Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
er hornsteinn samfélagsins og sennilega mun mikilvægari en t.d. á Ítalíu. Fjölskyldur standa mjög þétt saman og börnin hafa forgang. Ef fjölskyldan fer saman út að borða á sunnudögum, sem þær gera margar alltaf, þá hafa börnin forgang. Skrifa sennilega meira um þetta seinna og þá ætla ég líka að skrifa um Grísku rétttrúnaðarkirkjuna.
Ég sakna barnanna minna. Elsu og Birnu í Ameríku og ekki síður barnabarnanna þar; Victors, Michaels, Raquelar og Sonju. Hef ekki haft tíma til að tala við þau síðan ég kom. Gylfi er sennilega kominn til Barcelona með vinum sínum og nýtur þess í botn. Chloe er í Newcastel og nýbúin að fá staðfestingu á skólavist næsta vetur í góðum háskóla. Hún ætlað að taka arkitektúr. Hjartanlega til hamingju elsku Chloe - you make me very proud!!!
Chloe ætlar að koma í heimsókn til mín í lok júní ásamt mömmu sinni. Byrjaður að telja niður dagana og þá líður tíminn alltaf hægar.
Vinir og fjölskylda | 31.5.2007 | 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Marios, umboðsmaðurinn okkar hér lék á alls oddi. Hann er feikna skemmtilegur karakter. Talar hátt og rífur kjaft út og suður við allt og alla og Rhodos dansar þegar Marios opnar munninn. Hörku duglegur og fylginn sér. Hann og hans ítalska eiginkona reka hótel í Selva (Val Gardena) í Dólómítafjöllum á Ítalíu, sem við íslendingar þekkjum svo vel og þar er hann á vetrum en hér á Rhodos rekur hann umboðsskrifstofu fyrir ferðaskrifstofur og hótel og hér er hann á sumrin. Sameiginlegan eigum við skíðaáhugann en þó hann sé í Selva allan veturinn og ég bara í eina viku skíða ég sennilega meira en hann.
Maturinn á Rhodos
er almennt mjög góður (frá mínum bæjardyrum séð) og Grísk matargerð á sér margar fastar hefðir. Ég hef verið sæmilega duglegur að smakka og bestar þykja mér litlu kjötbollurnar þeirra sem ýmist eru úr svína- kálfa- eða nautakjöti. Þeir kunna ágætlega að elda pasta og eru líka með sitt eigið "lasagna" en þeir kalla Moussakka, sem ég hef að vísu ekki prufað enn. Rhodos vínin eru alveg sæmileg (það dýrasta sjálfsagt best) og vín frá Emery í Enpona nokkuð áberandi. Sjálfur hef ég mjög einfaldan smekk; ef mér finnst vínið gott þá er það gott. Ouzouið er bara tær snilld. Bragðið minnir mig á æsku mína því mér þótti anís brjóstsykur góður þegar ég var krakki. Af Ouzoinu tek ég þó alltaf mjög lítinn sopa og mjög lítið hverju sinni. Minna er betra.
Vinir og fjölskylda | 31.5.2007 | 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
og hálfur mánuður hefur flogið í gegn án þess að ég hafi fundið mun frá einum degi til annars. Síðan ég komum hingað til Rhodos hef ég farið í nákvæma skoðunarferð um gömlu Rhodosborg, kafað í söguna og velt við steinum.
Allt frá því að Fönikíumenn komu til eyjunnar árið 2000 fyrir Krist, Dórarnir mæta á svæðið og Riddararegla heilags Jóhanns keypti eyjuna 1309 eftir Krist. Bærinn Rhodos var gerður að höfuðstað árið 408 fyrir Krist. Ég kíkti einnig inni í tímabilin upp úr 1500 eftir Krist þegar Tyrkir ná hér völdum, Ítalir tóku eyjuna 1912, Þjóðverjar ná henni 1943 og Bretar koma og frelsa 1945 og loks þegar Rhodos varð hluti af Grikklandi 1948. Það er ótrúlegt að skynja samt stolt eyjaskeggja yfir þjóðerni sínu eftir allar þessar hremmingar í gegn um árþúsundin. Þeir eru sannir og stoltir Grikkir og hér er höfuðstaður Dodekanese eyja eða "tylftareyja" (eyjarnar 12).
Við erum búin að fara í langa hringferð um eyjuna og skoða allflest sem máli skiptir. Koma við í kirkjum og hofum, smakka vínframleiðsluna og heimsækja bændur sem safna hunangi og kryddjurtum og vefa mottur og dúka og skoða strendurnar. Þetta er fögur eyja og hér er gott og alúðlegt fólk. Flestir vita eitthvað smá um Ísland og íslendinga og einstaka hafa komið til okkar í heimsókn eða langar mikið að koma. Okkur var boðið á Grískt kvöld í húsi Nikulásar af Glendi. Ekkert smáfjör og feikna gaman. Kvöldið byrjaði upp úr kl. 8 með mat og stanslausu fjöri til kl. 11. Grískur matur, Grísk vín, Grísk tónlist, Grískur söngur og sagan sögð í Grískum danski þar sem karlarnir leika stærra hlutverkið. Byrjað á þjóðardrykknum Ouzo og endað á dansinum Zorba. Þetta var alvöru.
Við erum búin að heimsækja Tyrkland. Sigldum til Marmaris eldsnemma morguns og skoðuðum okkur um í fylgd heimamanna. Heimsóttum gríðarstóra leðurverslun, gull og silfurbúð og sprönguðum um basarana þar sem öllu ægir saman og sennilega yfir 80% varningsins eru eftirlíkingar frægu vörumerkjanna. Uppgötvaði að tyrkneska teið er prýðilegt og kaffið betra en gott. Siglt til baka í lok dags eftir heitan tyrkneskan dag - ekkert verslað - bara skoðað.
Þetta er auðvitað bara brot af verkefnunum okkar hér, það hefur verið unnið og unnið borðað og sofað síðustu tvær vikurnar og ekkert um fram það.
Vinir og fjölskylda | 31.5.2007 | 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skrifað frá Rhodos 22. maí 2007.
Það hefur verið meira en nóg að gera síðustu daga og verður svo áfram því við erum að fá fyrstu farþegana okkar á laugardaginn. Við höfum verið að fara í skoðunarferðir, skoða hótelin, veitingastaðan og raunar allt annað sem máli skipti.
Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að þetta lýtur betur en vel út. Mikið líf á svæðinu, allt troðfullt af góðum veitingastöðum og kaffihúsum og veðrið er fínt. Hvað viljum við meira? Næturlífið er enn ó kannað en mér skilst að það sé meira en nóg af því. Ein gatan hér í Rhodosborg er kölluð Bar Street !!! Verður skoðað við fyrsta hentugleika.
Hef ekki haft tíma til að kíkja á fréttir að heiman en vissi að Geir var eitthvað að spjalla við Ingibjörgu og ég set allt mitt traust á Geir.
Ekki meira í bili. Næsta blogg eins fljótt og kostur er
Vinir og fjölskylda | 22.5.2007 | 14:18 (breytt kl. 16:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og ég hef sagt frá áður fór ég til Rhodos í skoðunar- og undirbúningsferð síðari hluta mars svo ég er ekki alveg ókunnugur þarna. Verkefnið okkar fyrstu dagana verður að undirbúa komu fyrstu farþegana og reyna að sjá til þess að allt sé eins og það á að vera á hótelunum og eins að safna eins miklu af upplýsingum um allt sem máli skipti og komið geta gestum okkar að gagni. Þessar upplýsingar setjum við í svokallaða "Heimsferðamöppu" sem verður á öllum okkar hótelum. Markmiðið með þessu er að farþegarnir okkar verði eins fljótir og mögulegt er að koma sér í "afslappað stuð". Eins þurfum við að fara í allmargar skoðunarferðir til að sjá og sannreyna að þær henti farþegum okkar. Ferðirnar sem helst koma til greina eru; dagsferð til Marmaris í Tyrklandi, skemmtisigling til hinar fögru eyjar Symi, skoðunarferð um Rhodosborg, ferð til Lindos og dagsferð um eyjuna. Þá má ég ekki gleyma vatnsskemmtigarðinum Water Park sem ég nefndi í greininni minni um Rhodos hér á undan.
Ég verð búsettur í gamla bænum í Ialyssos og skoðaði íbúð þar þegar ég var það í mars. Þetta er ágætis íbúð á annarri hæð, tvö herbergi, tvær hæðir (svolítið skondið). Niðri er eldhús, smá setkrókur og lítið baðherbergi en uppi er svefnherbergið undir súð. Þegar ég var þarna í vetur hitti ég gamla konu í næsta húsi sem var að hengja upp þvott - ég hugsa að ég semji við hana um þvottinn minn í sumar því lúxus eins og þvottavél er ekki í íbúðinni minni. Frá þessu ágæta húsi er tiltölulega stutt að hótelunum okkar í Ialysson.
Ég ætla að reyna að vera duglegur að blogga um það sem dagarnir bera í skauti sér - lofa samt ekki of miklu - sjáum til
Vinir og fjölskylda | 15.5.2007 | 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rhodos er gríðarlega spennandi sólarstaður. Þarna er líka sagan á hverju götuhorni og raunar á hverjum lófastórum bletti og í hverjum steini. Gamli hluti Rhodosborgar er ekki síst áhugaverður. Þarna hefst sagan nokkur þúsund árum fyrir Krist og þarna var í fornöld mikil miðstöð viðskipta enda eyjan á mörkum þriggja heimsálfa; Asíu, Afríku og Evrópu.
Rhodos er þekkt sem eyja sólar, sjávar og sands og því tilvalinn staður til sumardvalar. Hún er þriðja stærsta af Grísku eyjunum og opinberlega talin sólríkasti staður í Evrópu.
Ströndin í Ialyssos er um 6 km löng iðandi af mannlífi frá morgni og langt fram á kvöld. En það er fleiri strendur. Við Faliraki á austur ströndinni er annar þekktur sólbaðsstaður og þar skammt frá er Anthony Quinn Bay, kenndur við leikarann góðkunna en þarna var einmitt kvikmyndin Byssurnar í Navarone tekin. Í Faliraki er líka stærsti vatnsleikjagarður Evrópu, The Water Park þar sem finna má allt það sem einn slíkur hefur uppá að bjóða og raunar mikið meira. The Water Park er heill heimur út af fyrir sig þar sem vatnsdýptin er allt frá tveimur tommum niður í tvo og hálfan metra og hentar þannig öllum aldurshópum. The Pirate´s Ship - sjóræningjaskipið er ekki síst spennandi fyrir unga fólkið. Alvöru sjóræningjaskip með vatnsbyssum og öllu. Fyrir þau eldri má nefna Thrill Rides free fall rennibrautina - nafnið segir allt sem segja þarf.
Það er erfitt að láta sér leiðast á Rhodos. Gamli bæjarhlutinn í Rhodosborg er skemmtilegur heim að sækja hvort sem er að degi eða kvöldi. Sagan, menningin, söfnin, veitingastaðirnir, verslanirnar og fegurðin, allt eftir því sem við veljum hverju sinni. Dal fiðrildanna verða allir að sjá. Eyjan Simi, sem liggur skammt norður af Rhodos, er margrómuð fyrir fegurð en þangað er aðeins um tveggja tíma sigling. Stutt er að fara yfir til Marmaris þar sem verslunin blómstrar sem aldrei fyrr. Síðast en ekki síst; matur, vín og dans. Það er auðvelt að dansa Zorba! Besta ráðið til að læra dansinn er að horfa á myndina um Grikkjann Zorba og taka síðan nokkrar léttar æfingar. En munið að þessi frægi dans snýst um gaman, vináttu og sigra yfir erfiðleikum dagsins.
Vinir og fjölskylda | 14.5.2007 | 07:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinir og fjölskylda | 12.5.2007 | 11:16 (breytt kl. 11:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Áður en ég mætti höfðu þær Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri, Margrét Kristmannsóttir kaupmaður í Pfaff og formaður FKA og Steinunn Stefánsdóttir aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins verið með frábær innlegg. Erindið mitt bar yfirskriftina "Framkoma leiðtogans - að efla sjálfsöryggi og sjálftraust".
Eins og ég nefndi áður var ég síðastur á dagskránni og lét mig hafa það að "fleyta kerlingar" í orðsins fyllstu merkingu og reyndi um leið að vara svolítið skemmtilegur. Hvort það tókst eða ekki verða aðrir að dæma um.
Það voru mikil forréttindi að fá að vera eini karlmaðurinn innan um 70 glæsilegar konur í Glersalnum í Kópavogi þetta kvöld - ég skemmti mér konunglega. Takk fyrir mig.
Vinir og fjölskylda | 10.5.2007 | 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dagurinn í dag eins og aðrir dagar byrjaði á því að koma börnunum í skólann. Það er nú ekki flókið mál í þessum bæ. Út á gangstétt og 100 barnaskref til vinstri og þá eru þau kominn á þann stað sem skólabíllinn tekur þau. Afi hefur fengið að fara með og lagt sig fram um að vera mjög ábúðafullur til þess að sýnast mjög metnaðarfullur íslenskur afi. Þetta hefur tekist bara ágætlega. Við Elsa fórum síðan í morgun að skoða skólann þar sem Victor, Michael og Raquel eru. Þetta er töluvert mál. Elsa var búin að panta tíma með góðum fyrirvara því engum er hleypt inn í skólann nema í fylgd með starfsmanni. Maður þarf líka að skrá sig inn og út með fullu nafni, síma og heimilisfangi. En það var fleira en þetta sem var til fyrirmyndar. Þessi skóli, sem var opnaður 1999 er alveg sérstaklega vel búinn öllu sem til þarf. Tölvur og tæki í öðru hvoru horni, rúmgóðar stofur og víðir gangar og öll aðstaða eins og best verður á kosið. Skólastjórinn stökk fram á gang til að heilsa okkur hann er víst einn af þessum sem er allt í öllu og alltaf allstaðar. Hann þekkir öll skolabörnin sín 650 með nafni!!!. Slagorð skólans sem hangir upp við aðalinnganginn er: At this school children are our first priority.
Vinir og fjölskylda | 1.5.2007 | 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinir og fjölskylda | 1.5.2007 | 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gísli Blöndal
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Ía Jóhannsdóttir
- .
- Einar Bragi Bragason.
- Grétar Örvarsson
- Gísli Tryggvason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Magnús Ragnar Einarsson
- Morgunblaðið
- Sigurður Þorsteinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- TómasHa
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hörður Hilmarsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Krummi
- Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
- Óttar Felix Hauksson
- Seyðfirðingar
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Skuld bókabúð
- Þórir S. Þórisson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar