Seyðfirskur tími - frábær hugmynd

2095845_e58eb01666Las það á www.sfk.is að haldinn hafi verið borgarafundur á Seyðisfirði, þar sem samþykkt var að skora á ríkisstjórnina að breyta klukkunni eins og gert er í mörgum Evrópulöndum og að ég held í Ameríku líka. Rökin þeirra skil ég afar vel enda fæddur og uppalinn á Seyðisfirði auk þess að hafa búið þar í 10 ár eftir að ég komst á fullorðinsár. Rökin fyrir stuðningi mínum eru þessi: Ég er sammála öllum rökum Seyðfirðinga, þetta er smart "pr mál" fyrir lítið samfélag þegar flest allar fréttir snúast um versnandi efnahag og hækkun olíuverðs, klukkan mín í Grikklandi er þremur tímum á undan klukkunni á Íslandi, sem oft er frekar óþægilegt en yrði aðeins tveimur eftir breytingu. Að auki get ég nefnt að tími lífsmíns á Seyðisfirði var frábær og þaðan á ég margar af mínum bestu minningum. Seyðfirðingar, ef Geiri og Imba nenna ekki að hlusta á hugmyndir ykkar þá styð ég eindregið hugmyndina um "Seyðfirskan tíma".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband