Ég sá ekki marga sem ég þekti eða kannaðist við á þessari göngu minni. Það getur svo sem vel verið að eftir allt "útstáelsið" mitt þekki ég orðið enga og kannist við fáa. Samt ofarlega á Laugaveginum kastaði ég kveðju á útvarpsmanninn geðþekka Frey Eyjólfsson og fyrir skemmtilega tilviljun hitti ég neðst Magnús R. Einarsson vin minn og útvarpsmanna. Ef ég tryði á tilviljanir í lífinu þá hefði þessi auðveldlega getað raskað ró minni því saman mynduðu þeir Magnús og Freyr hljómsveitina Sviðin jörð og gáfu út plötuna "Lög til að skjóta sig við". Það er alltaf jafn gaman að hitta Magnús og þegar ég sagði honum að ég ætlaði að fá mér kaffisopa mælti hann óhikað með Segafredo kaffihúsinu á Lækjartorgi. Eftir fund okkar hélt ég rakleiðis þangað og fékk þennan líka fína Cappotino eins og Magnús hafði lofað. Þarna sannaðist það enn einu sinni hvað veitingastaðir eiga mikið undir því komið að viðskiptavinir mæli með staðnum, það beinlínis skipti öllu.
Annað sem vakti athygli mína ofarlega á Laugarveginum voru fyrst tvær stúlkur og síðan nokkrar fleiri skömmu síðar. Þetta voru ungar fallegar meyjar svona á að giska 15 eða 16 ára, grannar og leggjalangar klæddar í mjög stutta og flegna kjóla. Hefði ég verið ferðamaður í ókunnu landi hefði ég vafalítið hneykslast á því hvað portkonurnar í þessu landi væru ungar! Enn annað sem var líka umhugsunar virði voru bílarnir sem óku í stríðum straum niður Laugaveginn. Ég gaf mér smá tíma til að virða þá fyrir mér og hugsaði; er virkilega kreppa í þessu landi? Ekki var það að sjá - BMWar, Benzar, Reinsar og Porsar. Hvað bull er þetta krepputal eiginlega.
Ég var á þessu rölti mínu á milli kl. 15 og 17 og það eina sem ég sakanaði á Laugaveginum var að það voru allt of margar verslanir lokaðar samt var nóg af fólki á svæðinu. Hvað eru kaupmennirnir að hugsa eða eru þetta kannski ekki alvöru kaupmenn sem eiga þessar lokuðu verslanir. Þeir munu líklega "vappa sinnar vinnu til á vonlausan kontórinn" á mánudag. Annars var þetta bara hin besta skemmtun, ágætis hreyfing og fínt að röfla við sjálfan sig.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 20.4.2008 | 11:41 (breytt kl. 11:41) | Facebook
Um bloggið
Gísli Blöndal
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Ía Jóhannsdóttir
- .
- Einar Bragi Bragason.
- Grétar Örvarsson
- Gísli Tryggvason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Magnús Ragnar Einarsson
- Morgunblaðið
- Sigurður Þorsteinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- TómasHa
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hörður Hilmarsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Krummi
- Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
- Óttar Felix Hauksson
- Seyðfirðingar
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Skuld bókabúð
- Þórir S. Þórisson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Virkilega skemmtileg frásögn hjá þér, Gísli minn.
Þorsteinn Briem, 20.4.2008 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.