Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Námskeið: Hver tók ostinn minn? - Að takast á við breytingar

 

!cid_image001_jpg@01C9AA23Námskeiðið byggir á margfaldri metsölubók eftir Dr. Spencer Johnson. Hver tók ostinn minn? er saga af fjórum "karakterum" sem allir búa í Völundarhúsinu í Ostalandi þar sem ostur er tákn þess sem þeim er mikilvægt í lífinu. Fjórmenningarnir verða fyrir óvæntum breytingum þegar þeir uppgötva að allur osturinn þeirra hefur verið tekinn frá þeim og þeir standa skyndilega uppi ostalausir. Við fylgjumst með hvernig þeir bregðast við með mismunandi hætti og einn þeirra bregst í raun alls ekki við, heldur verður reiður og segir "... þetta er ekki sanngjarnt, þeir hljóta að skila ostinum aftur!!"

Á námskeiðinu eru kenndar aðferðir til að takast á við breytingar og vinna úr þeim. Þátttakendur læra að skapa nýtt og jákvætt viðhorf til breytinga og breyttra vinnubragða.

Notað er myndband með leikaranum góðkunna, Bjarna Hauki Þórssyni, þar sem Bjarni segir söguna ,,Hver tók ostinn minn?" Sýnt er fram á leiðir til árangurs í breyttu umhverfi við breyttar aðstæður.

Þessi misserin standa þúsundir fyrirtækja frammi fyrir hyldýpi rekstrarvanda af áður óþekktri stærð; vanda sem reynir á þanþol starfsfólks, sem þarf að laga sig að nýjum aðstæðum og taka á öllu sínu til þess að verja fyrirtæki og starf. Stofnanir verða að laga sig að nýju umhverfi nú þegar ríkið þarf að skera niður eftir þenslu undangenginna ára. Þúsundir hafa misst vinnu. Það eru liðlega átján þúsund manns á atvinnuleysisskrá - og fjölgar stöðugt. Fjölskyldur standa frammi fyrir nýjum aðstæðum, foreldrar og börn þurfa að standa saman í ólgusjó kreppu og óvissu. Það reynir á fólk.

Þjóðin stendur frammi fyrir líklega mestu breytingum íslensks samfélags frá kreppunni miklu fyrir áttatíu árum. Þetta eru tímar breytinga. Á tímamótum er hollt að líta í eigin barm og endurmeta hlutina.

Fyrirkomulag: Fyrirlestrar, myndband, vinnuhópar og umræður

Tímalengd: Þrjár klukkustundir með stuttum hléum.

GHJFDUBTLeiðbeinendur: Gísli Blöndal og Hallur Hallsson ráðgjafar.  Gísli er einn reyndasti leiðbenandi landsins með yfir 20 ára reynslu að baki og er þekktur fyrir hressilega framgöngu, lifandi og lærdómsrík námskeið. Hallur er gamalreyndur fréttahaukur, rithöfundur og landskunnur sjónvarpsmaður.

Upplýsingar og bókanir í síma 690 7100


Hver tók ostinn minn?

 

untitledÞessi misserin standa þúsundir fyrirtækja frammi fyrir hyldýpi rekstrarvanda af áður óþekktri stærð; vanda sem reynir á þanþol starfsfólks sem þarf að laga sig að nýjum aðstæðum og taka á öllu sínu til þess að verja fyrirtæki og starf. Stofnanir verða að laga sig að nýju umhverfi nú þegar ríkið þarf að skera niður eftir þenslu undangenginna ára. Þúsundir hafa misst vinnu. Það eru liðlega sautján þúsund manns á atvinnuleysisskrá - og fjölgar stöðugt. Fjölskyldur standa frammi fyrir nýjum aðstæðum, foreldrar og börn þurfa að standa saman í ólgusjó kreppu og óvissu. Það reynir á fólk.

Þjóðin stendur frammi fyrir líklega mestu breytingum íslensks samfélags frá kreppunni miklu fyrir áttatíu árum. Þetta eru tímar breytinga. Það finnum við sem þessar línur skrifum líkt og landsmenn allir. Á tímamótum er hollt að líta í eigin barm og endurmeta hlutina.

Fyrir átta árum kom út lítið kver sem naut mikilla vinsælda meðal fólks; bók sem í nokkur ár hefur verið ófáanleg en er aftur að koma í verslanir. Hver tók ostinn minn? eftir dr. Spencer Johnson er dæmisaga um skondna karaktera sem upplifa miklar breytingar þegar ostur þeirra er tekinn frá þeim. Þeir höfðu lifað í vellystingum praktuglega og notið aðdáunar samferðamanna. Osturinn er myndlíking þess sem við sækjumst eftir í lífinu; það kann vera starf eða sambúð, fjölskylda, heimili, peningar eða heilsa.

Loki, Lási og mýsnar Þefur og Þeytingur

!cid_image001_jpg@01C9AA23Litlu mennirnir Loki og Lási og mýsnar Þefur og Þeytingur eru söguhetjur Ostsins.  Lífið hafði leikið við þá þar til osturinn hvarf eins og dögg fyrir sólu! Félagarnir fjórir standa fyrir kenndir innra með okkur; mýsnar Þefur og Þeytingur fylgja eðlishvöt sinni og fara umsvifalaust að leita ostar. Litlu mennirnir Lási og Loki býsnast yfir óréttlæti heimsins enda höfðu þeir lifað praktuglega í þeirri fullvissu að velsæld þeirra varði um aldur og ævi. Þeir kvarta sáran. Neikvæðni og fordómar byrgja þeim sýn og taka frá þeim orku meðan mýsnar finna gnægð ostar.

Þar kemur þó að Lási tekst á við eigin ótta og þvermóðsku - og fer að sjá spaugilegar hliðar í eigin fasi. Von um umbun rekur hann áfram. Lási heldur út í völundarhúsið í leit að osti en Loki situr eftir og krefur heiminn um réttlæti - meiri ost og engar refjar.

Sagan er ofureinföld og fljótlesin. Hún er allt að því móðgandi því auðvitað vitum við öll að mannfólk er greindara en mýs. Gildi Ostsins felst ekki síst í því skapa orðræðu um kosti okkar og galla, fordóma og breyskleika; tungutak til þess að takast á við Loka sem er innra með okkur öllum, finna Lása og leysa hetjuna úr læðingi.

Við vitum að þessi litla saga hefur breytt lífi fólks. Hún hefur veitt fólki innblástur. Þá má nefna að Lúðrasveit Reykjavíkur hefur flutt samnefnt tónverk eftir Báru Sigurjónsdóttur. Samhliða ostinum er námskeið um Hver tók ostinn minn?

Höfundar: Gísli Blöndal og Hallur Hallsson.


Sölumennska fyrir fólk í ferðaþjónustu - besta leiðin til að auka tekjur fyrirtækja í ferðaþjónustu

Í breyttu efnahagsástandi og harðari samkeppni reynir meira á söluþekkingu framlínufólks en áður. Viðskiptavinir vilja ekki láta selja sér en þeir vilja gjarnan kaupa. Framkoma, viðmót og afstaðan til viðskiptavinarins skiptir því sífellt meira máli.

Árangur í sölumennsku byggir á því að seljandinn sé virkur og geri sér grein fyrir því að árangur hans er undir honum sjálfum kominn. Kynntar verða nýjar hugmyndir í sölumennsku og kenndar einfaldar aðferðir til að koma viðskiptavinunum í "kaup stuð".

Meðal þess sem tekið verður fyrir er:

  • Það fyrsta sem þú selur ert þú sjálfur
  • Viðbótarsala - "viltu franska með?"
  • Viðbótarsala er einföld leið til að veita meiri og betri þjónustu
  • Hvernig vilja viðskiptavinir láta koma fram við sig?
  • Ef þú getur fengið þá til að brosa getur þú fengið þá til að kaupa
  • Mótbárur - hvernig tökum við á þeim?
  • Viðhorf, viðmót og framkoma sölufólks og aðrir árangursríkir þættir.
  • Að gera sitt besta o.fl. o.fl.

Fyrir hverja?
Ætlað starfsfólki fyrirtækja í ferðaþjónustu svo og öllum þeim sem taka á móti ferðafólki bæði innlendu og erlendu. 

Tímalengd:
3 klst. Hægt er að fá sérsniðin námskeiðið eftir þörfum viðkomandi  fyrirtækis.

Leiðbeinandinn:
Leiðbeinandi er Gísli Blöndal, ráðgjafi, þjálfari og fararstjóri. Gísli er einn reyndasti leiðbenandi landsins með yfir 20 ára reynslu að baki og er þekktur fyrir hressilega framgöngu, lifandi og lærdómsrík námskeið.

Ráðgjöf og námskeið

Sími 690 7100

Netfang chloe@islandia.is

 

 

 


Gullaugað brennur - blendnar tilfinningar

Það voru blendnar tilfinningar að horfa á eldsvoðann í Gullauganu (Síðumúla 34) síðdegis í dag. Ég á merkilegar minningar tengdar þessu húsi fá árum mínum hjá Hagkaup. Þarna var til húsa Sigmund 1Grænmetisverslun landbúnaðarins (ríkisins) sem hafið með höndum einokun á innflutningi og sölu á m.a. kartöflum.  Mér er minnistætt þegar þeir buðu íslendingum upp á ónýtar kartöflur frá Finnlandi sem þeir höfðu fengið í skiptum fyrir kindakjöt. Þá var bæði okkur starfsfólki Haugkaups og að sjálfsögðu neytendum nóg boðið og við fórum í svokallað "kartöflustríð". Það kom í minn hlut að annast "stríðsreksturinn" og fara m.a. í það í samvinnu við vin minn hjá Dreifingu, Hauk Hjaltason að flytja inn "ólöglegar" kartöflur frá Bretlandi og Hollandi. Ég man líka eftir ferð austur á Höfn í Hornafirði til að gera innkaup á kartöflum beint frá bændum fram hjá kerfinu.
Forstjóri Grænmetisverslunar landbúnaðarins, með dyggri aðstoð forystumanna bæandsamtakanna, svöruðu þessum ósvífnu árásum okkar Hagkaupsmanna, fjölmiðla og almennings af fullri hörku en urðu að lokum að láta í "minni (kartöflu)pokann. Við unnum "kartöflustríði" eins og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sigraði eldsvoðann í Gullauganu í dag.
Þeir voru ófáir sem þökkuðu okkur í stríðslok og minnisstæðust er þessi vísa.

Gísli hann er konum kær
kætast þær að vonum.
Því allar vilja eignast þær
útsæði frá honum.

Sigmund hinn snjalli teiknari birti í Morgunblaðinu myndina sem hér fylgir með.


mbl.is Búið að slökkva eldinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband