Þessi skemmtilega frétt er um norðmenn sem ætla til Rhodos en lenda í Rhodez í Frakklandi vegna z í stað s.
Í gærkvöldi fór ég á einn af uppáhalds veitingastöðunum mínum í Rhodosborg, RED. Við hliðina á RED er norski barinn "Orginale Norske Baren" og þar beint á móti er "Suomalainen Baari Demis" eða finnski barinn, sem ég var ákveðinn í að kíkja á eftir matinn til þess að fylgjast með Finnunum dansa tangó. Atvikin höguðu því þannig til að ég lenti fyrst inn á norska barnum vegna þess að þjónninn kallaði í mig. Ég stoppaði ekki lengi þar vegna þess að gestir staðarins, trúlega Norðmenn, voru svo niðurdregnir að það var engu líkt. Aumingja fólkið sem villtist til Frakklands í stað Rhodos hefur því ekki misst af miklu ef allir Norðmenn sem hér dvelja eru svona sorgmæddir.
Á finnska barnum var staðan allt önnur, svo sem ekki mikil gleði en þarna er karaoke sem Finnarnir notuðu óspart jafnvel þó hæfileikarnir væru mis miklir og hvert einasta lag var í tangótakti og dansgólfið troðfullt af tangódönsurum með fullt af hæfileikum. Ég fylgdist með þessari skemmtun í dágóða stund og eftir að hafa hlustað á og fylgst með "Ó Jósep, Jósep hvar er karlmannslundin" stóð ég loks upp og hélt heim á leið.
![]() |
Afdrifarík stafsetningarvilla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 6.9.2007 | 06:49 | Facebook
Um bloggið
Gísli Blöndal
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
Ía Jóhannsdóttir
-
.
-
Einar Bragi Bragason.
-
Grétar Örvarsson
-
Gísli Tryggvason
-
Ingólfur H Þorleifsson
-
Jón Axel Ólafsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Magnús Ragnar Einarsson
-
Morgunblaðið
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
TómasHa
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Guðrún Katrín Árnadóttir
-
Hörður Hilmarsson
-
Jón Gerald Sullenberger
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Krummi
-
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
-
Óttar Felix Hauksson
-
Seyðfirðingar
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Skuld bókabúð
-
Þórir S. Þórisson
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.