Gangið með okkur til góðs – RACE FOR HOPE

Kæru vinir og fjölskylda.

1wJSunnudaginn 2. nóvember ætlar Elsa og fjölskylda hennar og vinir að taka þátt í "vonargöngu" í Philadelphia sen nefnist The Brain Tumor Society's Race for Hope - Philadelphia. Ég ætla að sjálfsögðu að slást í hópinn, þó svo ég sé nú ekki mikill göngugarpur, eða þannig. Gengnir verða fimm kílómetrar og hefst gangan við "Rocky-tröppurnar" frægu við Philadelphia Art Museum.

Ég skrifa þessar línur í þeirri vona að þið takið þátt í þessu með okkur og styðjið þannig við baráttu Elsu og tilgang þessarar göngu sem er "Race for Hope". Þetta getið þið gert með því að vera með okkur í anda þennan sunnudag og eins með því að fara inn á linkinn hér fyrir neðan og styðja þannig fjárhagslega við samtökin Brain Tomor Society, sem vinna ötulega að rannsóknum á þessum sjúkdómi og eins styðja þau á alla lund við bakið á þeim sem greins hafa með heilaæxli.

Hópurinn hennar Eslu nefnist ELSA´S VIKINGS og telur nú þetar um 30 manns og ætla þeir flesti að koma með okkur í gönguna. Í þessum hópi er m.a. tengdaforeldrar hennar sem koma akandi alla leið frá Buffalo. Elsa og Mike eru búin að útvega víkingahúfur sem við verðum með í göngunni.

Við gerum okkur fulla grein fyrir að fjárhagslegur stuðningur er ekki auðveldur frá Íslandi þessa dagana en t.d. 10$ ættu ekki að setja landið á hliðina þrátt fyrir erfiða stöðu. Þátttaka ykkar og stuðningur er mikils metinn.

http://www.braintumorsociety.org/site/TR/Events/08_PARaceforHope?px=1588126&pg=personal&fr_id=1290&et=iCRcFzld5i_E2qAzWR6wLg..&s_tafId=20880


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband