Nú eru bara örfáir dagar eftir hér á Rhodos, heimflugið er næsta laugardag. Svolítið óvenjulegt heimflug að þessu sinni. Flogið frá Diagorasarflugvelli til Akureyrar og þaðan til Keflavíkur. Þetta er haft svona vegna þess að núna eru hjá okkur 170 menntaskólanemar frá Akureyri.
Veðrið í september hefur verið betra en gott, það hefur "kólnað" svolítið sem þýðir að betra getur þetta ekki verið. Ég var að skoða veðurspána heima fyrir æstu viku og það er allt útlit fyrir að þegar við lendum á Akureyri verði hitastigið 0° ! Hvað um það ég er fullur tilhlökkunar og mín bíður hellingur af verkefnum strax á mánudeginum eftir heimkomu.
Þessa dagana erum við að ganga frá og ég er byrjaður að pakka niður. Svo eru kveðjustundirnar öll næstu kvöld. Í kvöld með eigendum læknaþjónustunnar okkar hér á Rhodos, annað kvöld með innlendu leiðsögumönnunum sem hafa aðstoðað okkur í sumar og svo ætlum við að vera með kveðjuhóf hér í Diagorasar Strata fyrir Marios, umboðsmanninn okkar. Við fengum lambalæri að heiman og það verður eldað á íslenska vegu með brúnuðum kartöflum, brúnni sósu, rabbabarasult, Ora-baunum og allt. Svo þarf auðvitað að kasta kveðju á ótal fleiri því hér hafa allir sem við störfum með verið okkur einstaklega hjálplegir. Hér býr sennilega þolinmóðasta og geðprúðasta fólk í heimi. Ég kveð Rhodos með söknuði af þessum ástæðum og morgum öðrum.
Sem sagt, heimkoma laugardaginn 15. sept. kl. 22.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 11.9.2007 | 08:58 | Facebook
Um bloggið
Gísli Blöndal
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Ía Jóhannsdóttir
- .
- Einar Bragi Bragason.
- Grétar Örvarsson
- Gísli Tryggvason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Magnús Ragnar Einarsson
- Morgunblaðið
- Sigurður Þorsteinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- TómasHa
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hörður Hilmarsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Krummi
- Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
- Óttar Felix Hauksson
- Seyðfirðingar
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Skuld bókabúð
- Þórir S. Þórisson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.