Engin pólitík, engin álversumræða

Ég hef verið alveg sérstaklega latur að fara á netið og fylgjast með fréttum að heiman og er í raun hvíldinni feginn.  Ég missti af kosningunum um álverið í Hafnarfirði og öllum umræðunum sem ég sé að hafa verið á netinu í framhaldinu.  Sem betur fer. Mér leiðist það þegar þjóðin fer á umræðu-fyllirí um eitthvað tiltekið málefni, þetta hellist einhvervegin svo yfirmann. Úrslitin í Hafnarfirði liggja fyrir - niðurstað klár - stækkun álversins hafnað af íbúum Hafnarfjarðar og þá mætti málið vera dautt mín vegna.

Hins vegar sakna ég þess að fylgjast ekki með því sem er að gerast í pólitíkinni í aðdraganda kosninganna 12. maí n.k. en vonandi næ ég því upp um leið og ég kem heim - vona að Erla hafi geymt eitthvað af dagblöðum fyrir mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband