Fjölskyldufréttir

 

sundlaugÞað er mikið að gerast á "stóru heimili" þessa dagana.  Um síðustu helgi var ég á faraldsfæti með námskeiðin mín. Byrjaði í Reykjavík á laugardeginum og var þá með fyrirlestur fyrir fagfélag skurðhjúkrunarfræðinga á Grand Hótel. Strax af því loknu varð ég að hendast vestur að Reykjanesi við Ísafjarðardjúp en þar var ég með námskeið á sunnudagsmorgninum.  Eftir hádegi keyrði ég svo suður aftur í frábæru veðri og það var ekki leiðinlegt að aka niður af Þorskafjarðarheiðinni niður í Breiðafjörðinn skammt frá Bjarkarlundi.  Eftir helgina var svo námskeið fyrir Securitas þannig að þessa var nokkuð annasöm helgi.

 

 

Sonja LivSonja Liv fór í kirtlatöku í gær og nú bíð ég eftir að heyra hvernig hefur gengið.  Mér er enn í fersku mynni þegar ég fór í svipaða aðgerð á barnadeild Landakotsspítala og þurfti þá að liggja inni í um viku tíma.  Sonja Liv er hörku stelpa og verður örugglega búin að jafna sig á þessu á örfáum dögum. 

 

 

 

S4010017Birna var að fá sér nýjan bíl í Ameríku og er voða montin.  Þetta er greinilega töluvert minna farartæki en maður á að venjast þarna í vestrinu en nú er bensínið orðið dýrt þar líka svo "minna er betra"

 

Chloe sundChloe er væntanleg heim í smá helgarfrí núna um helgina. Kemur heim á föstudagskvöld og flýgur til baka aftur á mánudag.  Hún er komin á fullt í arkitektaskólanum í Newcastle og líkar rosa vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband