Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Alvöru knattspyrna í Ameríku

Michael GísliVið vöknuðum fyrir allar aldir.  Börnin komu eitt af öðru inn til að vekja afa og það var mikill spenningur í loftinu. Victor vaknaði fyrstur, svo Michael Gísli, þá Raquael og síðust var Sonja Liv enda er hún yngst og mundi ekkert eftir afa sínum en tók hann samt furðu fljótt í sátt.  Þetta var mikill fagnaðar fundur og mikil ánægja að fá að faðma að sér þennan gríðarlega fjársjóð.

Victor AxelStrax eftir góðan morgunverð fórum við að taka okkur til fyrir knattspyrnuleiki sem framundan voru.  Victor og Michale Gísli eru í sama liðinu en Raquael í öðru og það var leikið á tveimur stöðum.  Leikirnir voru á tveimur stöðum á sama tíma þannig að þetta var svolítið flókið en hafðist samt með góðu skipulagi.  Leikirnir töpuðust báðir en það skipti engu máli, leikgleðin og ánægjan var ósvikin og nú hafði afi fengið að sjá alvöru knattspyrnu í Ameríku.


Ameríka tekur vel á móti mér

Flugið hingað vestur var fínt.  Heil sætaröð fyrir mig, nóg af koddum og ég náði að sofa meira en helming leiðarinnar.  Allt var á áætlun og við lentum á réttum tíma.  Spurningarnar hjá útlendingaeftirlitinu voru léttar og sumar bráð skemmtilegar en ótrúlega margar.  Ég fékk 10 á prófinu og flaug í gegn.  Tók sjensinn á að segjast ekki vera með neinn mat og pylsurnar, kokteilsósan, SS sinnepið og kæfan bærðu ekkert á sér og sluppu á athugasemda í gegn.

Birna og ElsaElsa og Birna biðu mín í komusalnum með opinn faðminn og fyrir hönd Ameríku tók þær innilega á móti mér.  Við vorum um tvo og hálfan klukkustund að keyra til Pottstown þar sem Elsa og Mike búa í nýbyggðu hverfi þar sem kyrrðin ræður ríkjum.  Frábær staður til að ala upp börnin því þetta er eins og að vera úti í sveit.  Kúabú í nágrenninu og samt stutt í alla þjónustu.  Börnin voru öll í fasta svefni þegar ég kom enda klukkan að verða ellefu.


Gitomer á metsölulista Amazon.com

Það var fróðlegt að skoða toppsölulistann á Amazon.com í dag.  Fyrsta sætið á listanum yfir bækur í flokknum Business & Investing skipar ný bók eftir Jeffrey Gitomer, sem er og hefur verið í nokkur ár í miklu uppáhaldi hjá mér.  Bókin heitir "Little Green Book of Getting Your Way: How to Speak, Write, GitomerPresent, Persuade, Influence, and Sell Your Point of View to Others"

Kenneth E. Calho hjá SellingUniversity.com skrifar um bókina og segir:

"Jeffrey's books are terrific, and this one is no different. By focusing on key elements of personal persuasion and influence, and how to get your way with others, he's expanded his topics of influence from his other must-get "little red books" of salesmanship and more.

Highly recommended - all of Jeffrey's books are easy-to-read, they reveal what's really important in personal and professional persuasion, and he's my favorite sales trainer in the world - his tactics, and encouragement in his videos (all recommended!) are must-have resources for all sales professionals and anyone in business.

One more point: in this book, Jeffrey provides a wealth of tips for effectively persuading others that can be applied in personal as well as business situations, so it's a much wider focus than "sales only", and is therefore perfect for everyone who seeks to understand, engage, persuade and gain effective results when communicating with others, in all venues.

Terrific job, Jeffrey - you've hit another home run with "Getting Your Way!" Everyone should buy this book (and everything by Gitomer - he's an ace. He's "the" world class expert on sales success and effective persuasion).


Thanks again Gitomer - you rock!"

Getting your wayÉg renndi yfir listann og sá að Gitomer átti fleiri bækur á topp 100.  http://www.amazon.com/gp/bestsellers/books/3/ref=pd_ts_pg_1/103-6898439-8864616?ie=UTF8&pg=1  

5. sæti "Little Red Book of Sales Answers: 99.5 Real World Answers That Make Sense, Make Sales, and Make Money".

6. sæti bók eftir hann sem kom út fyrr í vetur og heitir "Little Gold Book of YES! Attitude: How to Find, Build and Keep a YES! Attitude for a Lifetime of SUCCESS".

10. sæti "Little Black Book of Connections: 6.5 Assets for Networking Your Way to Rich Relationships

33. sætið vermir bókin "Customer Satisfaction Is Worthless, Customer Loyalty Is Priceless : How to Make Customers Love You, Keep Them Coming Back and Tell Everyone They Know" og í

36. sæti "The Little Red Book of Selling: 12.5 Principles of Sales Greatness". 

45. sæti  "The Sales Bible" bók sem er búin að vera á metsölulistum í mörg ár (uppáhalds bókin mín).

Þetta kom mér svo sem ekki mikið á óvart enda maðurinn snillingur, hvort sem er sem bókarhöfundur, fyrirlesari eða sölu og þjónustu gúrú. Ég hvet áhugasama til að kíkja endilega á  http://www.gitomer.com/ og skoða betur hvað þessi snillingur hefur uppá að bjóða og fram að færa.


Næst er það Ameríka

1368797_tvistur2-nytt1296891_smurkaefaNú tel ég niður dagana þangað til við höldum til Ameríku að hitta dæturnar og barnabörnin.  Það er líka mikil tilhlökkun hjá þeim því það er orðið allt of langt síðan við höfum verið saman.  Pöntunarlistinn kom frá Elsu í dag og hann hljóðar uppá; 3 stk E. Finnsson kokteilsósa, 1 stk SS pylsusinnep, SS pylsur og Brauðkæfu. Öðruvísi mér áður brá.  Ef ég skil hana rétt þá eru það aðallega börnin sem hafa sett fram þessa pöntun. Kokteilsósu- og brauðkæfufíknina hafa þau örugglega frá mér en pylsurnar trúlega frá ömmu sinni.

Ég man að þegar foreldrar mínir heimsóttu mig í sveitina að Hnitbjörgum í Jökulsárhlíð þá pantaði ég alltaf nammi og Spur Kóla.  En þetta eru greinilega breyttir tímar.


Mæðgur í París

Þær hittust mæðgurnar Chloe og Erla í París á sunnudaginn.  Erla kom frá Reykjavík en Chloe frá Newcastle í Englandi.  Tilefnið var m.a. að hitta Mark áður en hann flytur til Brasilíu.  Þær eru núna komnar upp til Newcastle eftir fína ferð. Chloe var að setja inn stutt myndband sem tekið er í París þar sem Erla er greinilega að segja Mark einhverja skemmtilega sögu. Alla vega finnst henni sagan skemmtileg.  Slóðin er hér:  http://www.youtube.com/watch?v=R863ADaE_Qc 

Erla og Mark

Þær eru núna á leiðinni upp til Edinborgar og ætla svo áfram til Glasgow þaðan sem Erla flýgur heim á morgun.  Vonandi sendir Chloe mér fleiri myndir úr Parísarferðinni fljótlega því eins og þær sögðu var þetta frábær ferð.


Frábært myndband

Pétur vinur minn Björnsson sendi mér þetta myndband http://www.youtube.com/watch?v=zqfFrCUrEbY núna um helgina.  Það er dóttir hanns hún Ósk Pétursdóttir sem er meðframleiðandi en hún starfar hjá BBC.  Sannarlega efnileg stúlka sem vafalítið á efir að láta að sér kveða.  Hún er auðvitað líka dóttir Margrétar, mikillar sómakonu og fyrrum skíðadrottningar (og reyndar núverandi líka). Síðast þegar ég kíkti á þetta vöru meira en 500.000 búnir að skoða þetta frábæra myndband.1175460227_m

Kastljós með Kristrúnu Heimisdóttur samræðustjórnmálamanni

Horfði á kastljósið á föstudagkvöldið þar sem Sigmar ,,ætlaði" að ræða við Kristrúnu Heimisdóttur Ragnheiður Elíntalsmann Samfylkingarinnar og Ragnheiði Elínu Árnadóttur aðstoðarmann forsætisráðherra. Þetta reyndist verða ein óvenjulegasta stjórnmálaumræða sem ég hef horft á í sjónvarpi.

Sigmar hafði enga stjórn á Kristrún þar sem hún greip umsvifalaust fram í fyrir Regnheiði í hvert skipti sem beint var til hennar spurningu eða hún gerði tilraun til að tjá sig.  Í minni sveit var það kallað ókurteisi, dónaskapur og vanvirðing að grípa fram í fyrir fólki þegar það tjáði sig. Kristrún gerði þetta ekki bara einu sinni eða tvisvar heldur stanslaust allan tímann.  Ef þetta eru venjulegir mannasiðir í ,,samræðustjórnmálum" Samfylkingarinnar þá skil ég vel að fylgi kvenna sé á hraðri leið frá þeim.

Í aðdraganda kosninga gegnir sjónvarp lykilhlutverki.  Flokkarnir keppast við að fá sem mestan útsendingartíma og nota hann sem best til að hafa áhrif á skoðanamyndunina og hljóta því að velja sitt besta fólk til að koma þar fram.  Ragnheiður Elín sýndi og sannaði að þar höfðu Sjálfstæðismenn valið vel.  Stillingin og æðruleysið sem hún sýndi  ókurteisi Kristrúnar var aðdáunarverð.   

Ég varð í augnablik alveg fjúkandi reiður út í stjórnandann en áttaði mig svo á því að betri uppákomu gátum við Sjálfstæðismenn ekki fengið.  Það hefur stundum verið sagt að Ingibjörg Sólrún tali fylgið frá Samfylkingunni og þarna bættist henni þvílíkur liðsauki að ég er sannfærður um að það mun mælast í nokkrum prósentum í næstu skoðanakönnun. Kærar þakkir til þín Ragnheiður Elín fyrir þolinmæðina og skilninginn á því sem var að gerast.


Heim í pólitíkina og dagleg störf.

falcon2Þá er ég loksins kominn heim aftur og farinn að fylgjast með pólitíkinni og kosningavinnunni, sem komin er á fullt skrið.  Fór á setningu landsfundar Sjálfstæðisflokksins, sem var óvenju glæsileg og ræða formannsins ein af þeim hófstilltari og betri sem ég hef heyrt.  Um leið og ég mætti gekk ég beint í fangið á pabba, Theodór bróður og Björgu.  Við settumst við borðið hjá norðaustur kjördæmi og létum eins og við værum enn búsett fyrir austan. Þarna var fullt af góðu fólki sem gaman var að hitta.

Náði að kíkja aðeins við á föstudaginn líka og notaði þann tíma til að heils upp á fjöldann allan af félögum og vinum.  Í mínum huga er einn mikilvægasti þáttur landsfundar Sjálfstæðismanna einmitt að hitta mann og annan og deila með þeim skoðunum sínum og framtíðarsýn.

Dagleg störf í fullum gangi. Námskeiðahald út og suður. Fór á laugardaginn austur í Skeiða og Gnúpverjahrepp þar sem Hótel Hekla er og var þar með námskeið fyrir Kaupþing (eitt af 800 stærstu fyrirtækjum heims!)


Engin pólitík, engin álversumræða

Ég hef verið alveg sérstaklega latur að fara á netið og fylgjast með fréttum að heiman og er í raun hvíldinni feginn.  Ég missti af kosningunum um álverið í Hafnarfirði og öllum umræðunum sem ég sé að hafa verið á netinu í framhaldinu.  Sem betur fer. Mér leiðist það þegar þjóðin fer á umræðu-fyllirí um eitthvað tiltekið málefni, þetta hellist einhvervegin svo yfirmann. Úrslitin í Hafnarfirði liggja fyrir - niðurstað klár - stækkun álversins hafnað af íbúum Hafnarfjarðar og þá mætti málið vera dautt mín vegna.

Hins vegar sakna ég þess að fylgjast ekki með því sem er að gerast í pólitíkinni í aðdraganda kosninganna 12. maí n.k. en vonandi næ ég því upp um leið og ég kem heim - vona að Erla hafi geymt eitthvað af dagblöðum fyrir mig.


Ísland í nokkra daga, svo Ameríka. Margir á ferð og flugi

Þegar ég kem heim tekur við smá vinnutörn, aðallega námskeið og svo er ferðinni heitið til Philadelphia í Bandaríkjunum þann 27. apríl að heimsækja dætur mína, börnin þeirra og fjölskyldur.  Eftirvæntingin er kominn í 110 af 100 mögulegum.  Allt of langt síðan ég sá þau síðast. Bráðum eitt og hálft ár síðan ég sá Birnu og Michal Gísla og enn lengra síðan Elsa, Mike, Victor Axel, Raquel Stella og Sonja Liv komu í heimsókn til Íslands.  Þau hafa komið sér vel fyrir í nýju húsi rétt hjá þar sem Mike vinnur.  Mér sýnist á myndum að Victor Axel sé að verða að unglingi (alla vega í útliti) en ég vona að ég fái að hitta barnið í honum, alla vega í þetta sinn. 

Í milli tíðinni ætlar Erla að heimsækja Chloe til Newcastel og þær mæðgur ætla að skreppa til Parísar að hitta Mark.  Erla fer þann 15. apríl og kemur heim aftur 20.  Chloe líkar vel í vinnunni en hún er að vinna fyrir danskt húsgagnafyrirtæki og sér þar um framstillingu og "decoration" í glæsilegri húsgagnaverslun.  Hún er að ganga frá umsókn í arkitektaskóla fyrir næsta vetur og ég er alveg viss um að það verður í fínu lagi hjá henni - enda troðfull af hæfileikum á þessu sviði.

Gylfi er væntanlega að fara í hljómleikaferð, með hljómsveit sem ég man ekki hvað heitir, um Evrópu allan maí mánuð en ég vona að ég nái að hitta á hann áður en ég fer til USA.  Það hefur verið mikið að gera hjá honum undanfarið og ég reikna með að hann verði búinn að opna hljómsveitaaðstöðuna og upptökuverið þegar ég kem heim.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband