Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Ég sé á teljaranum mínum að ég er í dag kominn með yfir 40.000 flettingar á þessari bloggsíðu. Þessi tala segi í sjálfu sér ekki mikið en mér sýnist þetta vera þó nokkuð þar sem ég er í sjálfu sér ekki að skrifa neitt sérstakt, sem vakið gæti áhuga annarra en minna nánustu. Ástæðan fyrir því að ég set annað slagið inn færslur er auðvitað sú að mín elskulega fjölskylda er búsett út um allar koppa grundir. Stelpurnar Elsa og Birna í Ameríku, Chloe í Englandi og Gylfi hér heima. Sjálfur er ég á sífeldu flakki var mestan partinn af liðnum vetri í Karabíahafinu og í næsta mánuði fer ég til Rhodos til sumardvalar. Þetta ágæt leið til að leyfa mínu fólki að fylgjast með mér og mínum. Ég fæ ekki mikið af athugasemdum við bloggfærslurnar en þær eru auðvitað góð leið fyrir mitt fólk til að lofa mér að heyra frá þeim og við það mættu þið vera duglegri. Með von um að lesendur mínir hafi það gott kveð ég að sinni
Vinir og fjölskylda | 23.4.2008 | 18:00 (breytt kl. 18:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinir og fjölskylda | 22.4.2008 | 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég sá ekki marga sem ég þekti eða kannaðist við á þessari göngu minni. Það getur svo sem vel verið að eftir allt "útstáelsið" mitt þekki ég orðið enga og kannist við fáa. Samt ofarlega á Laugaveginum kastaði ég kveðju á útvarpsmanninn geðþekka Frey Eyjólfsson og fyrir skemmtilega tilviljun hitti ég neðst Magnús R. Einarsson vin minn og útvarpsmanna. Ef ég tryði á tilviljanir í lífinu þá hefði þessi auðveldlega getað raskað ró minni því saman mynduðu þeir Magnús og Freyr hljómsveitina Sviðin jörð og gáfu út plötuna "Lög til að skjóta sig við". Það er alltaf jafn gaman að hitta Magnús og þegar ég sagði honum að ég ætlaði að fá mér kaffisopa mælti hann óhikað með Segafredo kaffihúsinu á Lækjartorgi. Eftir fund okkar hélt ég rakleiðis þangað og fékk þennan líka fína Cappotino eins og Magnús hafði lofað. Þarna sannaðist það enn einu sinni hvað veitingastaðir eiga mikið undir því komið að viðskiptavinir mæli með staðnum, það beinlínis skipti öllu.
Annað sem vakti athygli mína ofarlega á Laugarveginum voru fyrst tvær stúlkur og síðan nokkrar fleiri skömmu síðar. Þetta voru ungar fallegar meyjar svona á að giska 15 eða 16 ára, grannar og leggjalangar klæddar í mjög stutta og flegna kjóla. Hefði ég verið ferðamaður í ókunnu landi hefði ég vafalítið hneykslast á því hvað portkonurnar í þessu landi væru ungar! Enn annað sem var líka umhugsunar virði voru bílarnir sem óku í stríðum straum niður Laugaveginn. Ég gaf mér smá tíma til að virða þá fyrir mér og hugsaði; er virkilega kreppa í þessu landi? Ekki var það að sjá - BMWar, Benzar, Reinsar og Porsar. Hvað bull er þetta krepputal eiginlega.
Ég var á þessu rölti mínu á milli kl. 15 og 17 og það eina sem ég sakanaði á Laugaveginum var að það voru allt of margar verslanir lokaðar samt var nóg af fólki á svæðinu. Hvað eru kaupmennirnir að hugsa eða eru þetta kannski ekki alvöru kaupmenn sem eiga þessar lokuðu verslanir. Þeir munu líklega "vappa sinnar vinnu til á vonlausan kontórinn" á mánudag. Annars var þetta bara hin besta skemmtun, ágætis hreyfing og fínt að röfla við sjálfan sig.
Vinir og fjölskylda | 20.4.2008 | 11:41 (breytt kl. 11:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það hefur verið ónotalega lífsreynsla fyrir hina "allra klárustu konu" Guðnýju Hrund Karlsdóttur að klúðra gjörsamlega jómfrúræðu sinni á Alþingi á miðvikudaginn. Jómfrúrræður eru alla jafna mikilvægar ræður og eftir þeim tekið því þar gefa þingmenn gjarna tóninn um það sem koma skal og hvers megi vænta frá þeim í pólitík. Þetta hefði "klár" og reynslumikil kona, eins og Guðný Hrund er sögð vera, átt að gera sér grein fyrir.
Undirstaða góðrar ræðumennsku felst í tveimur orðum; undirbúningur og æfing. Undirbúningurinn hefði að sjálfsögðu átt að vera að skrifa ræðuna sína frá orði til orðs og síðan að útsetja hana fyrir flutning (ekki upplestur). Flutninginn hefði átt að tímamæla því ræðutími þingmanna er takmarkaður. Þingmaðurinn hefði átt að vera búinn að æfa flutninginn þar til hún hefði verið ánægð með útkomuna. Gott ráð er að "máta" ræðustólinn áður en ræðan er flutt og það hefði hún getað gert utan þingtíma. Að koma í fyrsta skipti í ræðustól á hinu háa Alþingi er örugglega mikilvæg stund fyrir þá sem það reyna og því er álagið allnokkuð eins og sannaðist hjá þingmanninum. Að hafa staðið þar áður í tómum þingsal hefði hjálpað mikið.
Góð ímynd þingmanna er þeim mjög mikilvæg og jafnvel þó þingmaðurinn lofi að "gera betur næst" mun "jónfrúar kjaftstoppið" lifa lengi.
Meira um málið hér: http://andresm.eyjan.is/ og hér: http://www.dv.is/frettir/lesa/7707
Vinir og fjölskylda | 18.4.2008 | 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrri myndin er að sjálfsögðu af mér sjálfum, tekin í bankanum hjá afa og ömmu og sú síðari er frá vetrinum mínum á Siglufirði og er tekin á árshátíð Gagnfræðaskóla Siglufjarðar. Þar spilaði þessa sérstaka hljómsveit en við vorum allir nemendur í Tónlistarskóla Siglufjarðar þenna vetur. Kennari okkar og stjórnandi var hinn stórkostlegi Gerhard Smith. Aftan á myndina hef ég skrifað: Á árshátíð GS. Frá vinstri; Magnús Guðbrandsson (gítar), Gísli Blöndal (tenor sax), Gerhard Smith (stjórnandi) Guðbrandur Gústafsson (alto sax), Víðir Eggertsson (barinton sax), Elías Þorvaldsson (píanó) og á trommur Valgeir Sigurðsson.
Vinir og fjölskylda | 16.4.2008 | 14:18 (breytt kl. 14:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
The International Songwriting Competition (ISC) is an annual song contest whose mission is to provide the opportunity for both aspiring and established songwriters to have their songs heard in a professional, international arena. ISC is designed to nurture the musical talent of songwriters on all levels, and promote excellence in the art of songwriting. Amateur and professional songwriters and musicians are invited to participate. ISC has the most prestigious panel of judges of all the songwriting and music contests in the world, offering exposure and the opportunity to have your songs heard by the most influential decision-makers in the music industry.
Verðlaunin sem piltarnir í Soundspell eru heldur ekki af verri endanum en þau eru:
FIRST PLACE WINNERS IN EACH CATEGORY
- 50 sets of D'Addario strings
- Shure Beta 58A microphone
- $100 gift certificate to Sam Ash
- THAYERS® Vocal Power Pack® VIP Touring Case
- Platinum Blue Music Intelligence Music Science evaluation package for 12 songs
- Sibelius G7 Software
- 12-month subscription to The Music Registry Record Xpress / A&R Directory
- 12-month subscription to The Music Registry Record Xpress/Publisher's Directory
- One-year membership to Onlinegigs.com
- Copy of The 2007 The Musician's Atlas
- Six-month SongU.com Platinum membership
- 12-month subscription to Keyboard, Guitar Player or Bass Player Magazine (your choice)
The First Place winner of the Teen category also receives a scholarship to Berklee College of Music's 2008 Five-Week Summer Performance Program. Tuition and room and board are included in this prize. Located in Boston, MA, Berklee College of Music was founded in 1945. It is the world's largest independent music college and the premier institution for the study of contemporary music.
Til hamingju strákar við getum öll verið stolt af ykkur
Allt um úrslit keppninnar má finna hér: http://www.songwritingcompetition.com/winners.htm
Íslensk unglingahljómsveit vann lagasmíðakeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | 10.4.2008 | 20:45 (breytt kl. 22:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Elsa var að senda mér póst sem ég læt fylgja hér fyrir neðan:
Mike and I are thinking about going to DC pending the outcome of my latest PET scan that I had on last Friday. I should get the results on Wednesday, I hope so. If the PET scan shows NO new brain tumor growth I can stay on my regularly scheduled chemo cycles. If there is a new tumor I might need radiation, or if the scan shows some scar tissue or infection I might need another surgery. I have a feeling it is all going to be OK and we are going to hopefully make some difference during Brain Tumor Action Week. Please read the note below.
Take care,
Elsa
Brain Tumor Action Week, May 4-10, is a function of the North American Brain Tumor Coalition.
Its purpose is to heighten awareness about brain tumors and to advocate for increased research funding and legislation that affects the 360,000 people who are living with the diagnosis of a brain tumor. To participate in your community, ask your local hospital, library or physician's office to set-up a display on brain tumor resources that week. You can order free, informational materials for your display by sending your name, address, and the dates of your exhibit, to the ABTA at http://mc587.mail.yahoo.com/mc/compose?to=info@abta.org
Details about Brain Tumor Action Week activities in Washington DC are available at http://hope.abta.org/site/R?i=4YbUdfisswtGRu10tGfY2g..
Also note other nationwide BT events at: http://www.abta.org/index.cfm?contentid=41
Register TODAY for Brain Tumor Action Week in Washington, DC on May 5 and 6
March 18, 2008
SPEAK UP FOR BRAIN TUMOR PATIENTS. Join the North American Brain Tumor Coalition in Washington, DC on May 5 and 6, 2008, to press the case for brain tumor research and care. Despite the efforts of some of the world's finest researchers to develop better therapies, individuals with brain tumors still do not have adequate treatment choices. In fact, the outlook for brain tumor patients has not improved significantly in the last 20 years. You can help change that situation by joining us in the fight for a stronger brain tumor research program - that means more federal dollars for brain tumor research, stronger support for translational and clinical brain tumor research programs, and enhanced collaboration among brain tumor researchers.
The NABTC is also working to remove barriers to quality care through elimination of the Medicare waiting period. Your voice is needed to persuade Congress to enact legislation to end the two-year waiting period to receive Medicare benefits.
These issues will be pressed in the Congress during Brain Tumor Action Week.
Get involved by joining us in Washington, DC. On May 5, from 9 am until 5 pm, brain tumor advocates will participate in an education day at the Washington Circle Hotel at One Washington Circle in DC. We will hear from brain tumor researchers, officials responsible for managing the brain tumor research effort at the National Institutes of Health, and other advocates. Educational presentations will help advocates prepare for a day of Hill visits on May 6, which will be scheduled for registered advocates.
Please go to http://www.nabraintumor.org/registration08.html to register online. Details of the registration process are available there.
If you cannot join us in DC, we encourage you to take action in your community during Brain Tumor Action Week from May 4 to 10. One activity you might consider is obtaining a proclamation for Brain Tumor Action Week from your state legislature, governor, city or county council, or mayor. Please see the sample proclamation available on the website. http://www.nabraintumor.org/wp/wp-content/uploads/2008/03/sample-resolution-for-btaw.pdf
Vinir og fjölskylda | 7.4.2008 | 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinir og fjölskylda | 7.4.2008 | 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það voru margar góðar minningar sem skutu upp kollinum í þessari heimsókn í Skagafjörðinn ekki síst frá því að ég var sem barn í sumarbúðum á Löngumýri. Þegar þeim lauk kom frændi minn séra Gunnar og sótti mig til að fara með mig í Glaumbæ þar sem ég átti að dvelja í nokkra daga. Það fyrsta sem Gunnar sagði við mig þegar hann sá mig var "habbðiru það gott frændi minn" með sínum fágað skagfirska framburði. Dvölin í Glaumbæ þetta sumarið var ekki löng en engu að síður mjög eftirminnileg ekki síst leikir okkar frændsystkinanna í gamlabænum sem nú er minjasafn.
Vinir og fjölskylda | 7.4.2008 | 21:52 (breytt kl. 21:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gísli Blöndal
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Ía Jóhannsdóttir
- .
- Einar Bragi Bragason.
- Grétar Örvarsson
- Gísli Tryggvason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Magnús Ragnar Einarsson
- Morgunblaðið
- Sigurður Þorsteinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- TómasHa
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hörður Hilmarsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Krummi
- Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
- Óttar Felix Hauksson
- Seyðfirðingar
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Skuld bókabúð
- Þórir S. Þórisson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar