Rhodos er yndisleg - frábærar móttökur

Með Þóru Katrínu og NektaríuÞað er gott að vera kominn aftur til Rhodos og móttökurnar sem við höfum fengið hér eru magnaðar, örugglega hundruðir af faðmlögum og ótrúlega margir muna meira að segja eftir manni með nafni. Gömlu konurnar mínar á neðri hæðinni  hér í Diagorusarstræti knúsuðu mig fastar en ég átti von á og ég var eiginlega að missa andann þegar þær loksins slepptu takinu. Marios vinur okkar á skrifstofunni er aðeins hljóðlátari en í fyrra og aðspurður hvers vegna svaraði hanna að bragði "more fuckt up than last year" en ég veit að það mun breytast fljótt.

Dagskráin okkar er kominn í fullan gang og alltaf á mánudögum förum við í bæjarrölti í gömlu Rhodos borg og endum í stórveislu á veitingahúsinu Romeo. Við erum með hringferð um eyjuna, ferðir til Symi, til Marmaris í Tyrklandi að ógleymdu Grísku kvöldi með tilheyrandi mat, dansi og söng.

SuðurlandsskjálftiÉg er kominn með netsamband hérna heima og gríska símanúmerið mitt er +30 695 620 9957.  Á fimmtudaginn var ég nýkominn heim úr vinnunni, kveikti á tölvunni minni, stillti á beina útsendingu hjá Rás 2 og nánast í sömu mund reið Suðurlandsskjálftinn yfir. Það var nokkuð ógnvekjandi að fylgjast með útsendingunni fyrstu mínúturnar en fréttafólk RUV stóð sig með mikilli prýði og á mikinn heiður skilið fyrir frammistöðuna og fagmennskuna.
Í gærkvöldi vorum við boðin í grill hjá Nektaríu vinkonu okkar og hennar manni en Nektaría er aðalleiðsögumaðurinn okkar hér á Rhodos.  Yndislegt kvöld með góðri sögustund.  Hitinn hér er dásamlegur, 30°+ og þá er hitinn á kvöldin svona um 20°.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott ad heyra ad allt gangi vel.  LOVE  BIRNA

Birna (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 00:53

2 identicon

Hæ Gísli

Hafðu það gott í sumar. Væri alveg til í að vera á Rhodos í 30 stiga hita.

Kveðja Maddý

Maddý (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband