Barnes and Nobels og kvöldverður í sveitinni

P4301297Í gær, mánudag, fórum við í nokkrar búðir og redduðum því sem þurfti að kaupa fyrir fólkið okkar heima. Gallabuxur, skór og annað smálegt sem hér kostar aðeins brot af því sem við borgum á Íslandi.  Síðar um daginn fórum við svo í uppáhaldið mitt; Barnes and Nobels bókabúðina http://www.barnesandnoble.com/ . Elsa hafði reddað meðlimakorti hjá vinkonu sinni til þess að hægt væri að fá hámarks afslátt (Elsa er snillingur í þessu og það kom sér vel).  Birna, Elsa og Sonja Liv komu með og við áttum öll fínan tíma í þessari glæsilegu bókabúð. Eftir að hafa tínt til einar 6 eða 7 bækur settumst við niður og fengum okkur góðan kaffisopa.  Gærdagurinn endaði svo með því að Elsa og Mike buðu í flottan kvöldverð úti í sveit og barnpía var fengin til að gætta barnanna. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband