Þessi misserin standa þúsundir fyrirtækja frammi fyrir hyldýpi rekstrarvanda af áður óþekktri stærð; vanda sem reynir á þanþol starfsfólks sem þarf að laga sig að nýjum aðstæðum og taka á öllu sínu til þess að verja fyrirtæki og starf. Stofnanir verða að laga sig að nýju umhverfi nú þegar ríkið þarf að skera niður eftir þenslu undangenginna ára. Þúsundir hafa misst vinnu. Það eru liðlega sautján þúsund manns á atvinnuleysisskrá - og fjölgar stöðugt. Fjölskyldur standa frammi fyrir nýjum aðstæðum, foreldrar og börn þurfa að standa saman í ólgusjó kreppu og óvissu. Það reynir á fólk.
Þjóðin stendur frammi fyrir líklega mestu breytingum íslensks samfélags frá kreppunni miklu fyrir áttatíu árum. Þetta eru tímar breytinga. Það finnum við sem þessar línur skrifum líkt og landsmenn allir. Á tímamótum er hollt að líta í eigin barm og endurmeta hlutina.
Fyrir átta árum kom út lítið kver sem naut mikilla vinsælda meðal fólks; bók sem í nokkur ár hefur verið ófáanleg en er aftur að koma í verslanir. Hver tók ostinn minn? eftir dr. Spencer Johnson er dæmisaga um skondna karaktera sem upplifa miklar breytingar þegar ostur þeirra er tekinn frá þeim. Þeir höfðu lifað í vellystingum praktuglega og notið aðdáunar samferðamanna. Osturinn er myndlíking þess sem við sækjumst eftir í lífinu; það kann vera starf eða sambúð, fjölskylda, heimili, peningar eða heilsa.
Loki, Lási og mýsnar Þefur og Þeytingur
Litlu mennirnir Loki og Lási og mýsnar Þefur og Þeytingur eru söguhetjur Ostsins. Lífið hafði leikið við þá þar til osturinn hvarf eins og dögg fyrir sólu! Félagarnir fjórir standa fyrir kenndir innra með okkur; mýsnar Þefur og Þeytingur fylgja eðlishvöt sinni og fara umsvifalaust að leita ostar. Litlu mennirnir Lási og Loki býsnast yfir óréttlæti heimsins enda höfðu þeir lifað praktuglega í þeirri fullvissu að velsæld þeirra varði um aldur og ævi. Þeir kvarta sáran. Neikvæðni og fordómar byrgja þeim sýn og taka frá þeim orku meðan mýsnar finna gnægð ostar.
Þar kemur þó að Lási tekst á við eigin ótta og þvermóðsku - og fer að sjá spaugilegar hliðar í eigin fasi. Von um umbun rekur hann áfram. Lási heldur út í völundarhúsið í leit að osti en Loki situr eftir og krefur heiminn um réttlæti - meiri ost og engar refjar.
Sagan er ofureinföld og fljótlesin. Hún er allt að því móðgandi því auðvitað vitum við öll að mannfólk er greindara en mýs. Gildi Ostsins felst ekki síst í því skapa orðræðu um kosti okkar og galla, fordóma og breyskleika; tungutak til þess að takast á við Loka sem er innra með okkur öllum, finna Lása og leysa hetjuna úr læðingi.
Við vitum að þessi litla saga hefur breytt lífi fólks. Hún hefur veitt fólki innblástur. Þá má nefna að Lúðrasveit Reykjavíkur hefur flutt samnefnt tónverk eftir Báru Sigurjónsdóttur. Samhliða ostinum er námskeið um Hver tók ostinn minn?
Höfundar: Gísli Blöndal og Hallur Hallsson.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 21.3.2009 | 17:02 | Facebook
Um bloggið
Gísli Blöndal
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Ía Jóhannsdóttir
- .
- Einar Bragi Bragason.
- Grétar Örvarsson
- Gísli Tryggvason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Magnús Ragnar Einarsson
- Morgunblaðið
- Sigurður Þorsteinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- TómasHa
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hörður Hilmarsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Krummi
- Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
- Óttar Felix Hauksson
- Seyðfirðingar
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Skuld bókabúð
- Þórir S. Þórisson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.