Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Takk fyrir ómetanlegan stuðning

Ég held heim til Íslands í dag með sömu vél og Gylfi kemur með. Okkur finnst að áfangasigri sé náð og full ástæða til að þakka fyrir allan stuðninginn sem við höfum fengið bæði að heiman frá Íslandi og eins öðrum. Margir hafa sent tölvupóst og aðrir...

Lyfjameðferð er niðurstaðan

Viðtalinu við læknana á Thomas Jefferson Hospital var að ljúka rétt í þessu. Elsa var að hringja og er afar sátt við niðurstöðurnar og það erum við líka. Ákveðið er að hún fari í lyfjameðferð, sem okkur hefur fundist mun betri kostur en geislameðferð svo...

Niðurstöðurnar komnar

Ágætur dagur að baki. Mike og Birna í vinnunni, Raquel, Victor og Michael í skólanum og við Elsa heima með Sonju. Um hádegið keyrðum við til Everson til þess að versla smávegis og ég var að vonast til að sjá eitthvað af Amish fólkinu sem býr þar í...

Ekki frekari fréttir fyrr en á fimmtudag eða föstudag

Biðin í dag hefur verið okkur dálítið erfið. En nú er loksins komið svar sem er í rauninni ekkert svar. Endanlegar niðurstöður úr rannsókninni eru ekki komnar enn. Samt sem áður er búið að setja upp tíma fyrir Elsu á sjúkrahúsinu í Philadelphia á...

Vonandi koma niðurstöður í dag

Við bíðum enn eftir hringingu frá læknunum á Thomas Jefferson University Hospital. Í dag er þriðjudagur og við áttum alveg eins von á að þeir mundu hringja í gær en ekkert gerðist. Þeir hljót því að hafa samband í dag. Okkur skildist að um leið og loka...

Öfgar í Ameríku

Fjölskyldan okkar tengist með margvíslegum hætti Bandaríkjunum. Erla flutti þangað ung að árum og bjó í New York nánast óslitið í um 18 ár. Chloe er fædd á Manhattan í desember 1981 en fluttist til Íslands tæplega 4 ára gömul. Elsa, Birna og Gylfi fóru...

Verkefni til að takast á við framundan

Elsa og Mike áttu langan og góðan fund með læknunum á Thomas Jefferson spítalanum í Philadelphia í dag. Endanleg niðurstaða er ekki komin en kemur á þriðjudaginn. Samt er ljóst að um krabbameinsæxli var að ræða og aðgerðin við að fjarlægja það tókst vel....

Bandríkjamenn hafna allri efnahagsaðstoð frá mér

Þegar ég kom til Bandaríkjanna fyrir um viku síðan átti ég í veskinu mínu nokkrar evrur, smá afgang frá því í sumar, sem ég hugðist skipta í dollara til að kaupa mér bækur eins og ég geri vanalega þegar ég kem hingað vestur. Eitt það fyrsta sem ég gerði...

Frábært val

Gott hjá Ólafi að leita til Péturs. Pétur er drengur góður og hefur staðið sig afar vel sem þjalfari og hann kann sitt fag. Óska okkur öllum til hamingju í þeirri von að Pétur taki starfið að sér.

Í dag hafa börnin forgang

Þegar börnin höfðu lokið heimanáminu í gær fórum við út til að koma fyrir öllu Halloween skrautinu. Þetta var töluverð vinna því þau vildu nota allt tiltækt skraut sem til var og geymt er niðri í kjallara. Graskerin voru tilbúin inni í bílskúr og nú var...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband