At this school children are our first priority

Tilbúnir í skólannDagurinn í dag eins og aðrir dagar byrjaði á því að koma börnunum í skólann.  Það er nú ekki flókið mál í þessum bæ.  Út á gangstétt og 100 barnaskref til vinstri og þá eru þau kominn á þann stað sem skólabíllinn tekur þau. Afi hefur fengið að fara með og lagt sig fram um að vera mjög ábúðafullur til þess að sýnast mjög metnaðarfullur íslenskur afi. Þetta hefur tekist bara ágætlega.  Við Elsa fórum síðan í morgun að skoða skólann þar sem Victor, Michael og Raquel eru.  Þetta er töluvert mál.  Elsa var búin að panta tíma með góðum fyrirvara því engum er hleypt inn í skólann nema í fylgd með starfsmanni. Maður þarf líka að skrá sig inn og út með fullu nafni, síma og heimilisfangi. En það var fleira en Flott þjónustaþetta sem var til fyrirmyndar.  Þessi skóli, sem var opnaður 1999 er alveg sérstaklega vel búinn öllu sem til þarf. Tölvur og tæki í öðru hvoru horni, rúmgóðar stofur og víðir gangar og öll aðstaða eins og best verður á kosið. Skólastjórinn stökk fram á gang til að heilsa okkur – hann er víst einn af þessum sem er allt í öllu og alltaf allstaðar.  Hann þekkir öll skolabörnin sín  650 með nafni!!!.  Slagorð skólans sem hangir upp við aðalinnganginn er: “At this school children are our first priority”.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband