Ameríka tekur vel á móti mér

Flugið hingað vestur var fínt.  Heil sætaröð fyrir mig, nóg af koddum og ég náði að sofa meira en helming leiðarinnar.  Allt var á áætlun og við lentum á réttum tíma.  Spurningarnar hjá útlendingaeftirlitinu voru léttar og sumar bráð skemmtilegar en ótrúlega margar.  Ég fékk 10 á prófinu og flaug í gegn.  Tók sjensinn á að segjast ekki vera með neinn mat og pylsurnar, kokteilsósan, SS sinnepið og kæfan bærðu ekkert á sér og sluppu á athugasemda í gegn.

Birna og ElsaElsa og Birna biðu mín í komusalnum með opinn faðminn og fyrir hönd Ameríku tók þær innilega á móti mér.  Við vorum um tvo og hálfan klukkustund að keyra til Pottstown þar sem Elsa og Mike búa í nýbyggðu hverfi þar sem kyrrðin ræður ríkjum.  Frábær staður til að ala upp börnin því þetta er eins og að vera úti í sveit.  Kúabú í nágrenninu og samt stutt í alla þjónustu.  Börnin voru öll í fasta svefni þegar ég kom enda klukkan að verða ellefu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband