Dagurinn í dag eins og aðrir dagar byrjaði á því að koma börnunum í skólann. Það er nú ekki flókið mál í þessum bæ. Út á gangstétt og 100 barnaskref til vinstri og þá eru þau kominn á þann stað sem skólabíllinn tekur þau. Afi hefur fengið að fara með og lagt sig fram um að vera mjög ábúðafullur til þess að sýnast mjög metnaðarfullur íslenskur afi. Þetta hefur tekist bara ágætlega. Við Elsa fórum síðan í morgun að skoða skólann þar sem Victor, Michael og Raquel eru. Þetta er töluvert mál. Elsa var búin að panta tíma með góðum fyrirvara því engum er hleypt inn í skólann nema í fylgd með starfsmanni. Maður þarf líka að skrá sig inn og út með fullu nafni, síma og heimilisfangi. En það var fleira en þetta sem var til fyrirmyndar. Þessi skóli, sem var opnaður 1999 er alveg sérstaklega vel búinn öllu sem til þarf. Tölvur og tæki í öðru hvoru horni, rúmgóðar stofur og víðir gangar og öll aðstaða eins og best verður á kosið. Skólastjórinn stökk fram á gang til að heilsa okkur hann er víst einn af þessum sem er allt í öllu og alltaf allstaðar. Hann þekkir öll skolabörnin sín 650 með nafni!!!. Slagorð skólans sem hangir upp við aðalinnganginn er: At this school children are our first priority.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 1.5.2007 | 19:36 | Facebook
Um bloggið
Gísli Blöndal
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Ía Jóhannsdóttir
- .
- Einar Bragi Bragason.
- Grétar Örvarsson
- Gísli Tryggvason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Magnús Ragnar Einarsson
- Morgunblaðið
- Sigurður Þorsteinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- TómasHa
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hörður Hilmarsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Krummi
- Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
- Óttar Felix Hauksson
- Seyðfirðingar
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Skuld bókabúð
- Þórir S. Þórisson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.