Dagarnir líða svo hratt

 

og hálfur mánuður hefur flogið í gegn án þess að ég hafi fundið mun frá einum degi til annars.  Síðan ég komum hingað til Rhodos hef ég farið í nákvæma skoðunarferð um gömlu Rhodosborg, kafað í söguna og velt við steinum.  03oldtowngate2

Allt frá því að Fönikíumenn komu til eyjunnar árið 2000 fyrir Krist, Dórarnir mæta á svæðið og Riddararegla heilags Jóhanns keypti eyjuna 1309 eftir Krist.  Bærinn Rhodos var gerður að höfuðstað árið 408 fyrir Krist.  Ég kíkti  einnig inni í tímabilin upp úr 1500 eftir Krist þegar Tyrkir ná hér völdum, Ítalir tóku eyjuna 1912, Þjóðverjar ná henni 1943 og Bretar koma og frelsa 1945 og loks þegar Rhodos varð hluti af Grikklandi 1948.   Það er ótrúlegt að skynja samt stolt eyjaskeggja yfir þjóðerni sínu eftir allar þessar hremmingar í gegn um árþúsundin.  Þeir eru sannir og stoltir Grikkir og hér er höfuðstaður Dodekanese eyja eða "tylftareyja" (eyjarnar 12).

Við erum búin að fara í langa hringferð um eyjuna og skoða allflest sem máli skiptir.  Koma við í kirkjum og hofum, smakka vínframleiðsluna og heimsækja bændur sem safna hunangi og kryddjurtum og vefa mottur og dúka og skoða strendurnar.  Þetta er fögur eyja og hér er gott og alúðlegt fólk. Flestir vita eitthvað smá um Ísland og íslendinga og einstaka hafa komið til okkar í heimsókn eða langar mikið að koma.  Okkur var boðið á Grískt kvöld í húsi Nikulásar af Glendi.  Ekkert smáfjör og feikna gaman. Kvöldið byrjaði upp úr kl. 8 með mat og stanslausu fjöri til kl. 11.  Grískur matur, Grísk vín, Grísk tónlist, Grískur söngur og sagan sögð í Grískum danski þar sem karlarnir leika stærra hlutverkið.  Byrjað á  þjóðardrykknum Ouzo og endað á dansinum Zorba.  Þetta var alvöru.

Við erum búin að heimsækja Tyrkland.  Sigldum til Marmaris eldsnemma morguns og skoðuðum okkur um í fylgd heimamanna. Heimsóttum gríðarstóra leðurverslun, gull og silfurbúð og sprönguðum um basarana þar sem öllu ægir saman og sennilega yfir 80% varningsins eru eftirlíkingar frægu vörumerkjanna. Uppgötvaði að tyrkneska teið er prýðilegt og kaffið betra en gott. Siglt til baka í lok dags eftir heitan tyrkneskan dag - ekkert verslað - bara skoðað.

Þetta er auðvitað bara brot af verkefnunum okkar hér, það hefur verið unnið og unnið borðað og sofað síðustu tvær vikurnar og ekkert um fram það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband