Námskeið: Hver tók ostinn minn? - Að takast á við breytingar

 

!cid_image001_jpg@01C9AA23Námskeiðið byggir á margfaldri metsölubók eftir Dr. Spencer Johnson. Hver tók ostinn minn? er saga af fjórum "karakterum" sem allir búa í Völundarhúsinu í Ostalandi þar sem ostur er tákn þess sem þeim er mikilvægt í lífinu. Fjórmenningarnir verða fyrir óvæntum breytingum þegar þeir uppgötva að allur osturinn þeirra hefur verið tekinn frá þeim og þeir standa skyndilega uppi ostalausir. Við fylgjumst með hvernig þeir bregðast við með mismunandi hætti og einn þeirra bregst í raun alls ekki við, heldur verður reiður og segir "... þetta er ekki sanngjarnt, þeir hljóta að skila ostinum aftur!!"

Á námskeiðinu eru kenndar aðferðir til að takast á við breytingar og vinna úr þeim. Þátttakendur læra að skapa nýtt og jákvætt viðhorf til breytinga og breyttra vinnubragða.

Notað er myndband með leikaranum góðkunna, Bjarna Hauki Þórssyni, þar sem Bjarni segir söguna ,,Hver tók ostinn minn?" Sýnt er fram á leiðir til árangurs í breyttu umhverfi við breyttar aðstæður.

Þessi misserin standa þúsundir fyrirtækja frammi fyrir hyldýpi rekstrarvanda af áður óþekktri stærð; vanda sem reynir á þanþol starfsfólks, sem þarf að laga sig að nýjum aðstæðum og taka á öllu sínu til þess að verja fyrirtæki og starf. Stofnanir verða að laga sig að nýju umhverfi nú þegar ríkið þarf að skera niður eftir þenslu undangenginna ára. Þúsundir hafa misst vinnu. Það eru liðlega átján þúsund manns á atvinnuleysisskrá - og fjölgar stöðugt. Fjölskyldur standa frammi fyrir nýjum aðstæðum, foreldrar og börn þurfa að standa saman í ólgusjó kreppu og óvissu. Það reynir á fólk.

Þjóðin stendur frammi fyrir líklega mestu breytingum íslensks samfélags frá kreppunni miklu fyrir áttatíu árum. Þetta eru tímar breytinga. Á tímamótum er hollt að líta í eigin barm og endurmeta hlutina.

Fyrirkomulag: Fyrirlestrar, myndband, vinnuhópar og umræður

Tímalengd: Þrjár klukkustundir með stuttum hléum.

GHJFDUBTLeiðbeinendur: Gísli Blöndal og Hallur Hallsson ráðgjafar.  Gísli er einn reyndasti leiðbenandi landsins með yfir 20 ára reynslu að baki og er þekktur fyrir hressilega framgöngu, lifandi og lærdómsrík námskeið. Hallur er gamalreyndur fréttahaukur, rithöfundur og landskunnur sjónvarpsmaður.

Upplýsingar og bókanir í síma 690 7100


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband