Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Dagskráin okkar er kominn í fullan gang og alltaf á mánudögum förum við í bæjarrölti í gömlu Rhodos borg og endum í stórveislu á veitingahúsinu Romeo. Við erum með hringferð um eyjuna, ferðir til Symi, til Marmaris í Tyrklandi að ógleymdu Grísku kvöldi með tilheyrandi mat, dansi og söng.
Ég er kominn með netsamband hérna heima og gríska símanúmerið mitt er +30 695 620 9957. Á fimmtudaginn var ég nýkominn heim úr vinnunni, kveikti á tölvunni minni, stillti á beina útsendingu hjá Rás 2 og nánast í sömu mund reið Suðurlandsskjálftinn yfir. Það var nokkuð ógnvekjandi að fylgjast með útsendingunni fyrstu mínúturnar en fréttafólk RUV stóð sig með mikilli prýði og á mikinn heiður skilið fyrir frammistöðuna og fagmennskuna.
Í gærkvöldi vorum við boðin í grill hjá Nektaríu vinkonu okkar og hennar manni en Nektaría er aðalleiðsögumaðurinn okkar hér á Rhodos. Yndislegt kvöld með góðri sögustund. Hitinn hér er dásamlegur, 30°+ og þá er hitinn á kvöldin svona um 20°.
Vinir og fjölskylda | 31.5.2008 | 11:25 (breytt 12.7.2008 kl. 17:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Næstum óraunveruleg veðurspá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | 23.5.2008 | 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þá er komið að því að halda til Rhodos á ný og brottförin er á laugardag. Ég er fullur tilhlökkunar og tel niður mínúturnar. Ég ætla að dvelja að þessu sinni á Rhodos fram til 20. september og á örugglega eftir að njóta hverrar mínútu. Rhodos er yndislegur staður, þar sem sagan er á hverju strái. En það er ekki það eina sem heillar. Rhodosbúar eru frábært fólk - eyjaskeggjar eins og við og í raun eigum við afar margt sameiginlegt. Ekki síst það að vera "skorpufólk". Á sumrum þegar ferðamannavertíðin stendur sem hæst þá vinna þeir flestir myrkranna á milli með bros á vör og fá þekki ég jafn geðgóða, hjálpsama og dugleg þrátt fyrir mikið álag.
Það verður ekki síst skemmtilegt að hitta vin minn Marios og heyra hann hvellu tenórrödd hljóma um alla miðborgina þegar honum mislíkar eða eitthvað er um það bila að fara úrskeiðis. Ég hef sagt það áður og segi það bara aftur; "þegar Marios upphefur raust sína þá dansar Rhodos"
Ég reikna með að búa í sömu íbúðinni og í fyrra í Diagorasarstræti í bænum Ialysos, sem er í um 10 km fjarlægð frá Rhodosborg. Það er alveg dásamlegt að búa í þessum gamla og fornfræga bæ sem var á sínum tíma (fyrir stofnun Rhodosborgar) einn af þremur borgríkjum eyjunnar. Í sundinu að innganginum mínum reikna ég með að hitta gömlu hjónin sem þar búa - það verða örugglega fagnaðar fundir. Þau sitja oftast þarna úti í skugganum síðdegis þegar ég kem úr vinnunni og ósjaldan gauka þau að manni einhverju góðgæti sem þau hafa annað hvort ræktað sjálf eða frúin útbúið. Ég má til með að færa þeim eitthvað góðgæti frá Íslandi en ég hef bara ekki hugmynd um hvað það ætti að vera. Smá hangikjöt? Nei varla, verð að fá betri hugmynd.
Þóra Katrín og Hildur Ýr verða þarna líka eins og í fyrra. Betri samstarfsmenn get ég varla hugsað mér.
Ég er búinn að vera duglegur í vetur að viða að mér efni um Jóhannesar Riddarana, sem svo sannarlega settu mark sitt á Rhodos áður en tvö hundruð þúsund manna her Tyrkja náði að hrekja þá á brott og þeir settust að á Möltu og hafa síðan verið kallaðir Mölturiddarar. Nú er bara að vinna út öllu þessu efni og vera duglegur að miðla öðrum af þessari stórmerku sögu.
Ég ætla að reina að vera duglegur að blogga frá Rhodos um leið og ég verð kominn í tölvusamband. Vona að það verði sem fyrst. Þeim sem hafa áhuga á að vera í sambandi bendi ég á Skype-símann - það kostar ekki krónu.
Vinir og fjölskylda | 22.5.2008 | 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vona að félagsfræðingarnir hjá Contexts.org finni þær á vefnum og setji í þær undri "félagsfræðilega rýni". Vil gjarnan að það komi fram að Sigmund er örugglega mesti og besti húmoristi Íslands, fyrr og síðar.
Myndasaga Sigmunds gagnrýnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | 20.5.2008 | 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bara góðar fréttir. Elsa fékk niðurstöður úr síðasta "skanna" í um daginn og þær eru bara mjög góðar - ekkert að sjá og ekkert að gerast. Betra getur það ekki verið og sannast nú enn og aftur að engar fréttir eru góðar fréttir. Hún fer í næstu skoðun í júlí og við gerum öll ráð fyrir að það sama verði upp á teningnum þá - vonandi. Hún er núna í sinni mánaðarlegu lyfjameðferð og gengur ágætlega. Eina sem er að valda henni erfiðleikum er að hún má ekki aka bíl, alla vega ekki næstu tvo til þrjá mánuðina og þeir sem til þekkja vita að það er ekki ákjósanleg staða í Ameríku.
Um daginn fóru krakkarnir í skólanum hennar Raquel í krabbameinsgöngu undir yfirskriftinni "LIVE STRONG" og var hún tileinkuð Elsu. Í bréfi sem Elsa sendi mér segir: "Check this out. Raquel's school is having a relay for life, which is a walk for the children to bring awareness to cancer. Her teacher thought it would be a good idea to sponsor someone with cancer on their walk and the teacher suggested me! and guess what I won! Here are the pictures of the children with their pledge signs saying who they will walk for in the relay for life(me). What an honor. Raquel was very happy and proud. I thought you would love to see it." Samstaðan og samhjálpin er enn til staðar og alveg ótrúlegt hvað samfélagið stendur vel saman þegar einhver á í erfiðleikum.
Michael Gisli for a Philadelphia Phillies Baseball, Hafnaboltaleik um helgina með ömmu sinni. Hann fékk að hitta nokkra leikmenn og einn þeirra áritaði húfuna hans. Einnig voru teknar myndir af þeim og settar a heimasíðu Phillies. Þetta er eitthvað sem ungur maður á eftir að mynnast lengi því þessir íþróttamenn er miklar hetjur og ekki á hverjum degi sem ungir menn fá slíkt tækifæri.
Vinir og fjölskylda | 19.5.2008 | 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vinir og fjölskylda | 11.5.2008 | 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þessi merkilega frétt vakti athygli mína ekki síst vegna þess að vinur minn Sir Cliff minntist ekki á þetta mál einu orði þegar við hittumst síðast í Portúgal um verslunarmannahelgina árið 2005. Franco var auðvitað bölvaður refur og því ekki að undra þó hann hafi reynt að leggja stein í götu stráksins frá Englandi. Það kom hinsvegar ekki í veg fyrir að hann næði heimsfrægð en man einhver eftir hinni spænsku Massiel?
Franco stal sigrinum af Cliff Richards | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | 6.5.2008 | 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég hef um langan tíma haldið því fram að ég þurfi ekki að þekkja til útvarpsmanna til þess að geta, með nokkurri vissu, sagt til um hvort þeir eru uppaldir á Reykjavíkursvæðinu eða úti á landi. Sumir útvarpsmenn, sennilega þó ágætlega menntaðir, eru oft svo grunnir í tali sínum um menn og málefni að greinilega má heyra að reynsluheimur þeirra er afar þröngur. Þeir þekkja ekki af eigin raun lífið í landinu sínu. Uppeldisstöðvarnar hafa sennilega verið bundnar við ákveðið hverfi í Reykjavík og lítið verið farið út fyrir það.
Útvarpsstöðin mín í langan tíma hefur verið Rás 2 og uppáhalds útvarpsmaðurinn minn er og hefur verið Magnús Einarsson, sem nú kveður Rás 2 eftir langa og farsæla veru þar sem einn af burðarásum stöðvarinnar. Ég verð að taka það fram hér að ég er e.t.v. ekki alveg hlutlaus, þar sem við Magnús höfum verið vinir frá því við vorum tæplega unglingar. Ein af mörgum ástæðum þess að ég dái Magnús svo mikið sem útvarpsmann er reynsla hans og þekking á ótal mörgum málum, sem hann hefur verið ólatur að miðla þjóðinni í þáttum sínum. Hann hefur líka það sem góður útvarpsmaður þarf að hafa, djúpan skilning á öllu því sem er að vera íslendingur. Hann er auk þess víðsýnn og vel ferðaður, áhugamaður um stjörnufræði, tónlistarmaður af Guðs náð og svo mætti lengi telja. Allt þetta og mikið meira til gerir hann að góðum útvarpsmanni.
Þetta á ekki að verða nein lofrulla um Magnús vin minn og því síður ætla ég mér að mæra hann í hástert. Það vill bara svo vel til að hann er frábært dæmi um það hvernig ég vil hafa góðan útvarpsmann og ég vona svo sannarlega að Rás 2 hafi fundið ekki bara rödd í staðin heldur manneskju með vit og skilning á því hvernig góður útvarpsmaður miðlar af reynslu sinni og þekkingu. Ég veit að ég mæli fyrir hönd ótal margra þegar ég segi; Magnús, þín mun verða sárt saknað.
Vinir og fjölskylda | 1.5.2008 | 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gísli Blöndal
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Ía Jóhannsdóttir
- .
- Einar Bragi Bragason.
- Grétar Örvarsson
- Gísli Tryggvason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Magnús Ragnar Einarsson
- Morgunblaðið
- Sigurður Þorsteinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- TómasHa
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hörður Hilmarsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Krummi
- Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
- Óttar Felix Hauksson
- Seyðfirðingar
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Skuld bókabúð
- Þórir S. Þórisson
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar