Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Ég var ekki fyrr komin heim en framsóknarmaðurinn Björn Ingi stóð ljóslifandi í sjónvarpinu og sagðist vera með heilu hnífasettin í bakinu (þeir kasta hnífum sem eiga þá). Um þetta snerist mikil umræða, væntanlega til að reyna að ná fjandans kutunum úr bakinu á manninum.
Því verki var örugglega ekki lokið þegar allt ætlaði vitlaust að verða í borgarpólitíkinni. Nýr meirihluti varð til á hálftíma þrátt fyrir leynilegar viðræður í marga dag og nú er kominn nýr borgarstjóri og þá um leið nýr meirihluti í borginni. Læknirinn (sem líka var sjúklingur) og frændi vinar míns er orðinn borgarstjóri í Reykjavík. Hann var einu sinni í sama stjórnmálaflokki og ég og hann hefur einu sinni sprautað mig gegn flensu en sú sprauta klikkaði, sjaldan eða aldrei fengið eins hundleiðinlega flensu.
Umræðan um þetta brölt á örugglega eftir að verða drepleiðinleg alveg eins og mér er sagt að umræðan um skipan Þorsteins Davíðssonar sem dómstjóra hafi líka verið drepleiðinleg. Þorsteinn er ágætur, þekki hann og hef unnið með honum að góðum málum
Það er því ágætt að vera aftur á útleið og sleppa við allar þessar leiðinda umræður sem hellast yfir þjóðina eins og flensa sem sprautur læknisins hafa ekki unnið á.
Ég kem aftur heim þann 15. febrúar og fer svo sólarhring seinna á skíði til Ítalíu með vinum mínum í SF-Alp. Þar verður engin leiðinda umræða í gangi bara eldheitar umræður um allt og ekki neitt þar sem menn takast á af fullum kröftum í þeim tilgangi einum að skemmta sér og öðrum. Engir hnífar í bakið, ekkert kjaftæði, bara kjafturinn og klofið eins og kerlingin sagði. En um fram allt verður skíðað, skíðað og aftur skíðað.
Vinir og fjölskylda | 21.1.2008 | 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Guðmundur frændi var fæddur á Seyðisfirði 17. desember árið 1926 og var því liðlega tvítugur um það leiti sem ég kom í heiminn. Svo lengi sem ég man var Guðmundur uppáhalds frændi minn og vinur. Hann var í mjög mörgu mín fyrirmynd eða "idol-stjarna" eins og það er kallað núna. Alla mína barnæsku bjó hann í húsinu hjá afa og ömmu á Austurveginum og eftir að hann kvæntist Jónhildi þegar ég var 6 ára bjuggu þau sín fyrstu hjúskaparár þar. Guðmundur frændi var fyrirmynd mín á skíðum, hann var góður og kunnáttusamur ljósmyndari sem átti sína myrkrakompu og vann sínar myndir sjálfur. Hann smitaði mig af hvoru tveggja þó aldrei næði ég jafn góðum árangri og hann. Guðmundur Gíslason var einn vandaðisti maður sem ég hef kynnst. Hann var í Útvegsbankanum á Seyðisfirði með Theodóri afa og síðar Landsbankanum alla sína starfævi og þar sannaðist það á hverjum degi hversu vandaður hann var. Ég á Guðmundi frænda margt að þakka og það er margs að minnast þegar ég lít yfir genginn veg en ég læt þetta nægja að sinni. Jónhildi, Guðrúnu Valdísi, Friðrik og Val sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Vertu sæll kæri frændi og takk fyrir samleiðina.
Vinir og fjölskylda | 19.1.2008 | 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þetta var mjög skemmtilegt kvöld og við nutum þess alveg sérstaklega að ræða ekki um vinnuna heldur allt annað milli himins og jarðar. Að lokum héldum við svo heim á hótel og spiluðum Domino fram undir morgun enda frídagur daginn eftir.
Á nýjársdag nutum þess svo að hvíla okkur í hvítum sandinum og fagur bláum sjónum á ströndinni í litla bænum Sosúa.
Vinir og fjölskylda | 10.1.2008 | 16:37 (breytt 22.1.2008 kl. 07:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sendi öllum ættingjum mínum og vinum góðar áramótaóskir héðan frá Dóminíska lýðveldinu.
Það er heldur að lengjast í mér hérna niðurfrá. Chloe fór til englands þann 29. des. og Erla fór heim til Íslands þann 30. des. og lenti heima á gamlársdag. Árið byrjaði ekki mjög vel hjá okkur þar sem á nýjársnótt kviknaði í bílageymslunni okkar. Mér skilst að bíllinn hennar hafi sloppið en við vitum ekki enn hvort einhverjar skemmdir hafi orðið á dóti sem við erum með þar í geymslu.
Núna er áætlað að ég komi heim þann 19. jan. en reynslan hefur kennt mér að það getur breyst á síðustu stundu en þetta er alla vega áætlunin nú um stundir.
Góðar kveðjur til allra sem þetta lesa
Vinir og fjölskylda | 4.1.2008 | 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Gísli Blöndal
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Ía Jóhannsdóttir
- .
- Einar Bragi Bragason.
- Grétar Örvarsson
- Gísli Tryggvason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Magnús Ragnar Einarsson
- Morgunblaðið
- Sigurður Þorsteinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- TómasHa
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hörður Hilmarsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Krummi
- Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
- Óttar Felix Hauksson
- Seyðfirðingar
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Skuld bókabúð
- Þórir S. Þórisson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar