Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Jól í Karabískahafinu - Gleðileg jól

Kæru vinir og ættingja. Við Erla og Chloe sendum ykkur öllum okkar allra bestu jóla og nýjárskveðjur héðan frá Dóminíska lýðveldinu.  Við unum hag okkar ágætlega hér um slóðir. Í staðinn fyrir jólasnjó fengum við smá rigningu í morgun (aðfangadag) en þegar þetta er skrifað stefnir allt í sól, sjó og sand og síðan verðu glæsilegur jólakvöldverður hér á hótelinu. Enn og aftur. Gleðileg jól til allra

Aðventan á Kúbu og jólin í Dóminíska lýðveldinu

 

cubaSkjótt skipast veður í lofti sagði veðurfræðingurinn.  Á miðvikudag held ég til Kúbu og ætla að vera þar við störf næstu tvær vikurnar. Ekki svo að skilja að ég ætli að aðstoða Kastró við að fresta jólunum öðru sinni, heldur ætla ég að aðstoða fararstjóra Heimsferða við að þjóna íslenskum ferðamönnum, sem þar dvelja og ætla trúlega að halda jólin á réttum tíma á Íslandi.  Á Kúbu verð ég til 18. desember og held þá til eyjunnar Hispaniola, þar sem ríkin tvö Haiti og Dóminíska lýðveldið deila landi. Dóminíska 2/3 hluti eyjunnar og Haiti 1/3.  Þangað koma fyrstu farþegar Heimsferða þann dag og reiknað er með að um 400 íslendingar dvelji þar um jólin.

Dominican RepÞað var Kristófer Kólumbus, sem kom fyrstur Evrópumanna  til eyjunnar þann 5. desember árið 1492 og þegar hann koma þangað ári síðar gerði hann hana að spánskri nýlendu.  Höfuðborg Dóminíska lýðveldisins er á suður strönd inni og heitir Santo Domingo eftir heilögum Dominik (Saint Dominic). Íbúar landsins eru rétt innan við 10 milljónir, tala spænsku og eru flestir kaþólskir.

Hótelin okkar eru á norður hluta eyjunnar, á Playa Dorada ströndinni skammt frá Puerto Plata. Nafnið þýðir "silfurhöfn" og sagan segir að Kristófer Kólumbus hafi gefið bænum nafnið er hann sá pálmablöðin í hlíðinni glitra sem silfur í sólskininu er hann sigldi inn í höfnina.

Jól á ströndinniÍ Dóminíska lýðveldinu verða sem sagt jólum og áramótum fagnað að þessu sinni. Engar rjúpur, ekkert hangikjöt, ekkert malt og appelsín og örugglega ekki hvít jól.  En vafalítið kemur eitthvað annað gott í staðinn "en hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá. En eitt er víst að alltaf verðu ákaglega gaman þá".   


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband