Stórir dagar framundan. Heimsmeistarakeppni, Race For Hope og forsetakosningar

Phillies náðu ekki því markmiði sínu að verða "heimsmeistarar"´í hafnarbolta í gærkvöldi þar sem leikurinn var stöðvaður um miðbik hann vegna rigningar og roks. Honum verður haldið áfram í kvöld ef veður leyfir og því er annað spennandi kvöld framundan.
1290_1977821812_customGestir eru væntanlegir frá Buffalo. Á föstudaginn kemur systir hans Mike og hans fjölskylda og á laugardaginn koma foreldrar hans. Öll koma þau til að taka þátt í "Vonargöngunni" RACE FOR HOPE á sunnudaginn. Búist er við mörg þúsund þátttakendum og liðið okkar "Elsa´s Vikings" verður örugglega ekki minnst áberandi.
Á þriðjudag eru svo kosningarnar miklu. Þá verður kosið til fulltrúadeildarinnar og fjölda annarra embætta auk þess að kjósa næsta forseta Bandaríkjanna. Án nokkurs efa verða þetta einhverjar sögulegustu kosningar sem hér hafa farið fram og margt bendir til þess að í fyrsta skipti verði blökkumaður kosinn forseti voldugasta ríkis heims (sumir mundu efalaust segja fyrrum voldugasta). Það er mikil spenna í loftinu út af þessum kosningum og um fátt annað talað á vinnustöðum og kaffihúsum.
NOBAMAHér í Philadelphia truflar að vísu "heimsmeistarakeppnin" í hafnarbolta þessa umræðu en frambjóðendurnir og þeirra fólk halda áfram vinnu sinni þrátt fyrir það. Hér um slóðir er mikið um það að húseigendur setji skilti með nafni síns frambjóðanda á lóðir sínar og settu þær sterkan svip á umhverfið hér fyrir nokkrum dögum. En þá bar svo við að eina nóttina hurfu öll skilti með nöfnum McCain og Palin! Hér hafa sjálfsagt verið að verki stuðningsmenn Obama eða NObama eins og andstæðingar hans kalla hann.
Eitt er víst að allt verða þetta sögulegir dagar og ekki alveg ónýtt að vera staddur hér á miðju leiksviði atburðanna

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband