Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Sögustund í Ameríku

P4291195Þetta hafa aldeilis verið fínir dagar hérna hjá krökkunum í Ameríku.  Við fórum í fyrradag niður til Philadelphia í stutta skoðunarferð um gamla miðbæinn þar sem frelsisklukkan er og stjórnarskráin (Declaration of Independence) var samin á sínum tíma. Ekki má heldur gleyma því að Philadelphia var líka upphaflega höfuðborg Bandaríkjanna.  Á heimleiðinni stoppuðum við í Valley Forge sem er eins Amerískt og nokkuð getur verið.  Þar dvaldi herdeild George Washington veturinn 1777 stutt áður en þeir unnu loks sigur á Bretum í Philadelphia en þetta var vendipunktur í frelsisstríðinu.  Við enduðum daginn með því að fara öll á veitingastað og fengum okkur góðan kvöldverð.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband