Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
Strax eftir góðan morgunverð fórum við að taka okkur til fyrir knattspyrnuleiki sem framundan voru. Victor og Michale Gísli eru í sama liðinu en Raquael í öðru og það var leikið á tveimur stöðum. Leikirnir voru á tveimur stöðum á sama tíma þannig að þetta var svolítið flókið en hafðist samt með góðu skipulagi. Leikirnir töpuðust báðir en það skipti engu máli, leikgleðin og ánægjan var ósvikin og nú hafði afi fengið að sjá alvöru knattspyrnu í Ameríku.
Vinir og fjölskylda | 29.4.2007 | 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Elsa og Birna biðu mín í komusalnum með opinn faðminn og fyrir hönd Ameríku tók þær innilega á móti mér. Við vorum um tvo og hálfan klukkustund að keyra til Pottstown þar sem Elsa og Mike búa í nýbyggðu hverfi þar sem kyrrðin ræður ríkjum. Frábær staður til að ala upp börnin því þetta er eins og að vera úti í sveit. Kúabú í nágrenninu og samt stutt í alla þjónustu. Börnin voru öll í fasta svefni þegar ég kom enda klukkan að verða ellefu.
Vinir og fjölskylda | 29.4.2007 | 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kenneth E. Calho hjá SellingUniversity.com skrifar um bókina og segir:
"Jeffrey's books are terrific, and this one is no different. By focusing on key elements of personal persuasion and influence, and how to get your way with others, he's expanded his topics of influence from his other must-get "little red books" of salesmanship and more.
Highly recommended - all of Jeffrey's books are easy-to-read, they reveal what's really important in personal and professional persuasion, and he's my favorite sales trainer in the world - his tactics, and encouragement in his videos (all recommended!) are must-have resources for all sales professionals and anyone in business.
One more point: in this book, Jeffrey provides a wealth of tips for effectively persuading others that can be applied in personal as well as business situations, so it's a much wider focus than "sales only", and is therefore perfect for everyone who seeks to understand, engage, persuade and gain effective results when communicating with others, in all venues.
Terrific job, Jeffrey - you've hit another home run with "Getting Your Way!" Everyone should buy this book (and everything by Gitomer - he's an ace. He's "the" world class expert on sales success and effective persuasion).
Thanks again Gitomer - you rock!"
Ég renndi yfir listann og sá að Gitomer átti fleiri bækur á topp 100. http://www.amazon.com/gp/bestsellers/books/3/ref=pd_ts_pg_1/103-6898439-8864616?ie=UTF8&pg=1
5. sæti "Little Red Book of Sales Answers: 99.5 Real World Answers That Make Sense, Make Sales, and Make Money".
6. sæti bók eftir hann sem kom út fyrr í vetur og heitir "Little Gold Book of YES! Attitude: How to Find, Build and Keep a YES! Attitude for a Lifetime of SUCCESS".
10. sæti "Little Black Book of Connections: 6.5 Assets for Networking Your Way to Rich Relationships
33. sætið vermir bókin "Customer Satisfaction Is Worthless, Customer Loyalty Is Priceless : How to Make Customers Love You, Keep Them Coming Back and Tell Everyone They Know" og í
36. sæti "The Little Red Book of Selling: 12.5 Principles of Sales Greatness".
45. sæti "The Sales Bible" bók sem er búin að vera á metsölulistum í mörg ár (uppáhalds bókin mín).
Þetta kom mér svo sem ekki mikið á óvart enda maðurinn snillingur, hvort sem er sem bókarhöfundur, fyrirlesari eða sölu og þjónustu gúrú. Ég hvet áhugasama til að kíkja endilega á http://www.gitomer.com/ og skoða betur hvað þessi snillingur hefur uppá að bjóða og fram að færa.
Bloggar | 24.4.2007 | 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég man að þegar foreldrar mínir heimsóttu mig í sveitina að Hnitbjörgum í Jökulsárhlíð þá pantaði ég alltaf nammi og Spur Kóla. En þetta eru greinilega breyttir tímar.
Bloggar | 23.4.2007 | 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þær eru núna á leiðinni upp til Edinborgar og ætla svo áfram til Glasgow þaðan sem Erla flýgur heim á morgun. Vonandi sendir Chloe mér fleiri myndir úr Parísarferðinni fljótlega því eins og þær sögðu var þetta frábær ferð.
Bloggar | 21.4.2007 | 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 20.4.2007 | 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sigmar hafði enga stjórn á Kristrún þar sem hún greip umsvifalaust fram í fyrir Regnheiði í hvert skipti sem beint var til hennar spurningu eða hún gerði tilraun til að tjá sig. Í minni sveit var það kallað ókurteisi, dónaskapur og vanvirðing að grípa fram í fyrir fólki þegar það tjáði sig. Kristrún gerði þetta ekki bara einu sinni eða tvisvar heldur stanslaust allan tímann. Ef þetta eru venjulegir mannasiðir í ,,samræðustjórnmálum" Samfylkingarinnar þá skil ég vel að fylgi kvenna sé á hraðri leið frá þeim.
Í aðdraganda kosninga gegnir sjónvarp lykilhlutverki. Flokkarnir keppast við að fá sem mestan útsendingartíma og nota hann sem best til að hafa áhrif á skoðanamyndunina og hljóta því að velja sitt besta fólk til að koma þar fram. Ragnheiður Elín sýndi og sannaði að þar höfðu Sjálfstæðismenn valið vel. Stillingin og æðruleysið sem hún sýndi ókurteisi Kristrúnar var aðdáunarverð.
Ég varð í augnablik alveg fjúkandi reiður út í stjórnandann en áttaði mig svo á því að betri uppákomu gátum við Sjálfstæðismenn ekki fengið. Það hefur stundum verið sagt að Ingibjörg Sólrún tali fylgið frá Samfylkingunni og þarna bættist henni þvílíkur liðsauki að ég er sannfærður um að það mun mælast í nokkrum prósentum í næstu skoðanakönnun. Kærar þakkir til þín Ragnheiður Elín fyrir þolinmæðina og skilninginn á því sem var að gerast.
Bloggar | 14.4.2007 | 21:39 (breytt kl. 21:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Náði að kíkja aðeins við á föstudaginn líka og notaði þann tíma til að heils upp á fjöldann allan af félögum og vinum. Í mínum huga er einn mikilvægasti þáttur landsfundar Sjálfstæðismanna einmitt að hitta mann og annan og deila með þeim skoðunum sínum og framtíðarsýn.
Dagleg störf í fullum gangi. Námskeiðahald út og suður. Fór á laugardaginn austur í Skeiða og Gnúpverjahrepp þar sem Hótel Hekla er og var þar með námskeið fyrir Kaupþing (eitt af 800 stærstu fyrirtækjum heims!)
Bloggar | 14.4.2007 | 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hins vegar sakna ég þess að fylgjast ekki með því sem er að gerast í pólitíkinni í aðdraganda kosninganna 12. maí n.k. en vonandi næ ég því upp um leið og ég kem heim - vona að Erla hafi geymt eitthvað af dagblöðum fyrir mig.
Bloggar | 7.4.2007 | 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í milli tíðinni ætlar Erla að heimsækja Chloe til Newcastel og þær mæðgur ætla að skreppa til Parísar að hitta Mark. Erla fer þann 15. apríl og kemur heim aftur 20. Chloe líkar vel í vinnunni en hún er að vinna fyrir danskt húsgagnafyrirtæki og sér þar um framstillingu og "decoration" í glæsilegri húsgagnaverslun. Hún er að ganga frá umsókn í arkitektaskóla fyrir næsta vetur og ég er alveg viss um að það verður í fínu lagi hjá henni - enda troðfull af hæfileikum á þessu sviði.
Gylfi er væntanlega að fara í hljómleikaferð, með hljómsveit sem ég man ekki hvað heitir, um Evrópu allan maí mánuð en ég vona að ég nái að hitta á hann áður en ég fer til USA. Það hefur verið mikið að gera hjá honum undanfarið og ég reikna með að hann verði búinn að opna hljómsveitaaðstöðuna og upptökuverið þegar ég kem heim.
Bloggar | 7.4.2007 | 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gísli Blöndal
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Ía Jóhannsdóttir
- .
- Einar Bragi Bragason.
- Grétar Örvarsson
- Gísli Tryggvason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Magnús Ragnar Einarsson
- Morgunblaðið
- Sigurður Þorsteinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- TómasHa
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hörður Hilmarsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Krummi
- Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
- Óttar Felix Hauksson
- Seyðfirðingar
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Skuld bókabúð
- Þórir S. Þórisson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar