Brot úr bréfi frá Magga Einars

Magnús vinur minn Einarsson sendi mér loksins fréttir af sér og sínum fyrir fáum dögum. Hann heimsótti mig til Portúgal fyrir tveimur árum en miðað við ferðaplönin hans á ég varla von á honum í sumar. 

 Ég læt fylgja hér brot úr bréfinu hans (án leyfis höfundar):

Sæll  Gísli minn,

Takk fyrir að hugsa fallega til mín, af mér er nefnilega allt gott að frétta, er rétt að komast í frí og ætla til Rómar....

.....Hér er búin að vera bongóblíða undanfarnar vikur eins og þú hefur eflaust frétt, allir kaffibrúnir og hamingjusamir með þessar loftslagsbreytingar, þetta er nú bara hér fyrir sunnan, fyrir austan og norðan er búið að vera skítkalt og leiðinlegt.

Talandi um bongóblíðu, var það ekki stórvinur okkar Halldór Gunnarsson sem smíðaði þetta orð þegar hann orti textann Sólarsamba fyrir Magga Kjartans? Mig minnir það, enda nýþurrkaður þá og enn í fantastuði. Reyndar dettur hann sjaldan úr stuði kallinn.

Ég er búinn að fara í laxveiði, hestaferðir og sitthvað fleira nú í sumar, svona eins mikið og ég hef getað. Núna stendur sem sé til að fara til.... og svo verð ég í fríi hér heima....... planið er að fara uppá hálendið með dæturnar og kærustuna í útilegu, svona eins og veður leyfir.

En hvað er að frétta af þér? Á ég bara að fara inná bloggið þitt til að fá fréttir?

Ég hitti Óla Má af og til, stopult þó, finnst ekki nægur kraftur í honum, sést sjaldan á fengsælum miðum miðbæjarins. Hann verður að fara að drífa sig og finna sér..........Magnús vinur minn Einarsson prívat kellingu.

Afsakaðu kæri vin hvað ég er latur að blogga, ætla að rífa mig upp á afturendanum og drita þarna einhverju inn á næstunni.

Beztu fáanlegar kveðjur, mre

Það væri ekki leiðinlegt ef allir vinir mínir væru jafn elskulegir og Maggi og sendu mér línur af og til.  Margfalt ósýrara en síminn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband