Klár kona klúðrar jómfrúræðu

big-SAJ8759jpgÞað hefur verið ónotalega lífsreynsla fyrir hina "allra klárustu konu" Guðnýju Hrund Karlsdóttur að klúðra gjörsamlega jómfrúræðu sinni á Alþingi á miðvikudaginn. Jómfrúrræður eru alla jafna mikilvægar ræður og eftir þeim tekið því þar gefa þingmenn gjarna tóninn um það sem koma skal og hvers megi vænta frá þeim í pólitík. Þetta hefði "klár" og reynslumikil kona, eins og Guðný Hrund er sögð vera, átt að gera sér grein fyrir.

Undirstaða góðrar ræðumennsku felst í tveimur orðum; undirbúningur og æfing. Undirbúningurinn hefði að sjálfsögðu átt að vera að skrifa ræðuna sína frá orði til orðs og síðan að útsetja hana fyrir flutning (ekki upplestur). Flutninginn hefði átt að tímamæla því ræðutími þingmanna er takmarkaður. Þingmaðurinn hefði átt að vera búinn að æfa flutninginn þar til hún hefði verið ánægð með útkomuna. Gott ráð er að "máta" ræðustólinn áður en ræðan er flutt og það hefði hún getað gert utan þingtíma. Að koma í fyrsta skipti í ræðustól á hinu háa Alþingi er örugglega mikilvæg stund fyrir þá sem það reyna og því er álagið allnokkuð eins og sannaðist hjá þingmanninum. Að hafa staðið þar áður í tómum þingsal hefði hjálpað mikið.

Góð ímynd þingmanna er þeim mjög mikilvæg og jafnvel þó þingmaðurinn lofi að "gera betur næst" mun "jónfrúar kjaftstoppið" lifa lengi.

Meira um málið hér: http://andresm.eyjan.is/  og hér: http://www.dv.is/frettir/lesa/7707


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband