Sunnudaginn 2. nóvember ætlar Elsa og fjölskylda hennar og vinir að taka þátt í "vonargöngu" í Philadelphia sen nefnist The Brain Tumor Society's Race for Hope - Philadelphia. Ég ætla að sjálfsögðu að slást í hópinn, þó svo ég sé nú ekki mikill göngugarpur, eða þannig. Gengnir verða fimm kílómetrar og hefst gangan við "Rocky-tröppurnar" frægu við Philadelphia Art Museum.
Ég skrifa þessar línur í þeirri vona að þið takið þátt í þessu með okkur og styðjið þannig við baráttu Elsu og tilgang þessarar göngu sem er "Race for Hope". Þetta getið þið gert með því að vera með okkur í anda þennan sunnudag og eins með því að fara inn á linkinn hér fyrir neðan og styðja þannig fjárhagslega við samtökin Brain Tomor Society, sem vinna ötulega að rannsóknum á þessum sjúkdómi og eins styðja þau á alla lund við bakið á þeim sem greins hafa með heilaæxli.
Hópurinn hennar Eslu nefnist ELSA´S VIKINGS og telur nú þetar um 30 manns og ætla þeir flesti að koma með okkur í gönguna. Í þessum hópi er m.a. tengdaforeldrar hennar sem koma akandi alla leið frá Buffalo. Elsa og Mike eru búin að útvega víkingahúfur sem við verðum með í göngunni.
Við gerum okkur fulla grein fyrir að fjárhagslegur stuðningur er ekki auðveldur frá Íslandi þessa dagana en t.d. 10$ ættu ekki að setja landið á hliðina þrátt fyrir erfiða stöðu. Þátttaka ykkar og stuðningur er mikils metinn.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 24.10.2008 | 15:21 (breytt kl. 23:03) | Facebook
Um bloggið
Gísli Blöndal
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Ía Jóhannsdóttir
- .
- Einar Bragi Bragason.
- Grétar Örvarsson
- Gísli Tryggvason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Magnús Ragnar Einarsson
- Morgunblaðið
- Sigurður Þorsteinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- TómasHa
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hörður Hilmarsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Krummi
- Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
- Óttar Felix Hauksson
- Seyðfirðingar
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Skuld bókabúð
- Þórir S. Þórisson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.