Marios, umboðsmaðurinn okkar hér lék á alls oddi. Hann er feikna skemmtilegur karakter. Talar hátt og rífur kjaft út og suður við allt og alla og Rhodos dansar þegar Marios opnar munninn. Hörku duglegur og fylginn sér. Hann og hans ítalska eiginkona reka hótel í Selva (Val Gardena) í Dólómítafjöllum á Ítalíu, sem við íslendingar þekkjum svo vel og þar er hann á vetrum en hér á Rhodos rekur hann umboðsskrifstofu fyrir ferðaskrifstofur og hótel og hér er hann á sumrin. Sameiginlegan eigum við skíðaáhugann en þó hann sé í Selva allan veturinn og ég bara í eina viku skíða ég sennilega meira en hann.
Maturinn á Rhodos
er almennt mjög góður (frá mínum bæjardyrum séð) og Grísk matargerð á sér margar fastar hefðir. Ég hef verið sæmilega duglegur að smakka og bestar þykja mér litlu kjötbollurnar þeirra sem ýmist eru úr svína- kálfa- eða nautakjöti. Þeir kunna ágætlega að elda pasta og eru líka með sitt eigið "lasagna" en þeir kalla Moussakka, sem ég hef að vísu ekki prufað enn. Rhodos vínin eru alveg sæmileg (það dýrasta sjálfsagt best) og vín frá Emery í Enpona nokkuð áberandi. Sjálfur hef ég mjög einfaldan smekk; ef mér finnst vínið gott þá er það gott. Ouzouið er bara tær snilld. Bragðið minnir mig á æsku mína því mér þótti anís brjóstsykur góður þegar ég var krakki. Af Ouzoinu tek ég þó alltaf mjög lítinn sopa og mjög lítið hverju sinni. Minna er betra.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 31.5.2007 | 12:22 | Facebook
Um bloggið
Gísli Blöndal
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Ía Jóhannsdóttir
- .
- Einar Bragi Bragason.
- Grétar Örvarsson
- Gísli Tryggvason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Magnús Ragnar Einarsson
- Morgunblaðið
- Sigurður Þorsteinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- TómasHa
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hörður Hilmarsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Krummi
- Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
- Óttar Felix Hauksson
- Seyðfirðingar
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Skuld bókabúð
- Þórir S. Þórisson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.