Magnús vinur minn Einarsson sendi mér loksins fréttir af sér og sínum fyrir fáum dögum. Hann heimsótti mig til Portúgal fyrir tveimur árum en miðað við ferðaplönin hans á ég varla von á honum í sumar.
Ég læt fylgja hér brot úr bréfinu hans (án leyfis höfundar):
Sæll Gísli minn,
Takk fyrir að hugsa fallega til mín, af mér er nefnilega allt gott að frétta, er rétt að komast í frí og ætla til Rómar....
.....Hér er búin að vera bongóblíða undanfarnar vikur eins og þú hefur eflaust frétt, allir kaffibrúnir og hamingjusamir með þessar loftslagsbreytingar, þetta er nú bara hér fyrir sunnan, fyrir austan og norðan er búið að vera skítkalt og leiðinlegt.
Talandi um bongóblíðu, var það ekki stórvinur okkar Halldór Gunnarsson sem smíðaði þetta orð þegar hann orti textann Sólarsamba fyrir Magga Kjartans? Mig minnir það, enda nýþurrkaður þá og enn í fantastuði. Reyndar dettur hann sjaldan úr stuði kallinn.
Ég er búinn að fara í laxveiði, hestaferðir og sitthvað fleira nú í sumar, svona eins mikið og ég hef getað. Núna stendur sem sé til að fara til.... og svo verð ég í fríi hér heima....... planið er að fara uppá hálendið með dæturnar og kærustuna í útilegu, svona eins og veður leyfir.
En hvað er að frétta af þér? Á ég bara að fara inná bloggið þitt til að fá fréttir?
Ég hitti Óla Má af og til, stopult þó, finnst ekki nægur kraftur í honum, sést sjaldan á fengsælum miðum miðbæjarins. Hann verður að fara að drífa sig og finna sér.......... prívat kellingu.
Afsakaðu kæri vin hvað ég er latur að blogga, ætla að rífa mig upp á afturendanum og drita þarna einhverju inn á næstunni.
Beztu fáanlegar kveðjur, mre
Það væri ekki leiðinlegt ef allir vinir mínir væru jafn elskulegir og Maggi og sendu mér línur af og til. Margfalt ósýrara en síminn.
Vinir og fjölskylda | 17.7.2007 | 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi mynd var tekin af dóttursyni mínum og vini fyrir tveimur vikum síðan. Þá var hann að sigla með vinafólki sínu rétt fyrir utan Seaside Hights í New Jersey. Sannarlega ábúðamikill kappinn sá og vafalaust á hann eftir að stjórna stærra fleyi þegar fram í sækir. Michael Gísli stefnir að því að verða stór og sterkur eins og pabbi hans var.
Vinir og fjölskylda | 14.7.2007 | 07:09 (breytt kl. 07:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta hafa verið fínir dagar að undanförnu. Hitabylgjan sem skall á okkur í lok júní er að baki og nú stendur mælirinn bara í 30 gráðum á daginn og 25 gráðum á kvöldin. Betra getur það ekki verið.
Það hefur verið nóg að gera - allar vélar fullar og nóg af verkefnum að takast á við. Heimsókn Chloe og Erlu fer nú senn að ljúka, Chloe fer heim til Newcastle á morgun og Erla heim til Reykjavíkur á laugardaginn svo það verður heldur dauflegra í kotinu mínu hér í Diagorusar-stræti í Ialyssos næstu vikurnar.
Um næstu helgi tökum við í notkun nýtt hótel, Rhodos Palace http://www.rodos-palace.gr/ sem er eitt af glæsilegustu hótelunum hér á eyjunni. Heimsferðir bjóða þar upp á viku dvöl þann 14. og 21. júlí. Þetta verður sannarlega rós í hnappagatið hjá okkur. Á þessu hóteli hafa m.a. dvalið Sir Rodger Moor, drottningin af Jórdaníu, Lady Margaret Tatcher, Stefanopoulus forseti Grikklands og margt fleira stórmenna. Ég læt fylgja hér með mynd sem ég tók um daginn þegar við fórum og fengum okkur að borða í gamla bænum. Meira seinna.
Vinir og fjölskylda | 10.7.2007 | 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Loksins er ég kominn með Grískt símanúmer. Það væri ekki amalegt ef vinir og ættingjar létu heyra í sér annað slagið.
Chloe og Erla er komnar í heimsókn. Chloe ætlar að vera í 2 vikur en Erla í 3. Þær er svona rétt að átta sig á umhverfinu og við erum öll að leggja okkur fram um að deila litla húsnæðinu í Diagoras stræti. Erla hefur verið dugleg að fara með mér í skoðunarferðir og Chloe fór í gær með mér til Marmaris í Tyrklandi. Það hefur verið ansi heitt undanfarna daga enda hitamet slegin nánast á hverjum degi. Í dag föstudag er aðeins að draga úr hitanum og aftur og í dag er líka hálfur frídagur hjá mér og við ætlum að sjálfsögðu á ströndina og í kvöld ætla þær að koma með mér á Grískt skemmtikvöld í þorpinu Pastida.
Vinir og fjölskylda | 30.6.2007 | 05:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)

Vinir og fjölskylda | 25.6.2007 | 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú fer að fjölga í kotinum mínu við Diagorastræti í ialyssos.
Erla er væntanlega með fluginu frá Íslandi í dag og Chloe kemur frá Newcastle á miðvikudag. Hún kemur í beinu flugi með Thomas Cokk
Vinir og fjölskylda | 23.6.2007 | 07:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Í sumar bý ég í bænum Ialyssos á Rhodos og rétt fyrir aftan mig er fjallið Filerimos, sem ég tók umsvifalaust í sátt og er núna "fjallið mitt" enda "bærinn minn við rætur fjallsins. Við Hildur Ýr skruppum í sunnudagsbíltúr (reyndar föstudagsbíltúr - föstudagar eru okkar frídagar í sumar) upp á fjallið og röltum aðeins um svæðið. Ég var hálf latur enda vorum við að koma af ströndinni en Hildur Ýr var í skoðunarstuði og tók myndir af fallegum munstrum og merkilegum. Hildur Ýr er listakona og leitar hugmynda víða, bæði í náttúrunni og fallegum fornum minjum.
Uppi á fjallinu eru fornminjar og þar á meðal 18 metra hár kross og eftirlíking af Golgata. Þarna byggðu Jóhannesar riddararnir fyrsta kastalann sinn áður en þeir hófust handa annarsstaðar á eyjunni. Þarna er líka falleg kirkja sem mjög vinsælt er að gifta sig í og einnig klaustur sem ítalir reistu en stendur autt í dag. Síðast ern ekki síst er gríðarlega fallegt útsýni af fjallinu niður til Ialyssos, yfir bæinn Ixya og norður til Rhodosborgar og á suðurströnd Tyrklands.
Vinir og fjölskylda | 22.6.2007 | 20:26 (breytt kl. 20:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Fararstjóri vill styttri ferðir fyrir nýstúdenta
Þetta er stærsti hópur sem hefur farið í útskriftarferð frá Íslandi," segir Þóra Björk Halldórsdóttir, fararstjóri Heimsferða á Fuerteventura á Kanaríeyjum.
Eins og kom fram í Fréttablaðinu lenti 240 manna útskriftarhópur frá Verzlunarskóla Íslands í hrakningum á Fuerteventura í upphafi sumars þegar herlögregla tók að vakta hópinn á nóttunni þegar þau skemmtu sér og á fundum sem haldnir voru vegna skemmdarverka og drykkjuláta á hótelinu. Flestir voru til fyrirmyndar en auðvitað voru svartir sauðir innan um," segir Þóra Björk.
Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að kalla til lögreglu ef fleiri en hundrað manns safnast saman og því hafi hótelstjórinn ekki þorað öðru en kalla til herlögreglu þegar allur hópurinn safnaðist saman á fund. Sumir krakkarnir voru hræddir við lögregluna," segir Þóra Björk. Hún bætir við að vikudvöl sé hámarkstími fyrir svona ferðir og nauðsynlegt að hóparnir séu miklu minni en hópur Verzlunarskólans í ár.
Vinir og fjölskylda | 22.6.2007 | 05:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er aldeilis lúxus að vara kominn með netið. Þessa frétt fann ég á austurland.is og hún gladdi mig mjög.
"Nýr geisladiskur lítur dagsins ljós
Einar Bragi Bragason, saxófónleikari og skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar og Hákon Aðalsteinsson skáld, gefa út nýjan geisladisk eftir rúma viku. Diskurinn inniheldur ljóð og texta eftir Hákon Aðalssteinsson en lögin eru eftir Einar Braga en þeir fá ýmsa góðkunna söngvara til að ljá rödd sína en sem dæmi má nefna Ernu Hrönn Ólafsdóttur, Siggu Beinteins, Öllu Bergþórs og Steinar Gunnarsson. Einnig syngja höfundarnir sitt lagið hvor. Diskurinn var að mestu unninn í Stúdíó Steinholti á Seyðisfirði en Það er Geimsteinn sem sá um svokallaða masteringu disksins, Hugi Guttormsson tók ljósmyndir og Einn, tveir og þrír ehf hannaði plötuumslagið."
Tveir stórsnillingar, sem ég hef kynnst á lífleiðinni, saman á diski. Það verðður sérdeilis spennandi að heyra hvað frá Ég læt fylgja með skemmtilega mynd sem tekin var af Einar Braga í aðdraganda þorrablóts á Seyðisfirði fyrir fáum árum.
Vinir og fjölskylda | 22.6.2007 | 04:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fékk stutt fréttabréf frá vini mínum Pétri Kristins um daginn þar sem hann sagði mér hestasögur, álit sitt á Samfylkingunni í ríkisstjórn og einnig frá áhuga sínum á Færeyjabanka. Kærar þakkir Pétur.
Við náðum einum frídegi föstudaginn 9. júní og fórum þá á ströndina í Antoni Quins Bay. Frábær staður þar sem hluti af bíómyndinni Byssurnar í Navarone var tekin. Vinir Þóru Katrínar frá Ítalíu komu í heimsókn til okkar færandi hendi með frábæran hádegisverð. Ananas í forrétt, Vatnsmelóna með Ítalskri skinku í aðalrétt og hvítlauksbrauð, ostur og appelsínusafi í eftirrétt. Í gær (föstudag) náðum við hálfum degi í pásu og fórum á aðra alveg frábæra strönd og ég náði þeim einstaka árangri að brenna smá!!! S.l. fimmtudagskvöld bauð manna hennar Þóru okkur Hildi Ýr í geggjaða veislu; Íslenskt lambalæri með brúnuðum kartöflum, brúnni sósu og rabbabarasultu.
Núna erum við að undirbúa komu og brottför á eftir og svo er 17. júní með öllu tilheyrandi á morgun. Gleðilega hátíð.
Vinir og fjölskylda | 16.6.2007 | 09:44 (breytt kl. 09:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gísli Blöndal
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
Ía Jóhannsdóttir
-
.
-
Einar Bragi Bragason.
-
Grétar Örvarsson
-
Gísli Tryggvason
-
Ingólfur H Þorleifsson
-
Jón Axel Ólafsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Magnús Ragnar Einarsson
-
Morgunblaðið
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
TómasHa
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Guðrún Katrín Árnadóttir
-
Hörður Hilmarsson
-
Jón Gerald Sullenberger
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Krummi
-
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
-
Óttar Felix Hauksson
-
Seyðfirðingar
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Skuld bókabúð
-
Þórir S. Þórisson
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar