Vinir og fjölskylda | 7.4.2008 | 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það voru margar góðar minningar sem skutu upp kollinum í þessari heimsókn í Skagafjörðinn ekki síst frá því að ég var sem barn í sumarbúðum á Löngumýri. Þegar þeim lauk kom frændi minn séra Gunnar og sótti mig til að fara með mig í Glaumbæ þar sem ég átti að dvelja í nokkra daga. Það fyrsta sem Gunnar sagði við mig þegar hann sá mig var "habbðiru það gott frændi minn" með sínum fágað skagfirska framburði. Dvölin í Glaumbæ þetta sumarið var ekki löng en engu að síður mjög eftirminnileg ekki síst leikir okkar frændsystkinanna í gamlabænum sem nú er minjasafn.
Vinir og fjölskylda | 7.4.2008 | 21:52 (breytt kl. 21:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það kom mér skemmtilega á óvart að sjá í nýja og glæsilega skíðaskálanum í Stafdal innrammaða auglýsingu, sem ég man eftir sem barn af háaloftinu hjá okkur á Túngötunni á Seyðisfirði. Þetta er auglýsing sem Gunnar heitinn Kristjánsson gerði árið 1939 eða tæpum tíu árum áður en ég fæðist. Auglýsingin er um skíðamót sem haldið skal á Watnestúni. Það var erfitt að ná góðri mynd af henni þar sem birtan endurspeglaðist í glerinu í rammanum. Ég held samt að það sem hægt að lesa textann. Auglýsingin sem slík er auðvitað meistaraverk og yrði varla betur gerð í dag, tæpum 70 árum síðar með allri þeirri tölvutækni sem við þekkjum.
Vinir og fjölskylda | 27.3.2008 | 22:15 (breytt 6.4.2008 kl. 16:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vinir og fjölskylda | 27.3.2008 | 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
SF ALP félagar mínir fyrir austan fullyrða við mig að aðstæður í Stafdal séu eins góðar og best verður á kosið og ég sé í fréttum að þar var nýr skíðaskáli vígður við hátíðlega athöfn um helgina.
Þegar ég bjó á Seyðisfirði, sennilega sumarið 1972 eða 1973 gekk ég um þetta svæði með Eiríki nokkrum, sem oft var kenndur við Kerlingafjöll, og einhverjum útlendum spekúlöntum í leit að framtíðarskíðalandi fyrir Austurland. Ekki var nokkrum blöðum um það að fletta að þeir vöru afar hrifnir af svæðinu í Stafdal, sem að lokum varð fyrir valinu. Það verður gaman nú 35 árum síðar að skíða í fyrsta skipti á þessu svæði, sem þeir félagar mæltu svo mjög með. Það verður ekki síður gaman að koma í minn gamla heimabæ og anda að sér liðnum tíma og njóta þess að rifja upp gamlar minningar.
Myndin sem hér fyrir ofan er tekin af Sandhólatindi, norðanmegin við Seyðisfjörð. Ég á í hugskoti mínu góðar minningar frá því að við Theodór bróðir fórum í ævintýralega skíðaferð upp á tindinn, sem er rúmlega 1000 m hár. Þar fórum við drengirnir, sennilega 10 til 12 ára gamlir með nokkrum afburða Seyðfirskum skíðamönnum ásamt Þorbirni Arnoddsyni snjóbíla- og ferðafrömuði og renndum okkur alla leið niður á Háubakka. Þetta þótti á þeim tíma mikið afrek, bæði það að Þorbjörn skildi komast langleiðina upp á tindinn á snjóbílnum sínum og eins það að við skildum allir komast heilu og höldnu niður á skíðunum. Myndina hér til hliðar fann ég á netinu en í myndatexta segir að Þorbjörn sé fremstur á myndinni. Myndin gæti verið frá svipuðum tíma og við fórum á Sandólatind eða eitthvað eldir. Sandhólatindur er snævi þakinn fyrir miðri mynd.
Vinir og fjölskylda | 18.3.2008 | 13:55 (breytt kl. 13:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Brjánn Jónasson blaðamaður á Fréttablaðinu skrifar afar fróðlega grein af upplifun sinni af hanaati, annarri af vinsælustu íþróttum í Dóminíska lýðveldinu. Svo vill til á ég reyndi sjálfur að skrifa smávegis um þetta þann 11. febrúar s.l. en greinin hans Brjáns er bara svo miklu fróðlegri og áhugaverðari en mín aumu skrif. Svo skemmtilega vill til að við Brjánn vorum einmitt saman á þessu hanaati sem hann fjallar um í Fréttablaðinu í gær, sunnudaginn 16. mars of fyrir þá sem misstu af greininni þá er vefslóðin hér; http://vefblod.visir.is/index.php?s=1840&p=49856
Brjánn á örugglega líka í fórum sínum frásagnir af heimsókn til Haíti, sem ég bíð eftir að birtist í Fréttablaðinu og hver veit nema hann skrifi einnig um upplifun sína af því að horfa á skíthrædda íslenska fararstjóra synda með stórlúðum, hákörlum og höfrungum. Ég bíð spenntur
Vinir og fjölskylda | 17.3.2008 | 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef sloppið blessunarlega við öll skíðameiðsl allan minn skíðaferil. Ég hef líka afar einfaldar reglur um mína skíðamennsku: Skíða aldrei hraðar en ég ræð fullkomlega við. Ég skíða aldrei undir áhrifum áfengis og ég fer aldrei síðustu ferðina þ.e.a.s. þegar ég er farinn að finn til þreytu, sem takmarkar getu mína til að skíða þá skíða ég beinustu leið heim á hótel.
Ég er ekki í vafa um að hraði, áfengi og þreyta eiga mikinn þátt í skíðaslysum og það er afar einfalt að koma í veg fyrir slík slys. Og hana nú!
Skíðaslysum fjölgar í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | 13.3.2008 | 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinir og fjölskylda | 10.3.2008 | 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
'Never expect things to happen. Struggle and make them happen. Never expect yourself to be given a good value. Create a value worth having.'
Vinir og fjölskylda | 5.3.2008 | 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í dag er dagurinn minn. Ég ætlað að halda upp á daginn með því að hitta fjölskyldu mína, vini og samferðafólk í gegn um árin á staðnum hans Gylfa, ORGAN, milli kl. 17 og 19 og vona auðvitað að sem flestir komi og hitti mig í augnablik. Þegar ég var að alast upp austur á Seyðisfirði leyfði mamma okkur systkinunum að ráða hvað við vildum hafa í matinn á afmælisdaginn. Þetta þótti okkur rosa skemmtilegt. Ég valdi alltaf þorskhrogn og þurfti stundum að redda þeim mörgum dögum áður. Þá gróf maður þau bara í snjóskafl fyrir fram eldhúsgluggann og þar voru þau fersk og fín á afmælisdaginn. Í dag verða ekki hrogn í matinn en í staðinn valdi ég að fá vini mína úr Eindæmi í heimsókn og þeir ætla að spila með mér tvö lög í partýinu og þá gæti alveg eins verið von á Bótinni - Þokkabót. Þetta verðu ekkert smá gaman, strax kominn með fiðring í trommufótinn.
Börnin mín í Ameríku sendu mér blómvönd sem ég fékk í gærkvöldi og það gladdi mig mjög að hugsa til þeirra þegar ég vaknaði í morgun og horfði á blómin. Á sama tíma söng Chloe fyrir mig á Skypinu "happy birthday". Ekki amalegt að vakna við slíkar kveðjur. Ég er alveg viss um að þetta verður góður dagur og hlakka mikið til að hitta "fólkið mitt"
Vinir og fjölskylda | 26.2.2008 | 09:56 (breytt kl. 10:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Gísli Blöndal
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Ía Jóhannsdóttir
- .
- Einar Bragi Bragason.
- Grétar Örvarsson
- Gísli Tryggvason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Magnús Ragnar Einarsson
- Morgunblaðið
- Sigurður Þorsteinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- TómasHa
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hörður Hilmarsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Krummi
- Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
- Óttar Felix Hauksson
- Seyðfirðingar
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Skuld bókabúð
- Þórir S. Þórisson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 148064
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar