Heim um næstu helgi úr 28° í 0°

 

Nú eru bara örfáir dagar eftir hér á Rhodos, heimflugið er næsta laugardag.  Svolítið óvenjulegt heimflug að þessu sinni. Flogið frá Diagorasarflugvelli til Akureyrar og þaðan til Keflavíkur.  Þetta er haft svona vegna þess að núna eru hjá okkur 170 menntaskólanemar frá Akureyri. 
Veðrið í september hefur verið betra en gott, það hefur "kólnað" svolítið sem þýðir að betra getur þetta ekki verið.  Ég var að skoða veðurspána heima fyrir æstu viku og það er allt útlit fyrir að þegar við lendum á Akureyri verði hitastigið 0° !  Hvað um það ég er fullur tilhlökkunar og mín bíður hellingur af verkefnum strax á mánudeginum eftir heimkomu. 

esjaÞessa dagana erum við að ganga frá og ég er byrjaður að pakka niður.  Svo eru kveðjustundirnar öll næstu kvöld.  Í kvöld með eigendum læknaþjónustunnar okkar hér á Rhodos, annað kvöld með innlendu leiðsögumönnunum sem hafa aðstoðað okkur í sumar og svo ætlum við að vera með kveðjuhóf hér í Diagorasar Strata fyrir Marios, umboðsmanninn okkar.  Við fengum lambalæri að heiman og það verður eldað á íslenska vegu með brúnuðum kartöflum, brúnni sósu, rabbabarasult, Ora-baunum og allt. Svo þarf auðvitað að kasta kveðju á ótal fleiri því hér hafa allir sem við störfum með verið okkur einstaklega hjálplegir.  Hér býr sennilega þolinmóðasta og geðprúðasta fólk í heimi. Ég kveð Rhodos með söknuði af þessum ástæðum og morgum öðrum.

Sem sagt, heimkoma laugardaginn 15. sept. kl. 22.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband