Ísland í nokkra daga, svo Ameríka. Margir á ferð og flugi

Þegar ég kem heim tekur við smá vinnutörn, aðallega námskeið og svo er ferðinni heitið til Philadelphia í Bandaríkjunum þann 27. apríl að heimsækja dætur mína, börnin þeirra og fjölskyldur.  Eftirvæntingin er kominn í 110 af 100 mögulegum.  Allt of langt síðan ég sá þau síðast. Bráðum eitt og hálft ár síðan ég sá Birnu og Michal Gísla og enn lengra síðan Elsa, Mike, Victor Axel, Raquel Stella og Sonja Liv komu í heimsókn til Íslands.  Þau hafa komið sér vel fyrir í nýju húsi rétt hjá þar sem Mike vinnur.  Mér sýnist á myndum að Victor Axel sé að verða að unglingi (alla vega í útliti) en ég vona að ég fái að hitta barnið í honum, alla vega í þetta sinn. 

Í milli tíðinni ætlar Erla að heimsækja Chloe til Newcastel og þær mæðgur ætla að skreppa til Parísar að hitta Mark.  Erla fer þann 15. apríl og kemur heim aftur 20.  Chloe líkar vel í vinnunni en hún er að vinna fyrir danskt húsgagnafyrirtæki og sér þar um framstillingu og "decoration" í glæsilegri húsgagnaverslun.  Hún er að ganga frá umsókn í arkitektaskóla fyrir næsta vetur og ég er alveg viss um að það verður í fínu lagi hjá henni - enda troðfull af hæfileikum á þessu sviði.

Gylfi er væntanlega að fara í hljómleikaferð, með hljómsveit sem ég man ekki hvað heitir, um Evrópu allan maí mánuð en ég vona að ég nái að hitta á hann áður en ég fer til USA.  Það hefur verið mikið að gera hjá honum undanfarið og ég reikna með að hann verði búinn að opna hljómsveitaaðstöðuna og upptökuverið þegar ég kem heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband