Vonandi koma niðurstöður í dag

 

Við bíðum enn eftir hringingu frá læknunum á Thomas Jefferson University Hospital. Í dag er þriðjudagur og við áttum alveg eins von á að þeir mundu hringja í gær en ekkert gerðist.  Þeir hljót því að hafa samband í dag.  Okkur skildist að um leið og  loka niðurstöður mundu liggja fyrir yrði tekin ákvörðun um hvað gerðist næst en þetta virðist ætla að dragast eitthvað. Af hverju vitum við ekki.  Þessi bið tekur töluvert á en við reynum að bera okkur vel.  Krakkarnir eru í skólafríi í gær og í dag þannig að það er heldur erilsamara yfir daginn en venjulega.

Við höfum verið að lesa okkur til eins og við getum og það er af nógu að taka ef maður leitar á netinu. Hér er krækja á mjög góðan upplýsingavef http://206.71.171.170/TreatmentFAQ/ og þessi pdf. bæklingur The Essential Guide to Brain Tumors   er mjög góður.

Planið hjá mér er að taka flugvélina heim á laugardag eða sömu vél og Gylfi kemur með og ég vona að það gangi eftir en þá verðum við að vera búin að fá að vita allt um framhaldið. Meira vonandi seinna í dag en athugið að nú er búið að breyta klukkunni þannig að nú munar 5 klukkustundum á okkur og tímanum heima.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband