Tóku þessu með stóískri ró"
Ég held það sé óhætt að fullyrða að Íslendingarnir tóku þessu með stóískri ró," segir Gísli Blöndal, fararstjóri Heimsferða, en um 200 Íslendingar eru staddir á grísku eyjunni Rhodos þar sem jarðskjálfti, sem mældist 6,3 á Ricther, reið yfir í morgun klukkan 6:26 á staðartíma.
Þetta var ansi hressilegur kippur, og hann stóð yfir frekar lengi, ég heimsótti stærstu hótelin okkar skömmu eftir skjálftann og þá sat fólk pollrólegt úti í garði," segir Gísli og bætir við að fólk hafi ekki farið strax inn á hótel þar sem umræða hafi verið um hugsanlegan eftirskjálfta. Gísli segir óhætt að fullyrða að allir hafi fundið fyrir skjálftanum en hann segist ekki hafa heyrt í neinum sem hafi orðið fyrir einhverjum skakkaföllum.
Gísli segir að töluvert fát hafi verið á íbúum eyjunnar skömmu eftir skjálftann og að fólki hafi þust út úr húsum og hundar æst sig, en það hafi fljótlega róast.
Að sögn Gísla eru jarðskjálftar algengir á Grikklandi en þar verða samanlagt fleiri jarðskjálftar en í allri Evrópu. Ein kona lést í skjálftanum í morgun þegar hún datt niður stiga í þorpinu Archangelos.
Jac G. Norðquist búsettur í Danmörku skrifar:
"Æsingur........
Ég væri sennilega ennþá að hlaupa um í hringi með grenjuslefuna lekandi úr munnvikjunum, hás af öskrum og með hræðsluglampa í trylltum augunum ! Ef það er eitthvað sem að hræðir mig meira en saltfiskur með kartöflumús og tómatsósu, þá er það sólarstrandar jarðskjálfti. Stóísk ró yrði það síðasta sem kæmi upp í huga minn ef sandströndin færi að skálfa undir sólbrenndum rassinum á mér.... ekki séns í helvíti að ég yrði einn af þessum "rólegu" í svona skelfingarástandi."
Jóhannes Ragnarsson búsettur í Ólafsvík skrifar:
"Áköllum heilagan Ragnar skjálfta
Ég hefi nú aldrei vitað annað eins helvítis kjaftæði. Hvað er það sem þessi hr. G. Blöndall kallar ,,stóíska ró?" Mínar góðu og trúverðugu heimildir segja, að Íslendingarnir sem lentu í jarðskjálftanum á Ródos í morgun, hafi hlaupið um, fram og til baka, eins og hjartveikir apakettir þegar fór að skjálfa undir þeim. Og allmargir þeirra hafi verið komnir með blautan botninn þegar hrynunni lauk. Þó var kyndugast, segja mínar heimildir, að þegar neyðin var stærst og ringulreiðin mest, þá hafi Íslendingarnir gleymt Guði algjörlega, en þess í stað ákallað Ragnar jarðskjálftafræðing Stefánsson sér til hjálpar. Meira að segja harðsvíruðust Sjálfstæðismenn hafi í angist sinni veinað hvað eftir annað upp nafn heilags Ragnars skjálfta og beðið hann, í fullkomri trúarvissu, að stöðva jarðhræringarnar á Ródos tafarlaust og strax.
Auðvitað bænheyrði Ragnar, sá góði maður og sósíalisti, fólkið og stöðvaði jarðskjálftann."
Einar Oddur Ólafsson skrifar:
"Íslenskar hetjur
Meðan það kemur mikið fát á íbúa Rhodos taka Íslenskar hetjur þessu með stóískri ró ó já.Ekki verið að æsa sig þú að jörðin skjálfi undir fótum þeirra og íbúar Rhodos skelfast.Nei við erum víkingaþjóð ekkert hræðir okkur.Gott að ég var ekki á Rhodos þá væri þessi frétt öðruvísi,líklega talað um lafhræddan Íslending sem hafi hlaupið út og neitaði alfarið að gista áfram í þessum hristara og þráði ekkert annað en að komst í burtu.Ég hef ekki enn lagt í að fara til Selfoss og Hveragerðis af ótta um jarðskjáfta.Líklega er ég ekki víkingur."
Hólmdís Hjartardóttir skrifar:
"Sjálfskipuð skjálftavakt
Smáskjálftarina er núna í Vatnajökli. Stærstu skjálftarnir mældust 3.5 og 3.1 á Richter. Ætli við tökum því ekki bara með stóískri ró eins og ferðalangarnir á Rhodos. En mikið vildi ég að veðrið á Rhodos væri komið í garðinn minn....en það er að þorna á, kannski verður hægt að fara á skriðsóleyjarveiðar seinni partinn."
Prófessor Mambó skrifar:
"Vel mælt hjá Gísla
Það á sérlega vel við að kalla rólyndisleg viðbrögð landa okkar "stóísk" eins og Gísli gerir hér.
Stóuspekin er upprunnin á þessum slóðum og byggir á æðruleysi, sjálfsaga, sjálfssátt og sálarró.
Því hittir Gísli naglann nákvæmlega á höfuðið þegar hann lýsir viðbrögðum skjólstæðinga sinna.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 15.7.2008 | 17:16 | Facebook
Um bloggið
Gísli Blöndal
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Ía Jóhannsdóttir
- .
- Einar Bragi Bragason.
- Grétar Örvarsson
- Gísli Tryggvason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Magnús Ragnar Einarsson
- Morgunblaðið
- Sigurður Þorsteinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- TómasHa
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hörður Hilmarsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Krummi
- Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
- Óttar Felix Hauksson
- Seyðfirðingar
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Skuld bókabúð
- Þórir S. Þórisson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hólmdís Hjartardóttir, 15.7.2008 kl. 17:54
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4397988/6
Takk fyrir viðtalið, Gísli! Ég gat því miður auðvitað ekki komið öllu að, enda höfum við ekki nema úr rúmri mínútu að moða. Ég vona bara að skjálftarnir láti ykkur í friði í bili :)
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.