Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Jarðskjálfti á Rhodos

Skjálfti á RhodosÞað var ónotalegt að vakna upp um kl. 06:30 í morgun að jarðskjálfti skók rúmið mitt. Ég var svolitla stund að átta mig á hvað væri eiginlega í gangi. Skjálftinn sem reyndist vera um 6,3 stóð í dágóða stund og hér í nágrenninu fór allt á fullaferð. Fólk þusti út úr húsum og hundarnir geltu eins og óðir væru.
Samkvæmt fréttunum hér átti skjálftinn upptök sín í hafinu hér suður af Rhodos á um 13 km dýpi og var eins og áður sagi 6,3 eða svipaður skjálftanum heima fyrr í sumar. Yfirvöld hér upplýsa að ekki sé vitað um meiðsl á fólki eða alvarlegar skemmdir á byggingum.
Ég fór skömmu síðar og kíkti á fólkið okkar á fjölmennustu hótelunum og sátu þá flestir úti í garði og spjölluðu. Ekkert amaði að enda tóku flestir þessu með stóískri ró því ýmsu vanir í þessum efnum.

Sprningin hvort þetta væri 45 milljóna virði var skýr.

Ég held að það sé vel þess virði að hlusta á svar viðmælanda nokkru sinnum og spyrja síðan fréttamanninn; hvert var svarið?
mbl.is Dýr bæjarstjóri í Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög viðeigandi. Ég mundi skýra allar skolpstöðvar heimsins í höfuðið á honum

4698355r59Ég mæli einnig með "niðurdýfingarskýrn"
mbl.is George W. Bush skolphreinsistöðin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband