Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Chose a job you love.....

......and you will never have to work a day in your life

Veldu starf sem þú elskar og þú munt aldrei þurfa að vinna einn einasta dag efti þaðpollyanna-poster3


Fallegir tónleikar - sungið um ástina og tregann

 

Alexiou-6S.l. laugardagskvöld bauð umbinn okkar hann Marios okkur með á tónleika í þorpinu Kiotari, sem er mjög sunnar lega á Rhodos.  Við byrjuðum á að fá okkur ágætan kvöldverð á Hotel Aldemar Paradisi og keyrðum svo í einum spreng niður til Kiotari.

Þetta voru flottir tónleikar með söngkonunni (eða öllu heldur dívunni) Haris Alexiou þar sem hún tók eingöngu lög eftir tónskáldið Manos Loizon. Öll lögin sem þarna voru flutt fjölluðu um ástina og tregan og því var ekki mikið "rokk og ról" þetta kvöld. 

Glæsilegu sviði hafði verið komið fyrir á ströndinni í þessu litla þorpi, þannig að maður sat bara í sandinum og naut tónlistarinnar.  Marios og Stasey frænka hans, sem líka var með okkur, þýddu annað slagið fyrir okkur textana og flestir tónleikagestir sungu með nánast hvert einasta lag.  Þetta var eitthvað sem allir þekktu og kunnu, bæði ungir og gamlir þótt langflestir tónleikagesta sem voru um 5000 væru komnir af táningsaldri.  Þessi þekkta söngkona, sem allir eyjaskeggjar hér virðast þekkja, hefur samkvæmt heimasíðu hennar, gefið út 33 hljómplötur. Hildur Ýr tók nokkrar ljósmyndir sem ég set inn á síðuna seinna.


Alþjóðlegur frídagur fararstjóra

 

samp4c58b40c5a93d291Hef verið hálf latur við að skrifa að undanförnu enda í nógu að snúast.  Dagarnir fljúga áfram og áður en ég veit af er kominn ágúst og maður verður að fara að syngja "Einu sinni á ágúst kvöldi - austur í þingvallasveit".

Hrefna, Imma systir hennar og Sigrún vinkona Immu eru hér á Rhodos þessa viku.  Þær búa í góðu yfirlæti á Rhodos Palace og svífa hér um eins og drottningar. Þær komu með mer í skoðunarferð um Rhodosborg á mánudaginn og afrekuðu það fyrsti gesta að tína tvisvar af hópnum okkar í sömu ferð.  Í fyrra skiptið reddaðist það, en ég sá hvar þær voru að vafra en í síðara skiptið var það þegar við vorum að fara í rútuna heim á leið og þá varð ég að skilja þær eftir í gamla bænum. Svo sem ekki tiltöku mál og þær héldu bara áfram að skoða bæinn og fóru svo heim á hótel í leigubíl og höfðu gaman að.  Ég fór svo eitt kvöldið í vikunni út að borða með þeim og það var mjög ánægjulegt. Gaman að heyra af krökkunum hennar Immu og gaman að upplifa hvað þær fíluðu gríska matinn. Þær fara heim á morgun, eftir vonandi góða og sæmilega heita viku hér á Rhodos.

 

Í dag er föstudagur, sem er sunnudagurinn okkar  fararstjóranna (og alþjóðlegur frídagur fararstjóra).  Ég er á neyðarvaktinni og nota líka tímann til að fara með í þvottahúsið, taka til og blogga smá. Í kvöld förum við svo með stórann hóp á Griskt skemmtikvöld og það verður örugglega bara gaman.

 

Vona að allir lesendur mínir hafi það bærilegt og bið kærlega að heilsa öllum sem við mig vilja kannast.


Chloe er ekki á leið til Íslands í bráð, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins

Þetta hressilega viðtal við Chloe birtist í dag (viðtalinu fylgdi þessi ljómandi falleg mynd sem ég tók af henni hér á Rhodos um daginn):

Ekki á leið til Íslands í bráð

Fréttablaðið, 18. júlí. 2007 00:30

Chloe á Rhodos

Fyrirsætan Chloe Ophelia Gorbulew sest á skólabekk í Northumbria University í Newcastle í haust, en þar hyggst hún læra arkitektúr. „Mig hefur lengi dreymt um að læra arkitektúr," segir Chloe.

 „Ég kláraði listnámsbraut í Iðnskólanum í Reykjavík og ætlaði alltaf í skóla í Kaupmannahöfn. Það datt upp fyrir þannig að ég flutti hingað, fann þennan fína skóla og komst inn. Ég er mjög sátt við það. Hér er meiri áhersla lögð á verkfræðihliðina en víða annars staðar enda er skólinn þekktur fyrir stóra og öfluga verkfræðideild. Við fáum því ekki að teikna skrautbyggingar sem ómögulegt er að byggja," segir hún og hlær.


Námið er til BA gráðu og tekur þrjú ár. „Svo er hægt að fara ýmsar leiðir í þessu eftir það. Mér skilst reyndar að þeir sem kláruðu BA námið síðast hafi margir hverjir strax fengið spennandi atvinnutilboð í Bandaríkjunum og víðar. Ef maður yrði svo heppinn væri gaman að prófa það og huga svo að mastersnámi síðar."


Chloe hefur búið í Bretlandi síðan í lok nóvember en fyrir þann tíma starfaði hún sem fyrirsæta á Indlandi fyrir Eskimo. Hún segir dvölina á Indlandi hafa verið lærdómsríka. „Indland var æðislegt. Það er gaman að upplifa eitthvað sem er svona allt öðruvísi. Maður lærði helling og kynntist frábæru fólki. Svo lærði ég að kunna að meta indverska matargerð enda sást það á manni þegar maður kom tilbaka!"


Sem fyrr segir hefst námið ekki fyrr en í haust en Chloe starfar í augnablikinu sem útstillingahönnuður í húsgagnaversluninni Ilva. „Keðjan var keypt af Íslendingum snemma á árinu. Maður virðist einhvern veginn alltaf enda á því að vinna fyrir Íslendinga hvar sem maður er," segir Chloe hlæjandi. Hún býr í parhúsi í Newcastle ásamt kærasta sínum, Árna Elliott Swinford og hundinum þeirra. „Við getum leigt hús í Newcastle fyrir helmingi minni pening en við myndum borga fyrir litla tveggja herbergja íbúð í London. Það var ein af ástæðum þess að ég hafði ekki áhuga á að vera þar, það er einfaldlega of erfitt að draga fram lífið."


Chloe segir að draumurinn sé að eignast eigin arkitektastofu í framtíðinni. Hún segist jafnframt ekki vera á heimleið í bráð. „Við erum alveg til í að flytja til Íslands einhvern tímann en það er ekki á dagskránni í bráð. Draumurinn er að stofna stofu, búa í húsi eftir sjálfa mig og vinna við að teikna falleg hús fyrir fólk - að skilja eitthvað eftir sig."


Brot úr bréfi frá Magga Einars

Magnús vinur minn Einarsson sendi mér loksins fréttir af sér og sínum fyrir fáum dögum. Hann heimsótti mig til Portúgal fyrir tveimur árum en miðað við ferðaplönin hans á ég varla von á honum í sumar. 

 Ég læt fylgja hér brot úr bréfinu hans (án leyfis höfundar):

Sæll  Gísli minn,

Takk fyrir að hugsa fallega til mín, af mér er nefnilega allt gott að frétta, er rétt að komast í frí og ætla til Rómar....

.....Hér er búin að vera bongóblíða undanfarnar vikur eins og þú hefur eflaust frétt, allir kaffibrúnir og hamingjusamir með þessar loftslagsbreytingar, þetta er nú bara hér fyrir sunnan, fyrir austan og norðan er búið að vera skítkalt og leiðinlegt.

Talandi um bongóblíðu, var það ekki stórvinur okkar Halldór Gunnarsson sem smíðaði þetta orð þegar hann orti textann Sólarsamba fyrir Magga Kjartans? Mig minnir það, enda nýþurrkaður þá og enn í fantastuði. Reyndar dettur hann sjaldan úr stuði kallinn.

Ég er búinn að fara í laxveiði, hestaferðir og sitthvað fleira nú í sumar, svona eins mikið og ég hef getað. Núna stendur sem sé til að fara til.... og svo verð ég í fríi hér heima....... planið er að fara uppá hálendið með dæturnar og kærustuna í útilegu, svona eins og veður leyfir.

En hvað er að frétta af þér? Á ég bara að fara inná bloggið þitt til að fá fréttir?

Ég hitti Óla Má af og til, stopult þó, finnst ekki nægur kraftur í honum, sést sjaldan á fengsælum miðum miðbæjarins. Hann verður að fara að drífa sig og finna sér..........Magnús vinur minn Einarsson prívat kellingu.

Afsakaðu kæri vin hvað ég er latur að blogga, ætla að rífa mig upp á afturendanum og drita þarna einhverju inn á næstunni.

Beztu fáanlegar kveðjur, mre

Það væri ekki leiðinlegt ef allir vinir mínir væru jafn elskulegir og Maggi og sendu mér línur af og til.  Margfalt ósýrara en síminn.


Michael Gísli - verðandi sjómaður?

Birnas090

Þessi mynd var tekin af dóttursyni mínum og vini fyrir tveimur vikum síðan. Þá var hann að sigla með vinafólki sínu rétt fyrir utan Seaside Hights í New Jersey. Sannarlega ábúðamikill kappinn sá og vafalaust á hann eftir að stjórna stærra fleyi þegar fram í sækir.  Michael Gísli stefnir að því að verða stór og sterkur eins og pabbi hans var.

 


Nú stendur hann í 30 gráðum á Rhodos

 

Þetta hafa verið fínir dagar að undanförnu.  Hitabylgjan sem skall á okkur í lok júní er að baki og nú stendur mælirinn bara í 30 gráðum á daginn og 25 gráðum á kvöldin.  Betra getur það ekki verið.

Það hefur verið nóg að gera - allar vélar fullar og nóg af verkefnum að takast á við.  Heimsókn Chloe og Erlu fer nú senn að ljúka, Chloe fer heim til Newcastle á morgun og Erla heim til Reykjavíkur á laugardaginn svo það verður heldur dauflegra í kotinu mínu hér í Diagorusar-stræti í Ialyssos næstu vikurnar.

Um næstu helgi tökum við í notkun nýtt hótel, Rhodos Palace http://www.rodos-palace.gr/ sem er eitt af glæsilegustu hótelunum hér á eyjunni.  Heimsferðir bjóða þar upp á viku dvöl þann 14. og 21. júlí.  Þetta verður sannarlega rós í hnappagatið hjá okkur.  Á þessu hóteli hafa m.a. dvalið Sir Rodger Moor, drottningin af Jórdaníu, Lady Margaret Tatcher, Stefanopoulus forseti GrikklandsP7011574 og margt fleira stórmenna.  Ég læt fylgja hér með mynd sem ég tók um daginn þegar við fórum og fengum okkur að borða í gamla bænum. Meira seinna.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband