Fréttir frá Fíladelfíu

 

ElsaBara góðar fréttir. Elsa fékk niðurstöður úr síðasta "skanna" í um daginn og þær eru bara mjög góðar - ekkert að sjá og ekkert að gerast. Betra getur það ekki verið og sannast nú enn og aftur að engar fréttir eru góðar fréttir. Hún fer í næstu skoðun í júlí og við gerum öll ráð fyrir að það sama verði upp á teningnum þá - vonandi.  Hún er núna í sinni mánaðarlegu lyfjameðferð og gengur ágætlega.  Eina sem er að valda henni erfiðleikum er að hún má ekki aka bíl, alla vega ekki næstu tvo til þrjá mánuðina og þeir sem til þekkja vita að það er ekki ákjósanleg staða í Ameríku.

Um daginn fóru krakkarnir í skólanum hennar Raquel í krabbameinsgöngu undir Raquel er efst til vinstriyfirskriftinni "LIVE STRONG" og var hún tileinkuð Elsu. Í bréfi sem Elsa sendi mér segir: "Check this out.  Raquel's school is having a relay for life, which is a walk for the children to bring awareness to cancer.  Her teacher thought it would be a good idea to sponsor someone with cancer on their walk and the teacher suggested me! and guess what I won! Here are the pictures of the children with their pledge signs saying who they will walk for in the relay for life(me).  What an honor.  Raquel was very happy and proud.  I thought you would love to see it." Samstaðan og samhjálpin er enn til staðar og alveg ótrúlegt hvað samfélagið stendur vel saman þegar einhver á í erfiðleikum.

 

Michael Gísli með ömmu sinniMichael Gisli  for a Philadelphia Phillies Baseball, Hafnaboltaleik um helgina með ömmu sinni.  Hann fékk að hitta nokkra leikmenn og einn þeirra áritaði húfuna hans. Einnig voru teknar myndir af þeim og settar a heimasíðu Phillies. Þetta er eitthvað sem ungur maður á eftir að mynnast lengi því þessir íþróttamenn er miklar hetjur og ekki á hverjum degi sem ungir menn fá slíkt tækifæri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þetta eru góðar fréttir Gísli minn. Góðar kveðjur inn í bjarta viku héðan frá Stjörnusteini 

Ía Jóhannsdóttir, 19.5.2008 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband