nokkur hundruð krónur, sem ég átti í SPRON, voru færðar í Kaupþing af mér forspurðum. Ef ég færi þær nú yfir í MP heitir það ÁHLAUP og hætta á að Kaupþing eigi ekki innistæðu fyrir því. Bíddu hvað er í gangi, hvað er Kaupþing búið að gera við þúsundkallana mína?
mbl.is Kaupin ganga vonandi eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Námskeið: Hver tók ostinn minn? - Að takast á við breytingar

 

!cid_image001_jpg@01C9AA23Námskeiðið byggir á margfaldri metsölubók eftir Dr. Spencer Johnson. Hver tók ostinn minn? er saga af fjórum "karakterum" sem allir búa í Völundarhúsinu í Ostalandi þar sem ostur er tákn þess sem þeim er mikilvægt í lífinu. Fjórmenningarnir verða fyrir óvæntum breytingum þegar þeir uppgötva að allur osturinn þeirra hefur verið tekinn frá þeim og þeir standa skyndilega uppi ostalausir. Við fylgjumst með hvernig þeir bregðast við með mismunandi hætti og einn þeirra bregst í raun alls ekki við, heldur verður reiður og segir "... þetta er ekki sanngjarnt, þeir hljóta að skila ostinum aftur!!"

Á námskeiðinu eru kenndar aðferðir til að takast á við breytingar og vinna úr þeim. Þátttakendur læra að skapa nýtt og jákvætt viðhorf til breytinga og breyttra vinnubragða.

Notað er myndband með leikaranum góðkunna, Bjarna Hauki Þórssyni, þar sem Bjarni segir söguna ,,Hver tók ostinn minn?" Sýnt er fram á leiðir til árangurs í breyttu umhverfi við breyttar aðstæður.

Þessi misserin standa þúsundir fyrirtækja frammi fyrir hyldýpi rekstrarvanda af áður óþekktri stærð; vanda sem reynir á þanþol starfsfólks, sem þarf að laga sig að nýjum aðstæðum og taka á öllu sínu til þess að verja fyrirtæki og starf. Stofnanir verða að laga sig að nýju umhverfi nú þegar ríkið þarf að skera niður eftir þenslu undangenginna ára. Þúsundir hafa misst vinnu. Það eru liðlega átján þúsund manns á atvinnuleysisskrá - og fjölgar stöðugt. Fjölskyldur standa frammi fyrir nýjum aðstæðum, foreldrar og börn þurfa að standa saman í ólgusjó kreppu og óvissu. Það reynir á fólk.

Þjóðin stendur frammi fyrir líklega mestu breytingum íslensks samfélags frá kreppunni miklu fyrir áttatíu árum. Þetta eru tímar breytinga. Á tímamótum er hollt að líta í eigin barm og endurmeta hlutina.

Fyrirkomulag: Fyrirlestrar, myndband, vinnuhópar og umræður

Tímalengd: Þrjár klukkustundir með stuttum hléum.

GHJFDUBTLeiðbeinendur: Gísli Blöndal og Hallur Hallsson ráðgjafar.  Gísli er einn reyndasti leiðbenandi landsins með yfir 20 ára reynslu að baki og er þekktur fyrir hressilega framgöngu, lifandi og lærdómsrík námskeið. Hallur er gamalreyndur fréttahaukur, rithöfundur og landskunnur sjónvarpsmaður.

Upplýsingar og bókanir í síma 690 7100


Hver tók ostinn minn?

 

untitledÞessi misserin standa þúsundir fyrirtækja frammi fyrir hyldýpi rekstrarvanda af áður óþekktri stærð; vanda sem reynir á þanþol starfsfólks sem þarf að laga sig að nýjum aðstæðum og taka á öllu sínu til þess að verja fyrirtæki og starf. Stofnanir verða að laga sig að nýju umhverfi nú þegar ríkið þarf að skera niður eftir þenslu undangenginna ára. Þúsundir hafa misst vinnu. Það eru liðlega sautján þúsund manns á atvinnuleysisskrá - og fjölgar stöðugt. Fjölskyldur standa frammi fyrir nýjum aðstæðum, foreldrar og börn þurfa að standa saman í ólgusjó kreppu og óvissu. Það reynir á fólk.

Þjóðin stendur frammi fyrir líklega mestu breytingum íslensks samfélags frá kreppunni miklu fyrir áttatíu árum. Þetta eru tímar breytinga. Það finnum við sem þessar línur skrifum líkt og landsmenn allir. Á tímamótum er hollt að líta í eigin barm og endurmeta hlutina.

Fyrir átta árum kom út lítið kver sem naut mikilla vinsælda meðal fólks; bók sem í nokkur ár hefur verið ófáanleg en er aftur að koma í verslanir. Hver tók ostinn minn? eftir dr. Spencer Johnson er dæmisaga um skondna karaktera sem upplifa miklar breytingar þegar ostur þeirra er tekinn frá þeim. Þeir höfðu lifað í vellystingum praktuglega og notið aðdáunar samferðamanna. Osturinn er myndlíking þess sem við sækjumst eftir í lífinu; það kann vera starf eða sambúð, fjölskylda, heimili, peningar eða heilsa.

Loki, Lási og mýsnar Þefur og Þeytingur

!cid_image001_jpg@01C9AA23Litlu mennirnir Loki og Lási og mýsnar Þefur og Þeytingur eru söguhetjur Ostsins.  Lífið hafði leikið við þá þar til osturinn hvarf eins og dögg fyrir sólu! Félagarnir fjórir standa fyrir kenndir innra með okkur; mýsnar Þefur og Þeytingur fylgja eðlishvöt sinni og fara umsvifalaust að leita ostar. Litlu mennirnir Lási og Loki býsnast yfir óréttlæti heimsins enda höfðu þeir lifað praktuglega í þeirri fullvissu að velsæld þeirra varði um aldur og ævi. Þeir kvarta sáran. Neikvæðni og fordómar byrgja þeim sýn og taka frá þeim orku meðan mýsnar finna gnægð ostar.

Þar kemur þó að Lási tekst á við eigin ótta og þvermóðsku - og fer að sjá spaugilegar hliðar í eigin fasi. Von um umbun rekur hann áfram. Lási heldur út í völundarhúsið í leit að osti en Loki situr eftir og krefur heiminn um réttlæti - meiri ost og engar refjar.

Sagan er ofureinföld og fljótlesin. Hún er allt að því móðgandi því auðvitað vitum við öll að mannfólk er greindara en mýs. Gildi Ostsins felst ekki síst í því skapa orðræðu um kosti okkar og galla, fordóma og breyskleika; tungutak til þess að takast á við Loka sem er innra með okkur öllum, finna Lása og leysa hetjuna úr læðingi.

Við vitum að þessi litla saga hefur breytt lífi fólks. Hún hefur veitt fólki innblástur. Þá má nefna að Lúðrasveit Reykjavíkur hefur flutt samnefnt tónverk eftir Báru Sigurjónsdóttur. Samhliða ostinum er námskeið um Hver tók ostinn minn?

Höfundar: Gísli Blöndal og Hallur Hallsson.


Sölumennska fyrir fólk í ferðaþjónustu - besta leiðin til að auka tekjur fyrirtækja í ferðaþjónustu

Í breyttu efnahagsástandi og harðari samkeppni reynir meira á söluþekkingu framlínufólks en áður. Viðskiptavinir vilja ekki láta selja sér en þeir vilja gjarnan kaupa. Framkoma, viðmót og afstaðan til viðskiptavinarins skiptir því sífellt meira máli.

Árangur í sölumennsku byggir á því að seljandinn sé virkur og geri sér grein fyrir því að árangur hans er undir honum sjálfum kominn. Kynntar verða nýjar hugmyndir í sölumennsku og kenndar einfaldar aðferðir til að koma viðskiptavinunum í "kaup stuð".

Meðal þess sem tekið verður fyrir er:

  • Það fyrsta sem þú selur ert þú sjálfur
  • Viðbótarsala - "viltu franska með?"
  • Viðbótarsala er einföld leið til að veita meiri og betri þjónustu
  • Hvernig vilja viðskiptavinir láta koma fram við sig?
  • Ef þú getur fengið þá til að brosa getur þú fengið þá til að kaupa
  • Mótbárur - hvernig tökum við á þeim?
  • Viðhorf, viðmót og framkoma sölufólks og aðrir árangursríkir þættir.
  • Að gera sitt besta o.fl. o.fl.

Fyrir hverja?
Ætlað starfsfólki fyrirtækja í ferðaþjónustu svo og öllum þeim sem taka á móti ferðafólki bæði innlendu og erlendu. 

Tímalengd:
3 klst. Hægt er að fá sérsniðin námskeiðið eftir þörfum viðkomandi  fyrirtækis.

Leiðbeinandinn:
Leiðbeinandi er Gísli Blöndal, ráðgjafi, þjálfari og fararstjóri. Gísli er einn reyndasti leiðbenandi landsins með yfir 20 ára reynslu að baki og er þekktur fyrir hressilega framgöngu, lifandi og lærdómsrík námskeið.

Ráðgjöf og námskeið

Sími 690 7100

Netfang chloe@islandia.is

 

 

 


Gullaugað brennur - blendnar tilfinningar

Það voru blendnar tilfinningar að horfa á eldsvoðann í Gullauganu (Síðumúla 34) síðdegis í dag. Ég á merkilegar minningar tengdar þessu húsi fá árum mínum hjá Hagkaup. Þarna var til húsa Sigmund 1Grænmetisverslun landbúnaðarins (ríkisins) sem hafið með höndum einokun á innflutningi og sölu á m.a. kartöflum.  Mér er minnistætt þegar þeir buðu íslendingum upp á ónýtar kartöflur frá Finnlandi sem þeir höfðu fengið í skiptum fyrir kindakjöt. Þá var bæði okkur starfsfólki Haugkaups og að sjálfsögðu neytendum nóg boðið og við fórum í svokallað "kartöflustríð". Það kom í minn hlut að annast "stríðsreksturinn" og fara m.a. í það í samvinnu við vin minn hjá Dreifingu, Hauk Hjaltason að flytja inn "ólöglegar" kartöflur frá Bretlandi og Hollandi. Ég man líka eftir ferð austur á Höfn í Hornafirði til að gera innkaup á kartöflum beint frá bændum fram hjá kerfinu.
Forstjóri Grænmetisverslunar landbúnaðarins, með dyggri aðstoð forystumanna bæandsamtakanna, svöruðu þessum ósvífnu árásum okkar Hagkaupsmanna, fjölmiðla og almennings af fullri hörku en urðu að lokum að láta í "minni (kartöflu)pokann. Við unnum "kartöflustríði" eins og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sigraði eldsvoðann í Gullauganu í dag.
Þeir voru ófáir sem þökkuðu okkur í stríðslok og minnisstæðust er þessi vísa.

Gísli hann er konum kær
kætast þær að vonum.
Því allar vilja eignast þær
útsæði frá honum.

Sigmund hinn snjalli teiknari birti í Morgunblaðinu myndina sem hér fylgir með.


mbl.is Búið að slökkva eldinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

10 góða ráð fyrir stjórnmálamenn sem ætla að hafa áhrif og ná árangri

 

Skrifaðu þína eigin kynningu sem þú vilt að fundarstjóri noti.

Vertu alveg viss um hverjir muni verða áheyrendur þínir, af hverju þeir koma og af hverju þú ætlar að tala.

untitled4Mættu snemma og fullvissaðu þig um að þú sért sáttur við aðstæður og þau tól og tæki sem þú ætlar að nota.

Fyrstu 30 sekúndurnar eru mikilvægastar. Ekki nota þær í "góðir fundarmenn bla bla bla" eða í að tala um veðrið. Byrjaðu strax á mikilvægustu upplýsingunum og endaðu svo á toppnum. Ekkert jamm, japl og fuður.

Ekki byrja ræðuna þína á brandara nema þú sért snillingur í því að segja brandara. Ef þú segir misheppnaðan brandara munt þú missa athyglina og traustið.

Ef þú ætlar að tala í 15 til 30 mínútur skalt þú ekki reikna með að geta sagt allt sem þú vildir sagt hafa. Leggðu áherslu á tvö til þrjú mikilvægustu atriðin.

Notaðu tölur í hófi. Notaðu frekar stærðir. Fátt er leiðinlegra að hlusta á en tölur og þær gleymast fljótt.

Ekki lesa ræðuna þína. Horfðu á áheyrendur og hafðu athygli þín á þeim. Skrifaðu gjarnan niður minnispunkta í réttri röð og talaðu út frá þeim.

Segðu áheyrendum; hérna vorum við, hér erum við og þangað ætlum við. Notaðu við en ekki þið.

Útsettu ræðuna þína fyrir flutning. Æfðu þig eins oft og þú hefur tök á. Spurðu sjálfan þig eftir hverja setningu eða málsgrein;  skiptir þetta megin máli? Ef ekki strikaðu það þá út.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband